Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Síða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Síða 30
24 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. þá ætla jeg ekki að vera að eyða ljósfærunum. Rú mundir geta komið auga á nokkra skrítna skartgripi hjerna í kringum mig, et þú kveiktir á eldspýtu, til að litast um, en jeg vildi ráð- leggja þjer að gera það ekki. Pað mundi borga sig betur að fleygja því skrani út um gluggann, heldur en að bera það niður stig- ana. Aðalhíbýlaprýðin, sem jeg vil vekja at- hygli þína á, er þetta.« Og hann leiddi mig að litlum ramraa úr trje, sem hjekk á veggn- um, rjett hjá glugganum. í rammanum virtist vera blað úr litlu mánaðarriti eða dagblaði, undir óhreinu gleri. »Parna,« sagði hann, »sjerðu blað úr Engisprettunni, kýmniblaði, sem stóð með blóma hjer í borginni fyrir svo sem sex árum. Jeg skrifaði mikið í þetta blað, eins og þig líklega rekur minni til.« »Ójá,« hrópaði jeg, »jeg gleymi líklega semt æfintýrinu um steðjann, sem kom í því blaði. Hversu oft hefi jeg ekki hlegið dátt að því, hvað þjer gat dottið í hug, og hversu oft hefi jeg ekki sagt vinum mínum frá því?« Barbel starði þegjandi á mig um stund og benti þvínæst á rammann. »A þessu blaði,« sagði hann, mjög alvarlegur, »er einmitt »æf>n- týrið um steðjann*. Jeg hengdi hana þarna, til þess að jeg gæti haft hana fyrir augunum, þegar jeg er við vinnu mína. Petta æfintýri gerði alveg út af við mig, það var það síðasta, sem birtist eftir mig í Engisprettunni. Jeg get ekki sagt frá því, hvernig á því stóð, að mjer datt þetta æfintýri í hug. Það var eitt af þess- um atvikum, sem engum manni ber að hönd- um nema einu sinni á æfinni. Æfintýrinu var hvarvetna tekið með óstjórnlegum fagnaðarlát- um, en eftir að þau voru liðin hjá, fjekk jeg aldrei annað en hnútur og hæðnishlátur fyrir alt, sem jeg reyndi að setja saman. Engisprett- an sparkaði mjer frá sjer, og hagur minn versnaði dag frá degi, uns jeg að lokum tók upp það starf, sem jeg hefi nú á hendi, en það er að brýna odd á nálar. Við það vinn jeg’ mjer fyrir brauði, kaffi og tóbaki, og .ein- stöku sinnum fyrir kartöflum og kjöti. Einn dag, er jeg var að keppast við verk mitt, kom betlari með Iírukassa inn í götuna og Ijek man- sönginn úr Troubadouren; og tónarnir þessir, sem voru mjer svo vel kunnir, brugðu upp fyrir mjer í sýn Iiðnum gleðidögum, þegar , viðurkendur rithöfundurinn gekk prúðbúinn á hverjum degi og var tíður gestur í sönghöll- unum, þegar hann mætti hvarvetna ástúð og vináttu, og ræddi um ítölsk sönglög við fjelaga sína, þegar framtíðarbraut hans öll virtist vera eitt skrautbúið leiksvið og lífið Ijómandi leikur, en enginn útbúnaður virtist vera til, til þess að láta nokkurt tjald falla fyrir þessa hugljúfu sjón. En meðan eyrað hlustaði á tónana, og sál mín sveimaði um gæfubraulir horfinna daga, var eins og allir hæfileikar mínir ykjust og margfölduðust. Án þess að jeg vissi nokkuð af, brýndi jeg svo hvassa, jafna og reglulega odda á nálarnar, að það hefði verið hægt að stinga þeim gegnum stig^jelasóla, eða saijma með þeim dýrmætustu kniplmga, án þess að nokkurt nálspor sæist. Pegar hljóðfærið þagn- aði, og jeg kom aftur til sjálfs mín, sá rykið og köngurlóarvefina, þá glápti jeg á nálarnar, sem jeg hafði verið að brýna og án þess að hika við eitt augnablik, fleygði jeg þeim út um gluggann, og sagði eigandanum, að jeg hefði gert þær ónýtar. Petta kostaði mig dálítið fje, en það bjargaði atvinnu minni.* Eftir stundarþögn batt Barbel enda á mál sitt með svofeldum orðum: »Jeg hefi nú ekki meira að segja þjer, ungi vinur, og jeg bið þig ekki annars en að líta á æfintýrið i ramm- anum, og svo á hverfisteininn, og fara síðan heim og hugsa um það, sem þú hefir nú sjeð og heyrt. Sjálfur á jeg eftir að brýna heilt gross af nálum fyrir sólsetur.* Eins og næiri má geta, Ijetti mjer ekki mikið í skapi við þetta. Jeg hafði mist sjónar af Barbel um nokkur ár, og jeg hafði haldið, að hann væri ennþá sami óskmögur hamingjunnar, sem hann var, er jeg sá hann síðast. Það var eins og mig hrylti við því, að rekast nú á hann í svona mikilli fátækt og vanhirðu, og að vita manninn, sem samdi »æfintýrið um steðj- ann« svo djúpt sokkinn, að verða að draga

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.