Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.12.2011, Page 66

Fréttatíminn - 09.12.2011, Page 66
62 barnabækur Helgin 9.-11. desember 2011  Rökkurhæðir – Rústirnar Birgitta Elín Hassel, 122 síður, Bókabeitan, 2011. Ný útgáfa hryllingsagna Tvær konur stofna útgáfu með það takmark að koma fram með spennusögur fyrir unglinga. Ritröðin er í takt við tímann; unglingar og fjölskyldur þeirra í forgrunni í ímyndaðri borg sem ber svip af Reykjavík en í jaðri hennar eru yfirgefin blokkarhverfi. Fyrsta bókin í röðinni er nútímasnúningur á sögn- inni um Rumpelstiltkin/ Gilitrutt. Snoturlega samin og spennandi saga með nokkra lausa enda sem gera má skil síðar. Letur og línulengd gera sögurnar aðgengilegar. Þetta er gott framtak en minnir um margt á Gæsahúðarröðina sem er vinsæl og mikið lesin.  Rökkurhæðir – Óttulundur Marta Hlín Magnadóttir, 110 síður, Bókabeitan, 2011. Í gömlu húsi... Önnur bók í Rökkurhæða- röðinni er með miklu flóknari þræði þótt þemað um látna systkinið sé margnotað og þvælt en í sjálfu sér einfalt. Óttulundur er draugasaga en þráðurinn er þvælings- legur og spennan dettur fyrir bragðið niður. Miðið er ekki rétt og leyndar- dómurinn er alltof lengi að skýrast. Hér er það eldra hús sem geymir ógnina en áður en sagan er öll liggja fórnarlömb í valnum. Betur má ef duga skal.  Rikka og töfra- hringurinn í Japan Hendrikka Waage og Inga María Brynjarsdóttir, Salka. Rikka á flandri í Japan Hugmyndin um mynda- bækur fyrir krakka sem kynna nokkra fasta siði land frá landi er gömul en getur virkað ef til hliðar við heimsókn í hvert land er einhver annar þráður. Rikka er sviplaus krakki og töfrahringur sem blánar og gulnar á víxl er ekki nóg, jafnvel þótt vel séu raktir siðir í Japan. Upp- lýsingar um geisjur þar eystra eru ónógar og ekki prenthæfar í sögu fyrir börn. Textastærð er fyrir aldurinn 9-10, en heldur er ferðasaga Rikku rýr og viðburðalítil. Miklu rými er eytt í myndir sem eru fullar af fólki en snauðar að eftir- tektarverðum atvikum í bak og hliðum. Grunnfærið verk og lítið hugsað. Hendrikka verður að gera betur í þessum anga athafnasemi sinnar.  Eldum saman – ís- lensk matreiðslu- bók handa krökk- um Guðmundur Finnbogason, 96 síður, Ugla 2011. Matreiðslubók fyrir krakka Eftir sigurgöngu Disney- veldisins í kokkabókum krakka er ekki nema eðlilegt að önnur forlög fylgi á eftir: Guðmundur Finnbogason heimiliskenn- ari hefur sett saman bók með einföldum og skýrum uppskriftum fyrir krakka. Umbrotið er ljóst og litríkt, ekkert verið að búa til flókna rétti og margt matarsiða er útskýrt á einföldu máli og með stóru letri. Fyrirmyndarprent- gripur þó hann láti ekki mikið yfir sér. Bók sem gefa má ungum og eldri krökkum og þau hafa góð not af.  Auður og gamla tréð Eva Rún Þorgeirsdóttir & Stella Sigurgeirsdóttir, 36 síður, Salka 2011. Auður og gamla tréð Gamla tréð er hlynur þó teiknaranum hafi yfirsést rétt trjáblaðagerð og eftir tal litlu stúlkunnar, sem er upphaf sögunnar og endir, lærir lesandi á nokkrum opnum algengar jógaæfingar. Sem er tilgangur höfunda; kenna krökkum jóga. Sem er gott og blessað og mætti ástunda á öllum leik- skólum. Texti bókarinnar er fyrir vel læsa; setningar langar og samsettar og ofviða stautandi krökkum. Sagan er því fyrir fullorðna lesendur og þó mórallinn sé góður er sagan sviplítil og stendur ekki ein. Jafn- vel þótt myndskreytt sé. Útgefandi hefði mátt gera meiri kröfur til höfunda fyrst þær gerðu ekki betur.  