Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Page 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Page 10
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hinn bóginn virtist vera mjög gott á milli bræðranna. Konsúllinn hafði látið efna til stóreflis veislu, og hann drakk skál »sendi- herraskrifarans, bróður síns*, og ljet í Ijósi þá ósk sína, að hann kynni vel við sig heima. F*að er ekkert, sem fólkinu finst jafnergilegt og þessi hálfgildings hneyksli; og þegar Rík- arður Garman tók í kyrþey við vitavarðarstöð- unni á Brattanesi, og bjó þar hvert árið eftir annað, án þess að gefa nokkra von um afreks- verk, sem nokkurs væru verð, þá fanst hverj- um manni í þorpinu, að þetta væri persónuleg móðgun við sig, og menn voru svo hissa á því, að Garmansfólkið virtist alls ekki vita hvað því bæri að gera fyrir þjóðfjelagið. Annars var sendiherraskrifaranum það ekki fyllilega Ijóst sjálfum, hvernig alt þetta var komið í kring. Hann Kristján Friðrik var svo óskiljanlegur. Jafnskjótt og Ríkarður varð á vegi bróður síns, — eða þó hann fengi bara brjef frá honum, — þá varð hann eins og nýr maður; alt varð honum þá svo Ijett og auð- velt, sem honum hefði annars ekki dottið í hug að reyna við, og hann gat leyst af hendi ýms störf, sem hann varð frá sjer numinn af á eftir. Þegar hann hafði skrifað heim síðast — dapur í lund og kominn að örvæntingu — til þess að biðja bróður sinn að taka Magðalenu að sjer, þá hafði honum ekki dottið annað í hug en binda enda á eyðilagt líf sitt, jafnskjótt og dótturinni væri borgið. Pá var það, sem hann fjekk þetta einkennilega brjef, og víxilinn með í umslaginu. Og það voru svo mörg torskilin verslunarorðtæki í brjefinu; það var eitthvað verið að tala um »reikningsjöfnuð«, um »ólokin reikningsskil, sem gerðu honum óhjákvæmiiegt að koma«, og innanum alt þetta voru svo orð, sem áttu alls ekki við, sem virt- ust helst hafa vilst inn í verslunarmálið. Á einum stað stóð t. d. »gamli Ieikbróðir® — og aftur seinna »einlæg ósk um bróðurlega sambúð« — og loks rakst hann á þetta, innan- um einhverja langloku, sem erfitt var að botna í; »Kæri Ríkarður! — mistu ekki kjarkinn!« Retta hafði djúp áhrif á Ríkarð Garman; hann mannaði sig upp og hjelt heim á leið. Regar hann sá svo bróður sinn koma út á skipið, þá vöknaöi honum um augu, og hann ætlaði að breiða út faðminn og vefja hann að sjer. En konsúllinn rjelti fram höndina og sagði með hægð: »Vertu velkominn Ríkarður — er farangur þinn til taks?« Eftir það höfðu þeir heldur aldrei minst á þessi efni, eitt einasta skifti fór Ríkarður eitt- hvað að ympra á þessu brjefi. En konsúllinn virtist halda að hann vildi fara að ganga frá þessum reikningum, sem þar höfðu verið nefndir. En sendiherraskrifaranum var ekki neitl fjær skapi en einmitt það, og það var ekki laust við að honum fyndist sjer misboðið. Rað er ágætismaður, hann Kristján Friðrik, hugsaði hann, en hann er helst til mikill versl- unarmaður. Einn dag hafði svo Garman kpnsúll sagt við bróður sinn: »Heyrðu Ríkarður! — eigum við ekki að fara út á Brattanes og líta á nýja vita- húsið þar?« Ríkarður hafði ekkert á móti því. Frá því hann var barn, hafði honum þótt vænt um þessa einkennilegu úthafsströnd, þar sem sand- urinn aðskildi dökkleitar lyngbreiðurnar og opið hafið, víðáttumikið og stórfenglegt. Honum gatst einnig vel að vitahúsinu, og þegar þeir bræðurnir voru sestir í vagninn, til þess að halda heim aftur til kauptúnsins, þá sagði hann: »Jeg get sagt þjer það — Kristján Friðrik, að jeg get ekki hugsað mjer stöðu, sem jafnvel ætti við annan eins skipbrotsmann og mig, eins cg það, að vera vitavörður hjerna,« »Rað er ekkert því til fyrirstöðu, að þú getir orðið það,« svaraði bróðirinn. »Svo o, — hvernig ætti það nú að geta orðið?« sagði Ríkarður, og hristi öskuna af vindli sínum. »Heyrðu Ríkarður!« sagði konsúllinn hvat- skeytslega. »Ef jeg gæti ávítað þig fyrir nokkuð, þá er það helst fyrir það, að þig vantar alger- Iega alt traust á sjálfum þjer. Heldurðu ekki að þú, annar eins hæfileika og lærdómsmaður,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.