Fréttatíminn - 09.12.2011, Qupperneq 100
Held að myndin
eigi erindi til
allra þótt RÚV
hafi ekki verið
sammála því.
GEFÐU ÞEIM SEM ÞÉR ÞYKIR VÆNT UM
GÓÐA GJÖF UM JÓLIN
Jólagjafaöskjurnar frá Bláa Lóninu innihalda íslenskar gæðavörur sem
eru vandlega valdar saman til að skapa fullkomna upplifun.
Laugavegur 15
Bláa Lónið
Hreyfing & Blue Lagoon Sp
a
blue
lag
oon
.co
m/
ve
fve
rsl
un
JÓLATILBOÐ 5.900 kr.
(verð áður 7.400 kr.)
A
N
TO
N
&
B
E
R
G
U
R
Plötudómar dr. gunna
nology
Nolo
Lítill dótakassi
Reykvíski úthverfa-
dúettinn Nolo minnir
á bandaríska dúettinn
MGMT með mjóróma söng
og glampandi popp-
krókum vöfðum inn í ódýran
trommuheila, skröltandi
gítara og nagandi hljóm-
borð. Fyrsta demókasettuna
með MGMT, það er að segja.
Svo fékk hljómsveitin fullt
af peningum til að búa til
súpersándandi popp, sem er
vonandi eitthvað sem bíður
Nolo því það eru takmark-
aðir þróunarmöguleikar í
ló-fæinu. Það er engu að
síður aðdáunarvert hversu
langt bandið kemst með
litla dótakassann. Gott grúf
og skemmtilegur fílingur er
allsráðandi í bestu lögunum
og súrir bulltextar á ensku
um strætósæti og fleira
áríðandi negla þetta. Nolo
er efnilegt dæmi sem
einhver ætti að hrúga
peningum í.
aðeins meira Pollapönk
Pollapönk
Sprellifjör
Pollapönkarar halda upp-
teknum hætti, smella fram
12 sprellfjörugum lögum
fyrir krakka. Músíkin er þó
alltaf nógu djúsí til að full-
orðnir með góðan tónlistar-
smekk geti líka haft gaman
að. Lögin eru flest góð, en
strákarnir fá engin verðlaun
fyrir textagerðina. Textarnir
eru þó alltaf skemmtilegir
og sleppa vel fyrir horn.
Smá Botnleðju-rokk gægist
stundum upp úr kassanum,
en platan er fjölbreytt. Mikil
og hressandi gróska er í
útsetningum og hljóðfæra-
leik; blástur gefur fínan blæ
og Guðni bassaleikari hefur
aldrei verið eins frábær
á plötu. Þetta er mjög fín
plata, en helst vantar stór-
smelli eins og Vælubílinn og
Segðu mér satt til að hún
verði alveg jafn góð og sú
síðasta.
Þrjár stjörnur
GRM
Fílingur
augnabliksins
Önnur plata þessara
síhressu kumpána er gerð
eftir sömu uppskrift og sú
fyrsta, enda algjör óþarfi
að gera við ef það er ekki
bilað. Síðast voru þeir
gömlu bakkaðir upp af mjög
beisik rokkgítarbandi, en
nú eru þeir í aðeins slípaðra
umhverfi í góðum höndum
hjá Geimsteins-genginu.
Þeir renna sér í megahitt-
ara hvers annars og hafa
auðheyrilega gaman að því.
Vandvirkni og fágun geta
hoppað upp í rassgatið á
sér því hér er unnið með
fíling augnabliksins. Nokkur
hressileg ný lög koma í veg
fyrir að þetta sé algjört
karókí, Kók og Alltaf einn
eftir Rúnar og titillag Gylfa,
sem er einskonar einkennis-
lag tríósins. Þetta er góður
skammtur af suddafínu
stuði fyrir fólk sem tekur sig
mátulega alvarlega.
„Ríkissjónvarpið sagði að þessi mynd
ætti ekki erindi inn á íslensk heimili.
