Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 57

Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 57
M ikilvægi blóðs er óumdeilt. Meðan við drögum andann rennur það í stöðugri hringrás um líkamann, hringrás sem knúin er áfram af hjartanu, fullkomnustu dælu sem til er og lífverkfræðilegu undri. Blóðið sækir meðal annars súrefni í lungun og kemur því til allra vefja líkamans og skilar til baka koltví- sýringi til lungnanna. Blóðið er upprunnið frá blóðmyndandi stofn- frumum í beinmerg. Þessar frumur sérhæfast og sjá líkamanum fyrir stöðugu magni af þeim frumum sem blóðið samanstendur af. Við slys eða sjúkdóma getur líkaminn orðið fyrir skorti á blóðfrumum og þá þarf að grípa inn í með því að gefa sjúklingum blóðhluta. Slíkir blóðhlutar eru f ramleiddir úr blóði fengnu frá blóðgjöfum, hetjum sem mæta í Blóðbankann hvernig sem viðrar og hvernig sem heims- ástandið er. Blóðbankinn var stofnaður árið 1953 og hefur það meginmarkmið að fullnægja þörfum heilbrigðiskerfisins af blóðhlutum. Blóðbank- inn leggur einnig áherslu á öflugt grunnvísindastarf á sviði stofnfrumulíffræði, vefjaverkfræði og blóð- bankafræði og þróun meðferðarúrræða á sviði frumumeðferða. Árið 1998 markaði Blóðbankinn sér þá stefnu að verða vottað- ur samkvæmt ISO9001 gæðastjórnunarstaðli, árið 2000. Á þeim tíma voru gæðamál lítið rædd innan heilbrigðiskerfisins og sú stefna sem Blóðbank- inn markaði sér hlaut þar lít- inn hljómgrunn. Blóðbankinn náði markmiðum sínum og er enn í dag, ellefu árum seinna, eina gæðavottaða læknisfræðilega starfs- einingin innan Landspítalans. Gæðavottun verður ekki til að sjálfu sér heldur útheimtir mikla elju og fórnfýsi af hálfu starfsfólks sem oft er þegar störfum hlaðið. Hins vegar skilar gæðastarf sé margfalt til baka fyrir starfsemina, meðal annars í auknu öryggi fyrir sjúklinga, hagkvæmari rekstri og þróun á nýjum og spennandi meðferðarúrræðum. Í ár fagnar Blóðbankinn 11 ára afmæli gæðavottunar sinnar. Á þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar, efnahagskerfi þjóðarinnar hefur risið í hæstu hæðir og hrunið niður í dýpstu dali. Á slíkum tímum hefur gildi þess að vera með vottað gæðakerfi margsannað sig og gert Blóðbankanum kleift að takast á við ný og spennandi verkefni eins og uppsetning á háskammtalyfjameðferð með stofnfrumu- stuðningi í samvinnu við blóðlækningadeild Landspítalans á innan við sex mánuðum og að flytja starfsemi Blóðbankans í húsnæði við Snorrabraut án þess að þurfa að stoppa grunn- starfsemi sína í eina mínútu. Slíkt hefði verið örðugleikum bundið ef ekki hefði verið virkt gæðkerfi í Blóðbankanum. Eftir tvö ár mun Blóðbankinn fagna 60 ára afmæli sínu og það er von okkar að þá verði Blóðbankinn ekki lengur eina gæðavottaða læknisfræðilega starfseiningin á Landspítal- anum. Höfundur er með doktorsgráðu í stofnfrumulíffræði og ónæmisfræði, forstöðumaður stofn- frumuvinnslu og grunnransókna í Blóðbankanum og lektor við heilbrigðisverkfræðisvið, tækni og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Dr. Ólafur E. Sigurjónsson lektor við HR viðhorf 53Helgin 9.-11. desember 2011 SETTU ÍSLENSKA GÆÐAVÖRU Í JÓLAPAKKANN Jólagjafaöskjurnar frá Bláa Lóninu innihalda íslenskar gæðavörur sem eru vandlega valdar saman til að skapa fullkomna upplifun. Laugavegur 15 Bláa Lónið Hreyfing & Blue Lagoon Sp a blue lag oon .co m/ ve fve rsl un JÓLATILBOÐ 4.500 kr. (verð áður 6.500 kr.) A N TO N & B E R G U R Á forsíðu Fréttatímans og í grein í blaðinu 2.