Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Side 60

Fréttatíminn - 09.12.2011, Side 60
Jólatré í stofu er góður siður, hvort heldur er tré úr náttúrunni eða gervitré. Marglit jólaljósin gleðja og lýsa upp dimm­ ustu daga ársins, auk þess sem tréð gegnir hlutverki pakka­ geymslu þegar kemur að kvöldi aðfangadags. Frá æskudög­ um minnast menn pakkanna undir trénu og spenningsins að vita hvað í þeim leyndist. Gjarnan var kíkt á miða stærstu pakkanna. Harðir voru eftirsóknarverðari en mjúkir. Ekkert hefur breyst í þessum efnum. Æska dagsins í dag er jafn spennt og áður. Jólatréð og pakkarnir hafa sama aðdráttaraflið. Það er hins vegar misjafnt hvað menn leggja mikið á sig til að ná í jólatré. Þegar börn okkar hjóna voru ung vorum við með „alvörujólatré“, eins og þau voru kölluð. Freist­ andi var að kaupa blágreni eða þin sem voru barr­ heldnari en hefðbundið rauðgreni. Oftar en ekki var niðu­ staðan samt rauð­ greni enda var það ódýr­ ara. Þétt þurfti að halda um budd­ una. Það þýddi að vökva þurfti tréð reglu­ lega og taka því af æðruleysi þótt tær yrðu fyrir barrnálum þegar tiplað var eftir stofugólf­ inu í skammdegisrökkrinu. Það var svo hlutverk kústs og ryksugu að sjá um rest þegar herlegheitin voru tekin niður á þrett­ ándanum. Um þetta leyti kom að vísu fram spekingur, sennilega á vegum rauðgrenisala, sem sagði það óbrigðult ráð að sjóða stofn grenitrjánna. Þá opnuðust vatnsæðar og nálarnar héldu sig á sínum stað. Þessu fylgdi ógurlegt bras. Vatn var soðið í stórum potti, gjarnan við hliðina á hangikjötinu. Jólalyktin var því fullkomnuð þegar saman blandaðist hangikjötsilmurinn og lykt af soðnu grenitré. Eldhúsið fylltist auðvitað af greninálum við þessar aðfarir, suðumaður var í stórhættu og börnum þurfti að halda fjarri – en leiðbeiningum rauðgrenisalans varð að fylgja. Ljósmyndir eru ekki til af heimilisföður í Kópavogi við grenisuðu á Þor­ láksmessu, kannski sem betur fer, en minningin lifir – eins og segir í minningargreinunum. Þegar börnin stækkuðu slökuðum við á og keyptum gervi­ jólatré. Greninálarnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Tréð fór bara ofan í sinn pappakassa í janúar og beið þar fram í desember þegar aftur komu jól. Það voru góð kaup. Grenisuð­ an heyrði sögunni til. Pakkarnir undu sér prýðilega undir grænum plastgreinum. Freistandi var auðvitað að pakka trénu með seríunum og skrautinu og stinga svo einfaldlega í sam­ band að ári – en við gengum aldrei svo langt. Það eru takmörk fyrir öllu, líka jólaleti. En nú eru komin barnabörn og þótt þau geri ekki beinar kröfur um afturhvarf til náttúrunnar hentum við gamla gervi­ trénu sem þjónað hafði möglunarlaust öll þessi ár og færðum okkur aftur í „alvörujólatrén“, grenitré sem við sækjum meira að segja sjálf upp í sveit. Við höfum þó ekki endurvakið greni­ suðuna, sem betur fer, enda sá ég ekki að hún skilaði neinu. Barrið var út um allt þrátt fyrir hana. Um síðustu helgi var einmitt komið að því að sækja tré fyrir okkur og fleiri. Við tókum elstu barnabörnin með, þau sem þrek höfðu til að vaða snjóinn í klof í tíu stiga gaddi. Amma og afi lofuðu sem sagt jólatrjám, kakói og piparkökum í sveitinni. Vopnuð sög og með kerru aftan í bílnum héldum við af stað. Veðrið var fallegt á leiðinni og á áfangastað, hvítt yfir öllu og snjór sveigði greinar trjánna. Frostið beit í kinn en allir voru vel búnir. Það kostaði talsverða fyrirhöfn að finna rétt tré. Þau máttu ekki vera of lítil og ekki og stór. Lofthæð í stofum setur mörk auk þess sem varla er gáfulegt að hafa tréð svo hátt að stiga þurfi til skreytinganna. Allt hafðist þetta þó. Við völdum þrjú tré, fleiri komust ekki fyrir á heimiliskerrunni – og þó. Börnin komu nefnilega auga á tré, ef tré skyldi kalla, á milli voldugra grenitrjáa. Þetta var sannkallaður stertur, hafði greinilega hvorki fengið birtu né pláss til að vaxa. Stofninn var grannur og greinar aðeins til tveggja hliða. Aðrar voru bersköllóttar. Þetta var fremur herðatré en jólatré. „Megum við eiga þetta tré, afi?,“ sögðu þau einum kór, bara við og hafa það hjá okkur. Afinn leit á stertinn ótótlega og aftur á börnin sem áttu sér ekki heitari ósk á þessu augnabliki en eignast þennan arma bút. Þar með sagaði afinn trén þrjú og trjánefnuna að auki. Allt var sett á kerruna með dyggri aðstoð barnanna sem fengu í staðinn að sitja í henni stuttan spöl gegn því loforði að segja hvorki mömmu né pabba frá sem leggja eðlilega á það ríka áherslu að börnin séu spennt í aftur­ sæti bíla í þar til gerðum öryggisstólum. Á meðan á salíbununni stóð héldu þau um stertinn sinn en skeyttu minna um heimilisjólatrén sem valin höfðu verið af kostgæfni vegna fegurðar og beins vaxtar. Sama gilti á heim­ leiðinni, stóru trén voru á kerrunni, það var nógu gott fyrir þau, en herðatréð fékk viðhafnarmeðferð og var komið fyrir í farangursgeymslu bílsins svo ekki væsti um það. Skreyting þess og staðsetning var skipulögð í þaula og amma lofaði að splæsa seríu á garminn. Þetta var einkatré barnanna og fag­ urt í þeirra augum. Breytti þar öngvu álit afa á ræflinum sem vaxið hafði þar sem ekki var pláss fyrir hann. Sínum augum lítur hver silfrið. Þrjú tré og stertur Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL J Te ik ni ng /H ar i VÖRUR SEM VIRKA Í FALLEGRI GJAFAÖSKU Á FRÁBÆRU VERÐI Jólagjafaöskjurnar frá Bláa Lóninu innihalda íslenskar gæðavörur sem eru vandlega valdar saman til að skapa fullkomna upplifun. Laugavegur 15 Bláa Lónið Hreyfing & Blue Lagoon Sp a blue lag oon .co m/ ve fve rsl un JÓLATILBOÐ 4.900 kr. (verð áður 7.000 kr.) A N TO N & B E R G U R Gjöfina færðu hjá okkur! Fj ar ða rp ós tu rin n 08 12 – © H ön nu na rh ús ið e hf . Eitt landsins mesta úrval af úrum og skartgripum Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is 56 viðhorf Helgin 9.-11. desember 2011
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.