Náttúrugripasafnið Sigrún Eldjárn, 204 síður, Mál og menning. Sigrún bjart- sýna og sögur hennar Bröste-hafi ársins er að vanda með skemmtisögu fyrir krakka í þessu fallega broti því sem Sigrún hefur valið bókaflokk sem hófst með Forngripasafninu í fyrra. Sigrún er safnavinur. Náttúrugripasafnið rekur nokkra þræði; amma á Indlandi vill hafa uppá barnabörnum sem voru gefin, Rúnar er í heimsókn í New York hjá karríer- konunni mömmu sinni og finnur gjafir en fær í kaup- bæti dularfullan pakka, heima er pabbi hans að bisa við að koma upp safni fyrir náttúrugripi og vinir Rúnars dragast inn í dularfulla atburði. Þetta eru hand- hægar bækur, auðveldar í lestri, skrifaðar á fínu máli með persónulegum húmor Sigrúnar. Spennan er vel undirbyggð en slæst út í hreina fantasíu er á líður.  Ríólít-reglan Kristín Helga Gunnarsdóttir, 230 síður, Mál og menning Týndir menn við Torfajökul Kristín Helga spænir enn úr heimum fornra fræða: Krakkar sem eru utangarðs og einmana halda sig á félagsmið- stöð og ætla í óvissuferð en eru svo óheppinn að gullspennt álfamær villir leiðsögumanninn. Í stað hans kemur Trausti og er ekki allur þar sem hann er séður. Ríólít-reglan (10-14 ára) er spennandi og fjörleg saga, dálítið lang- dregin í kynningu, alltof mannmörg í blábyrjun en þéttist þegar tekur að sax- ast á hópinn sem leggur í ferðina. Hér er unnið með álfaminnið á snjallan hátt þótt enn séu álfheimar einsog kópía af einveldis- hirðum gömlu Evrópu og drottningin sé ári lík eldri stallsystrum (Narníu og Snædrottningu). Samtöl lipur, persónur skýrar og allt leiðir í æsispenning.  Upp á líf og dauða Jónína Leósdóttir, 180 síður, Vaka-Helgafell. Hætt við sjálfsmorði Jónína Leósdóttir heldur áfram að setja saman sögur fyrir unglinga (12-15 ára) með raunveruleg vandamál aldurshópsins í brennidepli. Hér finnur stelpa sjálfmorðsbréf liggjandi í drasli á borði eftir hópvinnu nokkurra krakka og fer að finna þann sem stendur höllum fæti. Mál leysist farsællega um síðir ... eða hvað? Sagan er skemmtileg, keyrð áfram af samtölum sem draga fram ólíka persónuleika í hópnum, ólíkar skoðanir. Minni er um beinar lýsingar og því skapa samræðurnar atburðarásina. Aðalhetjan verður, er á líður, uppáþrengjandi. Sagan er prýðilega hugsuð og vel sett saman, verður hvergi klisjukennd. BÓKAFORLAGIÐ BIFRÖST bokaforlagidbifrost@simnet.is - Sími 511 2400 S P E N N U S A G N A D R O T T N I N G I N Í Skugg an um af brosi þínu eft ir met sölu höf und inn Mary Higg ins Clark er að al sögu hetj an, Mon ica Farr ell, barna lækn ir á sjúkra húsi. Mon ica veit ekki hverra manna hún er. Hún þekk ir ekki upp runa sinn. En aðr ir vita allt um hann og þeim er ekki í hag að Mon ica kom ist að því hverr ar ætt ar fað ir henn ar var. Mik ill ætta rauð ur er í húfi. At vik haga því svo að Mon ica fer að fá ákveðn ar grun semd ir um ætt sína og hver sé hinn raun veru legi afi henn ar. Sá grun ur set ur líf henn ar í mikla hættu. BÓKAFORLAGIÐ BIFRÖST Leiðbeinandi verð: krónur 4.980
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.