Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Page 45

Fréttatíminn - 12.07.2013, Page 45
Barnaefni í sjónvarpi hefur farið hnignandi jafnt og þétt síðustu áratugi og megnið af því sem börnum stendur til boða í glápinu í dag er svo sljóvgandi og leiðinlegt að lítil hætta er á öðru en komandi kynslóðir núlli út alla ríkisstyrki til menningar og lista þegar fulltrúar þeirra komast að kjötkötlunum. Merking þrífst þó sem betur fer á andstæðu sinni og fátt væri nú gott ef ekki kæmi eitthvað slæmt á móti. Ég fékk því eiginlega endurnýjaða trú á framtíð æskunnar og mannkyns þegar ég rakst á teiknimynd um Litla prinsinn í sjónvarpi ríkisins ókristilega snemma einhvern laugar- dagsmorguninn. Þættirnir eru gerðir eftir nóvell- unni Le Petit Prince, eftir skáldið og flugkappann Antoine de Saint-Exupéry. Saga Litla prinsins, sem fellur til jarðar af smástirninu sínu og hittir fyrir flugmann sem hefur brotlent í miðri eyði- mörk, er fallegasta bók sem ég hef nokkru sinni lesið og lesið fyrir börn. Exupéry fléttaði samfélagsgagnrýni saman við fallegan texta sinn um flakk prinsins litla og dregur snilldarlega fram heimsku og hræsni hinna fullorðnu þegar hann horfir á lífið með augum barnsins. Þessi saga er svo mannbætandi í allri sinni fegurð og alveg rakið að nota sjón- varpsþættina til þess að kynna unga lesendur fyrir prinsinum hjartahreina. Þeir fullorðnu ættu síðan að rífa sig upp fyrir klukkan níu á laugardögum, horfa á Litla prins- inn með börnunum og endilega reyna að læra eitthvað. Viska Prinsins er sígild og á alltaf við og jafnvel þeir sem kunna ekki að teikna kind ættu að geta lært sitthvað af honum. Þórarinn Þórarinsson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Barnatími 11:40 Batman: The Brave and the bold 12:00 Nágrannar 13:40 Besta svarið (5:8) 14:20 Grillað með Jóa Fel (1:6) 14:50 The Kennedys (8:8) 15:35 Mr Selfridge (8:10) 16:20 Suits (14:16) 17:05 Mannshvörf á Íslandi (1:8) 17:35 60 mínútur 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Frasier (6:24) 19:25 Pönk í Reykjavík (4:4) 19:50 Harry's Law (8:22) 20:35 Rizzoli & Isles (6:15) 21:20 The Killing (6:12) 22:05 Crossing Lines (1:10) Glæný sakamálaþáttaröð sem fjallar um hóp þrautþjálfaðra rannsóknarlög- reglumanna. 22:50 60 mínútur 23:35 Nashville (3:21) 00:20 Suits (14:16) 01:05 Boss (4:10) 02:00 Kingdom of Plants - specal 02:45 Rita (2:8) 03:30 Volcano 05:10 Pönk í Reykjavík (4:4) 05:35 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:00 Sumarmótin 2013 10:45 Pepsi deildin 2013 12:35 2013 Augusta Masters 18:20 Herminator Invitational 20:00 Borgunarmörkin 2013 20:45 Pepsi deildin 2013 23:00 Enski deildabikarinn 01:30 Pepsi deildin 2013 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:05 Thai XI - Man. Utd. 16:45 Preston - Liverpool 18:25 PL Bestu leikirnir 18:55 Manstu 19:40 Heimur úrvalsdeildarinnar 20:10 MD bestu leikirnir 20:40 Season Highlights 21:35 Stuðningsmaðurinn 22:05 Leikmaðurinn 22:35 Fulham - Tottenham SkjárGolf 06:05 John Deere Classic 2013 (3:4) 10:35 The Open Championship Official Film 1993 11:30 John Deere Classic 2013 (3:4) 16:00 The Open Championship Official Film 1995 17:00 John Deere Classic 2013 (4:4) 22:00 The Open Championship Official Film 1987 23:00 The Open Championship Official Film 1993 23:55 ESPN America 14. júlí sjónvarp 45Helgin 12.-14. júlí 2013  Í sjónvarpinu LitLi prinsinn Fallegasta saga í geimi           THIS IS  JACK REACHER A GOOD DAY TO DIE HARD PARKER BROKEN CITY SNITCH PEACE, LOVE AND MISUNDERSTANDING THE ODD LIFE OF TIMOTHY GREEN FRANKENWEENIE RISE OF THE GUARDIANS TOPP  100% HÁGÆÐA PRÓTEIN ÍS L E N S K A /S IA .I S /M S A 6 47 54 0 6/ 13 500 KÆLITÖSKUR MEÐ HLEÐSLU 500 KASSAR AF HLEÐSLU 3 FJALLAHJÓL WWW.HLEDSLA.IS SUMARLEIKUR 1 IPHONE 5 3 IPAD MINI 3 GÖNGUSKÓR & STAFIR 30 PUMA ÍÞRÓTTATÖSKUR & HANDKLÆÐI TAKTU ÞÁTT OG KÍKTU Á LUKKUNÚMERIÐ! ALLS 1040 VINNINGAR Í BOÐI.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.