Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.07.2013, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 12.07.2013, Qupperneq 36
36 heilsa Helgin 12.-14. júlí 2013  heilsa Niðurstöður Nýtast þeim sem hafa greiNst með krabbameiN Eru flugur, flær eða maurar að ergja þig og bíta? áhrifaríkur og án allra eiturefna. Allt að 8 tíma virkni. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1 www.gengurvel.is Ertu búinn að fá þér Veiðikortið! www.veidikortid.is Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.- 00000 Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. g . Haukur Guðmundsson greindist 24 ára gamall með Hodgins-eitilfrumu- krabbamein. Hann var í afar góðu líkamlegu formi og kenndi 12 tíma í líkamsrækt á viku meðfram námi í sjúkraþjálfun. „Ég var í verknámi uppi á Landspítala þegar bekkjar- systir mín fann stækkaðan eitil í hálsinum á mér. Mig grunaði ekki að það væri neitt að en hún vildi tala við sjúkraþjálfara sem starf- aði á krabbameinsdeildinni. Sú sá strax að þetta væri óeðlilegt og innan nokkurra mínútna var búið að kalla á lækni til að líta á mig.“ Brotnaði niður eftir greiningu Fyrstu viðbrögð Hauks þegar hann var greindur með eitla- krabbamein var að spyrja hverjar lífslíkurnar væru og hvort hann þyrfti að fara í meðferð. „Stuttu seinna brotnaði ég niður og fékk áfall. Þá tók við 4 mánaða lyfja- meðferð sem mér fannst eins og heil eilífð. Upphaflega stóð til að ég færi í 8 mánaða lyfjameð- ferð og svo í geisla en læknarnir ákváðu að hætta lyfjameðferðinni eftir helmingi styttri tíma þar sem meinið virtist horfið og hefur það ekkert látið á sér kræla síðan þá, fyrir sjö árum.“ Haukur er viss um að gott líkamlegt form hans hafði sitt að segja þegar kom að því fyrir vinna bug á eftirköstum meinsins og meðferðarinnar. Menntun hans í sjúkraþjálfun hafði einnig sitt að segja því hann vissi hvert hann átti að leita sér þekkingar til að byggja sig upp aftur. „Ég sá að það var ekki mikið í boði fyrir 24 ára strák sem vildi koma heilsunni aftur í lag. Ég var orðinn mjög þreklaus, þreyttur og þyngdist talsvert, eins og algengt er ólíkt því sem margir halda. Ég byggði sjálfan mig upp aftur á einu og hálfu ári. Ég byrjaði að nota göngu og létt skokk til að koma mér af stað, fór svo að lyfta og gera styrktaræfingar og tók loks mataræðið í gegn.“ Hreyfing skiptir lykilmáli Haukur vann lokaverkefni sitt í sjúkraþjálfun í félagi við Rann- veigu Gunnlaugsdóttur, sam- nemanda sinn, þar sem þrek hjá konum sem höfðu farið í lyfjameð- ferð vegna brjóstakrabbameina var rannsakað. Í ljós kom að þrek þeirra var marktækt lakara en það sem það á að vera og jafnvel þannig að það skerði getu til að sinna venjulegum daglegum störf- Byggði sjálfan sig upp eftir krabbamein G. Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari sem greindist 24 ára með krabbamein hefur náð sér að fullu. Hann er að hefja rannsókn á áhrifum lífsstíls á heilsufar fólks að lokinni krabbameinsmeð- ferð og óskar eftir þátttakendum. Haukur er að ljúka meistaranámi í íþrótta- og heilsufræðum, kennir jóga og starfar hjá Ljósinu við ráðgjöf fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein. G. Haukur Guðmundsson. Mynd/Teitur

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.