-4. desember síðastliðinn er fjallað um vandamál kvenna sem eru á biðlista vegna aðgerða á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Meginhluti umfjöllunar er um að bið hafi lengst eftir aðgerðum á kvenlækninga- deild fyrir konur sem þurfa meðferðar við vegna kvensjúkdómavandamála, aðallega vegna sigs á grindarholslífærum, þvagleka og vanda tengdum því. Grindarbotnssig og þvagleki kvenna hefur verið dulið vandamál og vanmetið, bæði hvað snertir greiningu og einnig meðferð, með eða án aðgerða. Hér er því ekki um nýtt vandamál að ræða. Tölulegar upplýsingar um biðlista eru birtar á heimasíðu Land- læknisembættisins (http://landlaeknir.is/Pages/915). Landlæknis- embættið uppfærir upplýsingar á fjögurra mánaða fresti og þar ná staðfestar tölur fram í júní 2011, en tölur frá nóvember 2011 eru bráðabirgðatölur. Séu tölurnar skoðaðar nánar kemur í ljós að þessar tölur endurspegla ástandið í biðlistamálum Sankti Jósefsspítala eins og það var þegar hluta hans var lokað s.l. vetur. Eins og fram kemur í orðum for- stjóra LSH var ekki áætlað nægilegt fé til að hægt væri að halda óbreyttri starfsemi á Sankti Jósefs- spítala. Kvenlækningadeild LSH hefur tekið á sig stóran hluta af sparnaðaraðgerðum spítal- ans, meðal annars með því að loka legudeild fyrir langvinna og bráða kvensjúkdóma um helgar. Á kvenlækningadeild er veitt fjölþætt þjón- usta við grindarbotnsvandamálum kvenna í nánu samstarfi við vel útbúna þvagfæra- rannsóknadeild spítalans. Þar starfar sér- þjálfað starfsfólk á breiðum faglegum grunni og hluti af því teymi er sérmenntað starfsfólk sem kom frá Sankti Jósefsspítala. Á þessum grunni verður byggt áfram til að tryggja sem bestan árangur. Síðan í vor hafa læknar kvenlækningadeildar, í sam- vinnu við starfsfólk þvagfærarannsókna- deildarinnar, unnið við að fara yfir biðlista frá Sankti Jósepsspítala. Í mörgum tilvikum, sérstaklega þegar ekki hefur verið um brátt ástand að ræða, hefur verið unnt að bjóða upp á önnur úrræði meðan beðið er eftir aðgerð og í einstaka tilvikum hefur verið hægt að komast hjá aðgerð. Þetta breytir þó ekki því að nauðsynlegt er að standa vörð um þessa þjónustu þannig að biðtími eftir aðgerð verði ásættanlegur. Á síðastliðnum vikum hefur verið í gangi sérstakt átak þar sem aðgerðir við grindarbotnsvandamálum kvenna voru settar í forgang. Ár- angur af því verður metinn um áramót og þá mun koma betur í ljós hvernig biðlistamálum verður háttað. Á undanförnum árum hefur aðferðafræði í skurðlækningum í kven- sjúkdómum þróast og breyst. Læknar kvenlækningadeildar Landspítala hafa með reglulegri endurmenntun tileinkað sér það nýjasta og besta í þeirri þróun. Sem dæmi má nefna að yfir 60 prósent af legnámsaðgerðum á kvennadeild eru gerðar með kviðsjáraðgerðartækni eða um leggöng eingöngu, en það er eins og best gerist á stórum sjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Á deildinni starfa nú þrír sérfræðingar sem hafa góða menntun og áralanga þjálfun í meðferð grindarbotnsvandamála kvenna, þar af einn sem kom frá Sankti Jósefsspítala. Markmið Landspítalans er að veita sem besta þjónustu byggða á gagnreyndum lækninga- aðferðum. Gæði þjónustunnar verða ekki metin með því að telja eingöngu fjölda aðgerða, þó að það geti verið einn mælikvarði á afköst. Til að veita góða þjónustu þarf fé, sem í dag er af skornum skammti. Ef tryggja á gæði og besta nýtingu fjármuna almennings er betra að færa fagþekkinguna saman þar sem aðstæður gefa kost á breiðari úrræðum sem haldast í hendur við framþróun. Í lok greinar Fréttatímans er varpað fram spurningu um hvort „fagleg þekking haldist og þjónusta verði áfram góð?