Hún fór eitthvað fyrir brjóstið á
stofnuninni. Hún er íhaldssöm,“
segir Egill Örn Egilsson um
nýja stuttmynd sína um upp-
runa jólanna. „Ég held
hins vegar að myndin
eigi erindi til allra þótt
RÚV hafi ekki verið
sammála því,“ segir
Egill Örn.
Í myndinni er
fjallað um upp-
runa hátíðar-
innar og orðs-
ins jól. Þar er
meðal annars
rætt við Karl
Sigurbjörns-
son, biskup Ís-
lands, Hilmar
Örn Hilmars-
son allsherjar-
goða og Árna
Björnsson þjóð-
háttafræðing.
„Jólin voru heiðin
sólhvarfahátíð og
síðan fæðingarhátíð
Jesú Krists. Í mynd-
inni reyni ég að setja
þetta upp sagnfræðilega
rétt og hvernig fæðing-
arhátíðin færðist yfir á jólin
og hvernig þetta hefur þróast í
aldanna rás. Þarna eru sjónarmið
kristni, heiðni og síðan vísindalegt
sjónarmið Árna Björnssonar, en þetta er
hans sérsvið,“ segir Egill Örn.
„Þetta eru reyndar engin ný sannindi, heldur
sagan. Flest sem tengist hátíð jólanna er heiðið; nafnið,
veisluhöldin og jólatréð en einhverra hluta vegna höfum
við ekki verið upplýst um hvernig þetta þróaðist. Um-
ræðan er þörf enda er þetta hluti menningar okkar og
sögu. Þetta þarf að kenna í skólum. Þótt það sé gott og
gilt að tengja þetta fæðingarhátíðinni og að hennar sé
minnst á þessum tímapunkti ljúga náttúruvísindin ekki.
Þarna fer sólin að rísa á
ný. Þetta var fyrst og
fremst alþýðuhátíð. Þess
vegna skreyttu menn
með grænum greinum,
þeir horfðu til vorsins
og fögnuðu því. En nú er
táknmyndin breytt, Jesú
er ljósið,“ segir Egill Örn
og heldur áfram: „Hvort
sem fólk velur sér að
halda upp á fæðingarhá-
tíð Jesú Krists eða velur
að gera sér glaðan dag
yfir jólin er rétt að þeir
sem áhuga hafi á geti
kynnt sér efni um upp-
runa hátíðarinnar. Kirkj-
an hefur ekki verið að
flagga þessu.“
Stuttmynd Egils Arnar
er komin út á DVD diski en áður hefur hann unnið ýmis
kvikmyndaverkefni og gerði á sínum tíma mynd um
Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoða.
Á vísindavef Háskóla Íslands segir að orðið jól komi
þegar fyrir í heiðnum sið og var þá notað um miðs-
vetrarblót – sólhvarfahátíð. Síðar, þegar kristni barst til
Norðurlanda og fæðingar Krists var minnst á svipuðum
tíma, færðist heitið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu.
Þar segir enn fremur að uppruni orðsins sé umdeildur
en elstu germanskar leifar eru í fornensku og gotnesku.
Skylt orðinu jól í ýmsum tungumálum er íslenska
orðið ýlir sem notað er um annan mánuð vetrar sem að
fornu misseratali hófst 20.-26. nóvember.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
JólauPPruni Stuttmynd ekki Sögð eiga erindi inn á íSlenSk heimili
Ríkisútvarpið hafnar stutt-
mynd um uppruna jóla
Í stuttmynd sinni fjallar Egill Örn Egilsson um uppruna jólahátíðar, færslu táknmynda
frá heiðni til kristni og talar við biskup og allsherjargoða, auk þjóðháttafræðings.
Egill Örn Egilsson reyndi að
selja Ríkissjónvarpinu stutt-
mynd um uppruna jólanna en
hún var ekki talin eiga erindi
inn á íslensk heimili.
25% afsláttur
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
Gleðileg jól rúmfatnaður
áður 11.990 kr
nú 8.990 kr
takmarkað magn
96 menning Helgin 9.-11. desember 2011