Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 6

Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 6
J ón Gnarr borgarstjóri mun verða í 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður fyrir næstu alþingiskosningar. Fái flokkurinn jafnmikið fylgi og systur- flokkurinn í borginni, Besti flokkur- inn, getur Jón í besta falli vænst þess að verða annar varaþingmaður. Alls eru 22 þingmenn í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Gróft reiknað myndi Björt framtíð hljóta innan við átta þingmenn, sé miðað við að flokkurinn fengi um 34 pró- sent atkvæða, líkt og Besti flokk- urinn hlaut í borginni. Til saman- burðar má nefna að Samfylkingin fékk flesta Reykjavíkurþingmenn í síðustu alþingiskosninum, alls átta og Sjálfstæðisflokkurinn níu þing- menn árið 2007. Til þess að tryggja Jóni Gnarr þingsæti og skapa þann mögu- leika að hann geti orðið forsætis- ráðherra, l íkt og hann hefur lýst yfir að hann gæti hugsað sér, yrði Björt framtíð að fá tæplega helming allra greiddra atkvæða í Reykjavík. Skoðanakannanir gefa hins vegar ekki til kynna að Björt framtíð fari nándar nærri sömu vegferð í alþing- iskosningunum og Besti flokkurinn í borgarstjórnarkosningunum enda mældist flokkurinn með átta pró- senta fylgi á landsvísu í nýlegri skoð- anakönnun. Ekki kom þó fram hvert fylgið mældist í Reykjavík. Björt framtíð vill ekki opinbera hver skipa muni efsta sæti listans í Reykjavík norður en skýrt hefur verið frá því Róbert Marshall leiði listann í Reykjavík suður, Guð- mundur Steingrímsson Kragann, Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins, NA-kjördæmi og Árni Múli Jónasson, fyrrverandi bæj- arstjóri á Akranesi, NV-kjördæmi. Ekki er enn opinbert hver mun leiða listana í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðurkjördæmi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  StJórnmál BorgarStJóri gefur koSt á Sér í alþingiSkoSningum  utanríkiSmál Sólveig þorvaldSdóttir til ramallah 5 íslenskir sérfræðingar til Palestínu Sólveig Þorvaldsdóttir, sérfræðing- ur í viðlagastjórnun og fyrrverandi forstjóri Almannavarna, fór til starfa á skrifstofu Þróunaráætlunar Sam- einuðu þjóðanna (UNDP) í Ramal- lah í síðustu viku. Íslensk stjórnvöld hafa aðstoðað yfirvöld í Palestínu vegna viðbúnaðar við afleiðingum jarðskjálfta. Þetta er í annað sinn sem Sólveig heldur utan til starfs- dvalar á þessu svæði. Fimm íslenskir sérfræðingar eru nú við störf á vegum íslenskra stjórnvalda í Mið-Austurlöndum hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem veita Palestínumönnum að- stoð. Starf sérfræðinganna er liður í áherslu íslenskra stjórnvalda um að Íslendingar taki sem beinastan þátt í alþjóðlegri aðstoð við Palest- ínumenn. María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Sólveig Þorvaldsdóttir. Jón Gnarr ekki á leið á þing Hverfandi líkur eru á því að Jón Gnarr borgarstjóri setjist á þing eftir alþingiskosningar næsta vor en hann hefur lýst því yfir að hann muni skipa 5. sæti Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Björt framtíð þarf nær helming allra greiddra atkvæða til að tryggja honum þingsæti. Jón getur í besta falli vænst þess að verða annar vara- þingmaður. Jón Gnarr borgarstjóri verður í fimmta sæti í Reykjavíkurkjör- dæmi norður. Guðmundur Steingríms- son leiðir lista Bjartrar framtíðar í Kraganum. Róbert Marshall leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkur- kjördæmi suður. Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Minnum á desember- uppbótina Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember. YFIR 50 GERÐIR GRILLA Á TILBOÐISmiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 www.grillbudin.is Er frá Þýskalandi Gashella FULLT VERÐ 79.900 64.900 Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardag Opið kl. 13 - 15 sunnudag JÓLATILBOÐ 6 fréttir Helgin 14.-16. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.