“ Vonandi nægja þessar upplýsingar til að svara lesendum blaðsins. Jens A. Guðmundsson, dósent/yfirlæknir kvenlækninga Kvenna- og barnasviði LSH Reykjavík Kristín Jónsdóttir, sérfræðingur/aðstoðaryfirlæknir skurðstofum Kvenna- og barnasviði LSH Reykjavík Heilbrigðismál Um biðlista eftir aðgerðum á kvenlækn- ingadeild Landspítala Heilbrigðismál Blóðbankinn – gæðavottaður í 11 ár E ftir fall krónunnar 2008 mæld-ist mikill stuðningur við Evr-ópusambandsaðild Íslands. Stór hluti fylgisins byggðist á lítt ígrunduðum hugmyndum um að við gætum kastað krónunni og tekið upp evruna og með því værum við laus við verðtryggingu, háa vexti og óstöðug- leika í eitt skipti fyrir öll. Þessi skoðun heyrist enn, og vissulega er sannleiks- korn í henni og að auki ástríðufullur neisti – með því að losa okkur við krónuna myndi hagstjórn landsins að stórum hluta færast úr höndum fyrr- verandi pólitíkusa í Seðlabankanum og yfir til stofnana með meiri þekk- ingu á efnahagsmálum og skýrari langtímamarkmið. Það er eitthvað sem við getum vissulega stefnt að. En afnám krónunnar er ekki nema lítill angi í þeirri vegferð að ganga í Evrópusambandið. Það myndi ekki einu sinni vera á dagskrá til að byrja með enda er mynt- bandalagið býsna róttækt samstarf sem við vitum ekki hvernig mun þróast næstu árin. Ég held að við ættum frekar að líta til grundvallarmarkmiða Evrópusambandsins og sjá hvar við Íslendingar stöndum varðandi gildin sem þar eru boðuð. Það má segja að tilgangur ESB sé tvíþættur. Að tryggja frið í Evrópu og að tryggja efnahagslegt samræmi og stöðugleika. Fyrra markmiðið hefur náðst. Það hefur ríkt friður milli Evr- ópusambandsríkja og ýmis deilumál verið leyst á vettvangi Evrópusam- bandsins sem að öðrum kosti hefðu Hagstjórn Ekki skyndilausn getað kostað milliríkja- deilur. Þetta þýðir samt ekki að markmiðið hafi náðst í eitt skipti fyrir öll, því fer fjarri, enda er varðveisla friðar sífelld áskorun allra aðildar- ríkja. Það markmið að tryggja efnahagslegt samræmi og stöðug- leika er einnig verkefni sem er í stöðugri þróun. Í upphafi lét ESB sér nægja að koma á svoköll- uðum innri markaði, og tók það ára- tugi, og oft var á brattann að sækja enda þurftu aðildarþjóðir að fórna eigin löggjöf fyrir samræmingar-til- skipanir. Það regluverk sem þurfti að fjúka setti efnahag sumra þess- ara ríkja tímabundið úr skorðum. Þrátt fyrir þessar tímabundnu fórnir er efnahagslegur ávinning- ur innri markaðarins staðreynd að eins miklu leyti og hin huglæga hagfræði getur mælt það. Leiðin var löng, undanþágurnar og málamiðl- anirnar margar, en innri markaður Evrópusambandsins er staðreynd sem jafnvel við Íslendingar erum löngu orðnir háðir með aðild okkar að EES. Það er allavega ekki hægt að mótmæla þeirri staðreynd að afnám innri markaðar ESB myndi valda efnahagslegum óstöðugleika í Evrópu um ófyrirséða framtíð, og hér er ég að stíga býsna varlega til jarðar. Valkostir Íslendinga hvað varðar gjaldeyrismál eru margskonar ef við göngum í Evrópusambandið. Við getum hinsvegar ekki viðhald- ið gjaldeyrishöftum og einangrað landið eins og nú er gert. Með tíð og tíma - og ég leyfi mér að gera lang- tímaspár því ég er ungur maður - tel ég hins vegar nokkuð víst að þrátt fyrir skakkaföll undanfarinna ára muni alþjóðleg viðskipti og efna- hagsleg samvinna halda áfram að aukast. Samstarf á borð við mynt- bandalag Evrópu, sem felur í sér nokkurskonar samtryggingu fyrir stórt hagkerfi, er framtíðin og Ís- lendingar munu ekki halda krón- unni sinni. Að því leyti segi ég að ef við göngum ekki í Evrópusamband- ið þá verður hrun krónunnar 2008 því miður ekki það síðasta sem við upplifum. Ég þoli ekki skyndilausnir. Ég vil að við hugsum langt fram í tím- ann. Þeir sem vilja ganga í Evrópu- sambandið nú til að bæta fyrir það sem gerðist á Íslandi 2002-2008 eru á villigötum. Það sem gerðist er búið og gert. Nú þurfum við að leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Núna er tíminn til þess en ekki eftir tíu eða tuttugu ár. Grundvallarmark- mið Evrópusambandsins eru í sam- ræmi við þá framtíð sem við ósk- um okkur enda lúta þau að friði og efnahagslegum stöðugleika. Þetta eru ekki æsispennandi markmið og þess vegna eru þau góð. Bergur Ebbi Benediktsson lögfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.