Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 09.12.2011, Blaðsíða 62
58 bækur Helgin 9.-11. desember 2011  Bókadómar BarnaBækur Stelpur A-Ö eftir Krist- ínu Tómasdóttur situr á toppi barna- og unglinga- bókahluta stóra met- sölulista bókaútgefanda. Stefnir í sömu vinsældir og Stelpur! sem Kristín og systir hennar Þóra sendu frá sér í fyrra. Vinsælar stelpur  dagbók ólafíu arndísar. Kristjana Friðbjörnsdóttir, JPV, 136 s. Dalvíkurdag- bókin Áfram heldur sögu Ólafíu Arndísar sem skrifaði kenn- ara sínum bréf í Flateyjar- bréfunum. Nú er daman flutt á Dalvík sem er henni þvert um geð og skrifar dagbók um dvölina þar, hverjum hún kynnist og hvað drífur á dagana. Þetta er skemmtilestur, sögukonan er dekruð og djörf, feimin og frek, málfarið sannverðugt, skilningsleysið og hnýsnin vega salt í ungum huga. Aukapersónur fjölmargar og fjör í þorpinu, jafnvel fyrir ókunnuga því Garðabærinn lokkar enn og laðar. Fínt lesefni fyrir stráka og stelpur frá 7 til 12.  Carpe diem Eyrún Ýr Tryggvadóttir og Krist- jana María Kristjánsdóttir Salka, 128 s. Gríptu tæki- færin ... Saga fyrir unglinga í kilju. Höfundarnir einbeita sér að því lýsa högum stúlku sem flytur á milli skóla og kemur frá heimili í vanda. Hún kynnist strák sem verður vinur hennar. Umhverfið er dregið umbúðalaust, er trúverðugt. Vel er haldið um persónur og högum þeirra komið vel til skila. Saga sem á klárt erindi til unglinga. Hér er SMS-menningin loksins komin inn í sögur af unglingum, samkeppnin um hylli og útlit, vinsældir og stöðu á raunsæan og svolítið hrjúfan máta án þess að verða tilgerðarleg. Gott stöff og höfundarnir falla ekki í freistni að sprauta glassúr yfir allt.  Flugan sem stöðvaði stríð Bryndís Björgvinsdóttir Vaka Helgafell, 108 s. Flugur frelsa heiminn Verðlaunabók sjóðs Ár- manns Kr. frá í haust eftir hina knáu Bryndísi Björg- vinsdóttur. Skemmtileg og hugmyndarík saga með óvenjulegu sjónarhorni sem skoðar átök nær og fjær með augum vinahóps fluga sem flýja heimili með flugnabana úr sjónvarps- markaði. Sagan er skrifuð í skemmtilegum stíl en nokk- uð samsettum setningum sem reyna á unga lesendur. Hér er vikið að hinni með- fæddu grimmd mannanna og smákvikindin notuð til að leiða mannkynið. Að því leiti vísar sagan í dýrasögur, hefð sem átti sér styrkari höfunda fyrr á tíð. Vonandi heldur höfundurinn áfram á sömu braut en miðar verk sitt þá nákvæmar við leshæfni þeirra sem hún vill tala við.  Bókadómur málVerkið eFtir ólaF Jóhann ólaFsson n ý skáldsaga eftir Ólaf Jóhann barst hingað á Fréttatímann í tveimur kynningareintökum, á ensku undir nafninu Restoration, og ís- lensku sem Málverkið. Sagan er ekki löng, ríflega 300 síður, en þar er pakkað saman miklum örlögum fólks sem er statt á Ítalíu þegar herir bandamanna sækja upp skagann og fasistar hörfa. Bakgrunn- ur þessa fólks sem telur íslenska konu, þrjá Englendinga, nokkra heimamenn, skæruliða, þýska hermenn og bandaríska er margbrotin því skáldið er forvitið um persónur sínar og erindi þeirra. Ólafur er ekki maður mikilla orða, hann er sparsamur, heldur sig við fág- aðan stíl, málar í nokkrum orðum sviðið, aðstæður í húsum, görðum, götum, bætir á veðurlýsingu sem er oft boðun um hvað er í vændum, glæðir myndina hljóði, andrúmi áður en hann tekur til við að teikna upp persónur og leikendur. Hann er orðinn býsna flinkur í sínum