Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 09.12.2011, Qupperneq 12
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi. Volkswagen Passat árg. 2007, ekinn 62 þús. km. 1968cc, dísil, sjálfsk. Verð 3.250.000 kr. Toyota RAV4 árg. 2007, ekinn 63 þús. km. 2000cc, bensín, sjálfsk. Verð 3.290.000 kr. Mini One árg. 2006, ekinn 99 þús. km. 1364cc, dísil, beinsk. Verð nú 1.490.000 kr. Kia Sorento 4x4 Eigum úrval notaðra Kia Sorento sportjeppa, dísil eða bensín. Nánar á askja.is Verð frá 2.290.000 kr. Volkswagen Golf árg. 2007, ekinn 33 þús. km. 1600cc, bensín, sjálfsk. Verð 1.990.000 kr. Hyundai Sonata árg. 2008, ekinn 91 þús. km. 2000cc, bensín, sjálfsk. Verð nú 1.890.000 kr. Peugeot 307 árg. 2005, ekinn 72 þús. km. 1400cc, bensín, beinsk. Verð 1.290.000 kr. Toyota Avensis árg. 2006, ekinn 112 þús. km. 1794c, bensín, sjálfsk. Verð 1.890.000 kr. TILBOÐSBÍLL TILBOÐSBÍLL Verð áður 2.290.000 kr. Verð áður 1.790.000 kr. Frábær tilboð Borgartún 36 105 Reykjavík 588 9747 www.vdo.is Lay-Z-Spa heitir pottar. Aðeins örfá stykki til á gamla verðinu. 69.900 kr. Nazran motocross- og útivistarfatnaður á frábæru verði. 15X10 6X139,5 sex gata stálfelgur, passa undir flesta jeppa, á aðeins 9.990 kr. H ver landsmaður leigði fimm kvikmyndir á síðasta ári sem eru ríflega helmingi færri en var þegar best lét sem var árið 2001. Þá leigði hver ellefu myndir að meðaltali á ári. Gullald- arár myndbandaleiga eru því löngu liðin. Vídeóleigur keyptu færri diska og spólur í fyrra en árið 1993. Besta ár vídeóleig- anna var árið 2001 en þá keyptu þær yfir hundrað þúsund myndbönd til útleigu. Í fyrra voru tæplega fjörutíu þúsund diskar, 6.400 færri eintök en árið 2009, keyptir inn á leigurnar. „Þótt leigum hafi fækkað, hafa aðrar ekki slakað á kröfunum og bjóða nýjustu myndirnar,“ segir Stefán Unnarsson hjá Myndmarki. „Það eru margar ástæður fyrir því að fólk sækir ekki lengur mynd- bandaleigurnar. Þetta er alltaf spurning um tíma fólks. Fólk er meira inni á sam- skiptasíðum netsins og sumt stundar ólög- legt niðurhal. Svo er hægt að leigja myndir í gegnum vod-ið hjá Símanum og Voda- fone. Þá hefur verðmunur milli leigðra og keyptra mynda minnkað, svo fólk kaupir frekar myndir en áður.“ Tölulegar upplýsingar benda til þess að Stefán hafi lög að mæla því á síðasta ári seldust ríflega 750 þúsund eintök á vegum útgefenda og nam verðmæti seldra mynda frá þeim 827 milljónum króna á síðasta ári; alls 119 þúsundum færri en árið á undan. Árið 2001 seldust ekki nema rétt rúm 256 þúsund eintök. Snæbjörn Steingrímsson hjá Smáís, Samtökum myndrétthafa á Íslandi, segir að þrátt fyrir þetta hafi fólk ekki minnkað áhorf kvikmyndir. „Ég hugsa að fólk horfi meira á myndefni í dag en áður. En hvernig það neytir þess er allt annað mál,“ segir hann og vísar meðal annars til niðurhals af netinu. „Sú breyting hefur orðið frá árinu 2001 að sjónvarpsþættir og seríur eru nú gefnar út í miklum mæli á diskum. Þá kaupa for- eldrar oft barnaefni, því börn geta horft endalaust á sömu myndina og því hagstæð- ara að eiga hana en leigja.“ Hagstofa tók tölurnar saman. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Vítisengill vill opna húðflúrstofu Einar Ingi Marteinsson, betur þekktur sem Einar Búmm, hefur sótt um leyfi til að opna húðflúrstofu í Faxafeni. Einar Ingi er forsprakki íslensku deildar- innar hinna umdeildu Hells Angels-samtaka. Einar Ingi vill opna húðflúrstofuna í rúmlega tvö hundruð fermetra húsnæði á 1. hæð hússins í rými sem er í eigu Antík & listar ehf. Ekki er langt síðan Einar Ingi og mótorhjólafélagar hans voru teknir inn í Hells Angels við lítinn fögnuð íslenskra ráðamanna og lögregluyfirvalda sem telja samtökin vera glæpasamtök. -óhþ Vill skautasvell á Vallargerðisvöll Hjálmar Hjálmarsson, leikari og bæjarfulltrúi í Kópavogi, hefur óskað eftir því í bæjarráði Kópavogs að skoðaður verði möguleiki á því að setja skautasvell á Vallargerðisvöll og gerð kostnaðaráætlun við slíka framkvæmd. Vallargerðisvöllur var á sínum tíma helsti knattspyrnuvöllur bæjarins en hefur látið á sjá á undan- förnum árum. Hjálmar segir í samtali við Fréttatímann að það skorti skautasvell í Kópavogi og þetta líti út fyrir að vera ódýrt og einfalt í framkvæmd. „Þetta var gert í gamla dag með garðslöngu og ætti að vera hægt í dag,“ segir Hjálmar. -óhþ Ísland verður spilltara og spilltara Ísland er komið alla leið niður í þrettánda sæti á lista Transparency International yfir minnst spilltustu þjóðir heims. Samkvæmt árlegum lista samtakanna, sem berjast gegn spill- ingu, er Nýja Sjáland minnst spillta þjóð heims. Ísland var í efsta sæti listans árið 2005 en á tveimur árum var landið komið niður í sjötta sæti. Síðan hefur leiðin legið niður á við og var Ísland til að mynda í ellefta sæti í fyrra. Ísland er neðst Norðurlandaþjóðanna; Danmörk, Finnland og Svíþjóð voru í öðru til fjórða sæti og Norðmenn í því sjötta. Mesta spillingin samkvæmt listanum mun vera í Sómalíu og Norður-Kóreu. -óhþ  Myndbandaleigur gullaldarárin voru í kringuM aldaMót Hver leigir fimm kvikmyndir á ári á vídeóleigum landsins Hvað viltu sjá? Valið á vídeóleigum getur reynst vandasamt. Mynd/Hari Niðurhal af netinu, sam- skiptasíður og vod-ið hafa þrengt að vídeóleigum landsins. Þeim fækkar sem leigja en fólk horfir þó oftar á kvikmyndir en áður að sögn sérfræðinga. 12 fréttir Helgin 9.-11. desember 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.