Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 24
18
NYJAR KVÖLDVÖKUR,
leita, og konsúllinn ljet aldrei hjá Iíða að minn-
ast á það, hve viturlega gamli maðurinn hefði
Iátið búa um þessar leynidyr.
Lyklinum var snúið tvisvar, og marraði mjög
í ryðgaðri skránni, og bræðurnir þektu það
hljóð svo vel, að þeim fanst ekkert annað
hljóð geta líkst því; þegar þeir gengu inn um
dyrnar, Iagði myglublandaðan vínþef á móti
þeim. Konsúllinn lokaði hurðinni og sagði:
»Svona, nú verður veröldin að vera án okkar
svolitla stund.«
Innri vínkjallarinn leit út fyrir að vera mikið
eldri en húsið sjálft, hann var einna líkastur
gamalli klausturhvelfingu. Pað var svo lágt
undir Ioft, að sendiherraskrifarinn varð að lúta
svolítið, þessvegna gekk konsúllinn líka altaf
hálfboginn, þegar hann kom þangað niður.
í gömlu hillunum lágu allskonar flöskur,
þaktar ryki og köngurlóarvefum. Tvö hollensk
vínglös á fæti stóðu í gamalli gluggatóft, sem
búið var að múra fyrir að utan, og í einu
horninu stóð stóreflis víntunna. En framan við
tunnuna hafði verið sett tómt kvartil, og hjá
því gamall hægindastóll, baklaus — stælt hross-
hár stóð út úr setunni — og rugguhestur, sem
búið var að brjóta völtrurnar undan, var þar
einnig.
Reir settu Ijóskerin frá sjer á kvartilsbotninn,
og fóru úr frökkunum, og hengdu þá hvor
á sinn nagla.
»Jæja — hvert heldurðu að við ættum að
snúa okkur f dag?« sagði Kristján Friðrik, og
neri saman höndunúm.
»F*að væri ekki svo afleilt að fá portvín,«
sagði sendiherraskrifarinn, og rendi augunum
yfir hillurnar.
»Portvín er ágætt,« svaraði konsúllinn og
brá upp ljóskerinu — »en þarna Iengst inni í
skotinu eru eitthvað um 20 flöskur, sem við
höfum aldrei athugað, það væri gaman að vita
hvað í þeim er.«
»Ætli það sje ekki ribsberjalögur frá ömmu
gömlu,« sagði Ríkarður.
»Hvaða vitleysa! — heldurðu að faðir okkar
hafi farið að fela gamlan ribsberjalög inst inni
í kjallaraskoti.«
»Ætli hann hafi ekki haft eins miklar mætur
á því, sem gamalt var, eins og sumir aðrir,
sem jeg þekki,« mælti sendaherraskrifarinn.
»0 — 0 — þú ert nú altaf svo skrambi fynd-
inn,« tautaði konsúllinn, — »bara við gætum
náð í þessar flöskur.«
»Þú verður þá að skríða inn í skotið —
Kristján Friðrik, því jeg er svo digur,«
»Já, jeg verð líklega að gera það,« svaraði
bróðirinn og lagði frá sjer úrið og þungu
signetin, sem við það hjengu. Síðan skreið
hann varlega inn á milli hilluraðanna.
»Nú er jeg búinn að ná í eina,« hrópaði
hann fram til bróður síns.
»Taktu aðra til, fyrst þú ert kominn þarna
inn á annað borð.«
»Já — en nú verðurðu að toga í fæturna
á mjer.«
»Með ánægju* — svaraði sendiherraskrifar-
inn, »en viltu ekki fá þjer dálítinn gúlsopa af
Búrgundarvíni, meðan þú ert þarna.«
Petta hefir víst verið fyndið, því konsúllinn
hló — það var svo greinilegt, og innan um
hláturinn hrópaði hann: — »jeg er að kafna
— Rikki! dragðu mig út — bölvaður.«
Rikki var gælunafn frá bernskuárunum; en
fyndnin um Búrgundavínið var þannig til
komin.
Eitt sinn er konsúllinn var að skríða inn á
milli flöskuraðanna, til þess að leita að ein-
hverju sjaldgæfu, hafði hann rekið höfuðið svo
hart í flösku, sem lá í röðmni uppi yfir hon-
um, að stúturinn brotnaði af henni, og inni-
haldið úr heilli flösku af Búrgundarvíni rann
niður á háls á honum. Hvenær sem annarhvor
þeirra ympraði á þessu atviki, fóru þeir að
hlægja; og sendiherraskrifarinn var meira að
segja svo ósvífinn, að vera að tala utan að
þessu, þegar aðrir voru viðstaddir.
Hann gat t. d. sagt upp yfir alla við borð-
ið, þegar verið var að tala um rauðvin:
»Já — konsúllinn, bróðir minn, hefir alveg