Fréttatíminn - 12.07.2013, Blaðsíða 48
T vær þýskar listakonur Eva Kretschmer og Ulrike Olms leita til Íslendinga og óska eftir að fá að nota fjölskyldumyndir þeirra í listsköpun
sinni. Eva og Ulrike fengu styrk frá Goethe-stofnun-
inni í Danmörku til að vinna þetta verkefni á Íslandi og
er það unnið í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg
UNESCO.
„Við erum þegar komnar með um 500 myndir en
viljum gjarnan fá fleiri,“ segir Eva. Þær eru ekki að leita
eftir uppstilltum myndum heldur ljósmyndum úr hvers-
deginum, skondnum myndum og ljósmyndum sem
vekja upp spurningar. Fólk hefur komið með geisladiska
með myndum á vinnustofuna þeirra, með USB-lykla eða
hreinlega boðið þeim í heimsókn til að skoða fjölskyldu-
albúmin og athuga hvort þær finna áhugaverðar myndir.
Eva og Ulrike eru búsettar í Berlín og hafa saman
unnið verk á sviði grafíkur og textagerðar en í verkum
sínum feta þær einstigið milli texta og myndefnis. Þær
sækja safnarabúðir, flóamarkaði og sanka að sér fjöl-
skyldu- og orlofsmyndum frá ókunnu fólki. Ljósmynd-
irnar eru síðan færðar í nýtt samhengi og búinn við
þær texti. Heimsóknin til Íslands er meðal annars til
að safna myndum og komast nær myndefninu áður en
þær taka það úr sínu upprunalega samhengi og setja í
nýtt. Hægt er að hafa samband við þær og koma til þeim
ljósmyndum í gegn um netfangið reykjaweekly@gmail.
com.
Eitt verka þeirra heitir Herrbarium sem er nokkurs
konar krufning á frummynd „herramannsins.“
Árið 2011 myndskreytti Eva skáldsöguna Eitur fyrir
byrjendur eftir Eirík Örn Norðdahl og mynduðust þá
tengsl við Ísland. Ulrika kom fyrst til Íslands árið 1995
sem ferðamaður. Þá hafði móðir hennar gefið henni
utanlandsferð að eigin vali og Ulrika valdi Ísland. Auk
þess að safna ljósmyndum og sinna listinni langar þær
að ferðast um landið í þessari heimsókn. Þær komu í
júní og verða út júlímánuð. Þá stefna þær á að halda sýn-
ingu í lok júlí á myndum sem þær hafa tekið á Íslandi og
öðru efni en verið er að finna hentugan sýningarstað.
Ein hugmyndanna sem Eva og Ulrike hafa hrint í
framkvæmd er svokallað „ljósmynda-slamm“, keppni í
að raða saman ljósmyndum svo úr verði stutt frásögn.
Þær stóðu fyrir slíkri uppákomu á bar í Berlín og naut
hún mikillar hylli. Fyrr í júlí héldu þær lítið ljósmynda-
slamm á vinnustofunni sinni í Reykjavík og er þetta
dæmi um hvernig hægt er að skoða ljósmyndir á nýjan
hátt.
Fyrir þá sem lesa þýsku þá halda þær stöllur úti
bloggi um dvöl sína á Íslandi á slóðinni blog.goethe.de/
reykjavik
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
lisTakonur seTja fjölskyldumyndir í nýTT samhengi
Safna ljósmyndum af Íslendingum
Tvær þýskar listakonur eru hér á landi að safna ljósmyndum af
Íslendingum til að nota í listsköpun sinni. Þegar hafa þær fengið
um 500 myndir en óska eftir fleirum. Önnur listakonan kynntist
Íslandi þegar hún myndskreytti bók eftir Eirík Örn Norðdahl fyrir
nokkrum árum. Hin fékk Íslandsferð að gjöf frá móður sinni.
Þær sækja
safnara-
búðir, flóa-
markaði og
sanka að
sér fjöl-
skyldu- og
orlofs-
myndum
frá ókunnu
fólki.
Eva Kretschmer og Ulrike Olms hafa fengið mikinn fjölda mynda frá Íslendingum til að nota í listsköpun. Mynd/Teitur
48 menning Helgin 12.-14. júlí 2013