hóf- sama og þægilega stíl en er undir niðri lævís sögumaður sem grípur lesandann að óvörum og leiðir hann áfram. Fléttan hans er sveigð úr mörgum þráðum , sumum gildum – öðrum fínum. Jafnvel í aukapersónum nær hann glæsilegum boga, byggðum af litlum myndum sem sáldrast um verkið. Það ægir hér ýmsu saman; ástarsög- um, tveir þríhyrningar stika sögusviðið, hjónabönd sem farast fyrir sviksemi, ár- áttukennd hefndarþrá, áráttukennd lista- verkasöfnun og sala sem kallar á fantavel útfærða lýsingu á málverkafölsun, verkið er þannig ítarlegt í úthugsuðum smáat- riðum sem eru grunnur af miklu ítarlegri siðferðilegum flákum í byggingunni. Og umhverfis allt er dægileg og sönn upplifun af Toscana, stúderuð lýsing á uppbyggingu stórbýlanna þar á þriðja og fjórða áratugnum sem var dæmd en náði sér á strik í vínframleiðslu og ferðaþjón- ustu fyrir rétt þremur áratugum. Ólafur hefur tekið sér langan tíma til að vinna þetta verk. Það mun falla stórum hóp aðdáenda hans hér á landi vel í geð, hann er flinkur að spinna þráð sem er fag- urfræðilega fullnægjandi, hlaðinn spennu og rómans og slíkt efni kallar á lesendur, vonandi bæði hér heima og í engilsax- neskri útgáfu. Enski textinn hans er ekki þýðing heldur skrifaður samtímis og gaman er að leggja þá hlið við hlið og sjá hversu vel sýn skáldsins samsvarar sér. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Nokkrir dagar í lífi Toskanabænda Loks er komin útgáfa fyrir almenning á Ís- lenskum fuglum sem Benedikt Gröndal vann á síðustu árum sínum í fallegri útgáfu Crymogeu – með vönduðum eftirmála Kristins Skarp- héðinssonar. Seint ætla Íslendingar að læra að meta Gröndal, heildarsafn hans hefur enn ekki verið unnið sómasamlega, aðeins helstu ritin. Hann var frumkvöðull í flestu sem hann tók sér fyrir hendur og að baki var mótsagna- kenndur og snjall persónuleiki; fjölfrótt skáld og merkilegur andi. Því miður eru skreytingar verksins unnar seint á ævi hans, frumstæðar í anatómíu en nærri lagi víða í litum. Hann er enginn Audubon, margt er líka breytt í fugla- flórunni, en bókin er falleg og vandlega unnin og bætir enn í skarðið sem verk Gröndals eru í nýjum útgáfum. -pbb Fuglalíf Gröndals Tímaritið Spássía heldur áfram göngu sinni í ritstjórn Auðar Aðalsteinsdóttur og Ástu Gísladóttur. Heftið er að þessu sinni stútfullt af spennandi gagnrýni um tuttugu og þrjár bækur síðustu vikna. Þar er einnig viðtal við Vigdísi Gríms- dóttur, grein um sögur Richard Adams, Gímaldin og Eiríkur Örn Norðdahl stíga fram, skrifað er um leshópa og talsetn- ingu auk þess sem fjallað er um nýjar, og sumar liðnar, leiksýningar. Spassían kemur sem ferskur blær inn í umræðu um íslenskar bókmenntir, á prenti og ýmsum afleiddum formum. Tímaritið fæst í öllum skárri bókaverslunum en vefur útgáfunnar er spassian.is. -pbb Nýtt blað Spássíu  málverkið Ólafur Jóhann Ólafsson Vaka Helgafell, 328 s. 2011. Málverkið er margbrotið skáldverk þar sem pakkað er saman miklum örlögum. Ólafur Jóhann Ólafsson „Málverkið er ítarlegt í úthugsuðum smáatriðum sem eru grunnur af miklu ítarlegri siðferði- legum flákum í byggingunni. Jafnvel í aukapersón- um nær hann glæsilegum boga, byggð- um af litlum myndum sem sáldrast um verkið.  Íslenskir fuglar Benedikt Gröndal 256 blaðsíður, Crymogea. 2011. ÍSLENSKT KJÖT www.noatun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.