Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Síða 15
GARMAN & WORSE. 9 staddur, benti út yfir hafið og hrópaði, með tindrandi augum: »Lítið á hann! — þetta er nú piltur, sem getur tekið í ár.« En Pjetur sat í bátnum og tók bakföil stór, svo að brakaði í öllu. Pað var eins og hann vildi hegna sjálfum sjer með því að hamast eins og berserkur. Hún varð æ minni og minni fyrir augum hans, eftir því sem honum sóttist róðurinn og loks hvarf hún honum. En þetta atti hann skilið. »Bölvaður gangur!* — taut- aði hann hvað eftir annað, og herti í hvert sinn róðurinn, eins og hann ætti lífið að leysa. Það var sólskm og blíða, líka daginn eftir. Hafið var spegilsljett; enskt veiðiskip stefndi til hafs, en seglin löfðu vmdlaus, og slógust til og frá, eftir því sem skipið vaggaði á logn- öldunum. Magðalena sat við gluggann; hún vildi ekki fara út. Hún Ijet augun hvíla á enska skipinu, sem hún þekti svo vel; það var »Flugfiskurmn<i: frá Hull. Pjetur hafði vafalaust vitjað um humarlínuna í morgun; ætli hann hafi fengið marga? Bara hann hafi nú ekki gengið fram af sjer við róðurinn í gær. Hún gekk nú fram á brekkubrúnina og horfði niður í höínina. Bát- urinn hans lá kyr; skyldi Pjetur vera veikur? Skyndilega afrjeð hún að hlaupa niður í fjöruna og spyrjast fyrir hjá manni, sem hún sá niðri við naustin. En þegar hún var kom- in í miðja brekkuna, sá hún mann koma á móti sjer. Hún hafði ekki sjeð hann, fyr en hún var komin rjett að honum, því hann hafði verið undir brattanum. En hún þekti mann- inn brátt og hægði á sjer. Pjetur var víst líka búinn að sjá hana, þó hann horfði niður fyrir sig, því þegar hann átti eftir fáein skref til hennar, steig hann út af aðalgötunni og gekk eftir annari, svolítið neðar. Pegar þau komu hvort á móts við annað, var hún því svolítið hærri. Pjetur bar kláf á bakinu, og Magðalena sá að þari var í kláfnum. Bæði stóðu þau á öndinni, en hvor- ugt sagði orð. Þegar hún var komin rjett aftur fyrir hann, sneri hún sjer við og spurði: »Hvað ertu með í kláfnum, Pjetur?* »Humar,« sagði hann, sveiflaði af sjer kláfn- um og setti hann á stíginn. »Má jeg sjá hann?« sagði Magðalena. Hann tók þarann frá í skyndi og dróg upp íeiknastóran humar, óhrygndan, sem dinglaði afturendanum. »Petta er afskaplega stór hurnar,* hrópaði hún. »Ójá, hann er ekki eins og þeir minstu.« »Hvað ætlarðu að gera við hann?« »Spyrja vitavörðinn hvort hann vilji hann.« »Hvað viltu fá mik ð fynr hann?« spurði hún. þó hún víssi vel að hann ætlaði að gefa hann. »Ekkert,« svaraði Pjetur stuttur í spuna. »Það er fallega hugsað af þjer — Pjetur.* »0 — 0, það er ekki mikið,« svaraði hann, og Iagaði þarann. Nú leit út fyrir að það mundi skilja með þeim, þá sagðl hann: »Hvernig líður þjer í fætinum?« »Þakka |)jer fyrir, mjer líður vel — jeg Ijet brennivín við það.« »Sveið þig ekki?« spurði Pjetur. »0—nei — ekki mikið.« »Þú ert svona hörð,« sagði hann og leit upp svo hátt, að hann sá hökubroddinn á henni. Nú urðu þau víst að skilja; þau höfðu ekki meira að segja; en Magðalenu fanst að Pjetur væri svo skelfing vandræðalegur. »Vertu sæll, Pjetur!« »Vertu sæl!« svaraðí hann, og bæði lögðu af stað. »Pjetur! — hvert ætlarðu, þegar þú ert bú- inn að skila af þjer humrinum?« »Ekkert ákveðið,« svkraði Pjetur. Hann var alveg óþolandi; — en samt sneri hún sjer við ennþá einu sinni og kallaði: »Jeg ætla að fara hjerna norður fyrir, í melgrasið, það er svo indælt veður í dag,« — svo þaut hún í burtu. 2

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.