Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Page 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Page 32
26 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. leyfðum við okkur jafnvel að láta okkur dreyma um velgengni. Tíminn Ieið áfram; tveim árum seinna fædd- ist okkur lítill sonur. Rað er oft, held jeg, erfitt að skera úr því, hvort heldur hveiti- brauðsdagarnir eða fyrstu vikur frumgetins sonar eru sælustu og fegurstu stundir manns- æfinnar. Jeg fyrir mitt leyti get ekki sagt ann- að en það, að sama lyfting andans, sami hug- sjónaeldurinn, sama vitsmunaorkan, sem vakn- aði í brjósti mjer eftir brúðkaupið, kom nú yfir mig aftur. Og eins og í fyrra skiftið, varð þessi eldmóður til þess, að mjer var eins og blásið í brjóst efni í nýja sögu, og jeg settist tafarlaust við að semja hana. Drengurinn minn var nálægt því sex vikna gamall, þegar hand- ritið var fullgert; og kvöld eitt sátum við, hjónin, framan við heitan ofninn í dagstofunni okkar; gluggatjöldin höfðum við dregið niður og kveikt á lampanum, sem bar mikla birtu um alla stofuna, barnið svaf í herbergi innar af, en jeg var að lesa söguna fyrir konu mína. Þegar jeg hafði lokið lestrinum, stóð konan mín upp og fleygði sjer í faðm mjer: »Jeg hefi aldrei verið eins hrifin af þjer og núna,« sagði hún, og gleðin leiftraði í augum hennar. sRetta er ákaflega hrífandi saga. Jeg er alveg viss um, að hún er fyllilega eins góð og »Mágkonan mín, sem dó«.« Jafnskjótt og hún sagði þessi orð, var eins og kalt vatn rynni okkur báðum milli skinns og hörunds. Allur hiti hennar og hrifning, og allar fögru sælutilfinningarnar, sem höfðu vaknað í brjósti mjer við hrós hennar og viðurkenningu — alt þetta hvarf á svipstundu. Við hörfuðum afturábak og horfðum náföl hvort á annað. Hinn hræðilegi sannleikur hafði samtímis runnið upp fyrir okkur báðum. Þessi saga v a r eins góð og »Mágkonan mín, sem dó«! Við stóðum bæði þegjandi. Hin óvenjulegu áfdrif nálanna hans Barbels virtust vaka fyrir okkur báðum. Fyrir hug minn bar mynd af vonbrigðum og hruni, sem væri í aðsigi, og sem gæti svift á burt heimilissælu okkar, og hrundið um koll öllum okkar vonum um drenginn, þegar við vorum rjett að byrja á því, að leggja grundvöllinn undir framtíð hans. Konan mín kom til mín og greip um úlflið mjer, en hönd hennar var köld eins og ís. »Vertu hraustur og ótrauður,« sagði hún. »Rað bíður okkar mikil hætta, en þú verður að herða þig upp, til þess að geta staðist hana. Vertu hraustur og ótrauður.« Jeg tók þjett í hönd hennar, og við sögð- um ekki meira það kvöld. Daginn eítir tók jeg handritið, vafði það vandlega innan í sterkan umbúðapappír. Síðan fór jeg út í búð til nágranna míns, og keypti hjá honum lítinti pjáturkassa, sem hafði upp- haflega verið ætlaður undir sætt brauð, og lokið á honum fjell þjett að brúnunum. í þenna kassa Ijet jeg svo handritið, og fór síð- an með hann til blikksmiðs, og Ijet hann lóða lokið á með hörðu tini. Þegar heim kom, sótti jeg stóran peningaskáp úr skipi, sem einn af ættingjum mínum, er var skipstjóri, hafði átt. Skápurinn var mjög þungur og ramger, járn- bentur og Iæstur með tveimur sterklegum læs- ingum. Nú kallaði jeg á konu mína og sagði henni hvað væri í pjáturkassanum, setti hann síðan inn í skápinn, skelti hurðinni í lás, og sneri iyklinum tvisvar. »Pessum Iykli,« sagði jeg, um leið og jeg stakk honum í vasann, »ætla jeg að kasta í fljótið, þegar jeg geng þar framhjá seinna í dag.« Konan mín hvesti á mig augun. Hún var föl í kinnum og alvarleg á svip, en samt gat jeg lesið í augum hennar óljósan ánægjuglampa, sem bar vott um það, að kvíðinn væri að hverfa úr sál hennar. »Væri ekki ennþá tryggara,« sagði hún, »að binda skápinn aftur og innsigla hnútana?* »Nei,« sagði jeg. »Jeg held ekki að nokkur maður fari að grafa í leyni grundvöllinn undan hamingju okkar. Og auk þess, elskan mín,« bætti jeg við með mjög sannfærandi málrómi, »fær enginn að vita, nema þú og jeg, og sonur okkar, þegar hann kemur til vits og ára, að þetta handrit sje til. Regar jeg er allur, geta

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.