Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 16

Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 16
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. E Enginn ágreiningur er um marga veiga­ mikla þætti í tillögum stjórnlagaráðs sem fela í sér tímabærar stjórnarskrárumbætur. Á þetta benti Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, í blaðagrein nýverið. Björg tiltók að til greina kæmi, í ljósi þess stutta tíma sem fram undan er, að skipta verkefninu í smærri áfanga. Taka mætti fyrir til meðferðar þætti sem sátt er um og brýnast að bæta úr. Það gæti verið skyn­ samlegri leið en að færast of mikið í fang. Verkefnið er vandmeðfarnara ef stefnan er sett á nýja stjórnarskrá, segir prófessorinn og bætir við: „Það vekur ugg um að málið fái ekki þá vönduðu meðferð sem það verðskuldar með sáttavilja en verði þröngvað í gegn með naumum meirihluta stjórnarþingmanna.“ Þingmenn hljóta að gefa gaum að þessum orðum stjórnlagaprófessorsins nú þegar þrýst er á mjög hraða meðferð stjórnar­ skrármálsins á þingi og ekki síður þegar Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórn­ lagaráðs, hvetur Alþingi til að læra af fyrri mistökum, til dæmis við einkavæðingu bankanna, virða vandaða starfshætti og hraða stjórnarskrárfrumvarpinu ekki um of í gegnum þingið. Salvör gagnrýnir afar stuttan umsagnarfrest sem gefinn var og bætti við í sjónvarpsviðtali: „Ég held að eina leiðin núna, miðað við hve skammur tími er til kosninga, að það verði að finna nýjar leiðir. Menn verði að setjast niður og hugsa, hvernig getum við náð fram ein­ hverjum breytingum á stjórnarskránni á þessum tíma? Hvað er skynsamlegt? Hvað eru menn sammála um að gera? Búa til ferli sem kannski nær fram á næsta kjörtímabil í endurskoðun stjórnarskrárinnar.“ Samstöðu má ná á Alþingi nú um mikil­ vægar stjórnarskrárbreytingar; um forseta­ embættið, valdmörk æðstu handhafa ríkis­ valds, dómstóla, auðlindir, heimild um takmarkað framsal ríkisvalds og að þjóðar­ atkvæðagreiðslur fái aukið vægi. Björg Thorarensen bendir á að pólitískur vilji og ríkur þjóðarvilji sé til að ljúka verkinu. Í þetta mikilvæga verk verða menn hins vegar að gefa sér þann tíma sem þarf. Ná má áfanga á þeim stutta tíma sem eftir lifir af þessu kjörtímabili og halda áfram á því næsta. Björg minnir á í grein sinni að tillög­ ur stjórnlagaráðs séu leiðarljós en staðhæf­ ingar um að Alþingi megi engar efnislegar breytingar gera séu rangar og gangi þvert á grunnhugsun stjórnskipunarinnar. Prófessorinn ítrekar að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn. Stjórnskipun Íslands byggist á þeirri grunnhugmynd vestrænna lýðræðisríkja að uppspretta alls ríkisvalds komi frá þjóðinni. Í því felst að þjóðin hefur endanlegt vald til að ákveða þær leikreglur sem handhafar ríkisvalds skulu fylgja. „Þessi hornsteinn lýðveldisins var lagður við setningu stjórnarskrárinnar 1944. Sam­ kvæmt 81. gr. var skilyrði gildistökunnar að meirihluti allra kjósenda í landinu hefði samþykkt hana. Yfir 98% kjósenda tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og um 95% þeirra samþykktu stjórnarskrána. Í þessu fólst hvorki leiðbeining né ráðgjöf. Þar beitti þjóðin valdi sínu sem stjórnarskrárgjafi,“ segir Björg í upphafi greinar sinnar. Í lok hennar varar hún við annarri máls­ meðferð: „Af málflutningi forsætisráðherra verður þó ekki ráðið að efna eigi þessi fyrir­ heit [að gildistaka nýrrar stjórnarskrár verði háð endanlegri staðfestingu og sam­ þykki þjóðarinnar]. Rætt er um að halda aðra ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða alþingiskosningum. Í stað þess að leita samkomulags á þingi, ljúka meðferð frumvarpsins á tveimur þingum og leggja síðan í endanlegan dóm þjóðarinnar, eiga almenn viðhorf kjósenda með þá skoðun að stjórnarskrárbreytinga sé þörf að skapa pólitískan þrýsting fyrir síðari afgreiðslu frumvarpsins. Þannig á að knýja þingmenn, sem telja að frumvarpið hafi alvarlega ágalla eða sé þjóðinni ekki til heilla, til að víkja frá sannfæringu sinni.“ Ná þarf eins almennri samstöðu og unnt er um stjórnarskrárbreytingar. Þingmenn eiga að flýta sér hægt – og vanda sig. Stjórnarskrárbreytingar Þingmenn flýti sér hægt – og vandi sig Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Regína Ásvaldsdóttir er maður vikunnar. Hún var ráðin bæjarstjóri Akraness og er fyrsta konan til að gegna því embætti í 70 ára kaup- staðarsögu bæjarfélagsins. „Nýja starfið leggst mjög vel í mig,“ segir Regína. „Akranes stendur ágætlega fjárhagslega, er mikill íþróttabær og hefur jafnframt tekið vel á móti flóttafólki og hefur því mannréttindi í hávegum,“ segir hún. Aðspurð segir hún helstu tenginguna við Akranes þá að hún hafi unnið með mörgum frábærum Skagamönnum og konum í gegnum tíðina. Einnig hafi hún haldið stíft með ÍA í fótbolta frá því hún var barn. „Pabbi fór með mig á fótboltaleiki upp á Skaga þegar ég var krakki og held ég enn með Skagamönnum í boltanum,“ segir Regína. ,,Síðast en ekki síst þá er mað- urinn minn mjög hrifinn af Garðavelli en hann hefur spilað ófáa golfhringina á vellinum. Það er auðvita forsenda fyrir flutningunum, að það sé góður golf- völlur á svæðinu“. MaðuR vikunnaR Alltaf haldið með Skagamönnum 00000 w w w. v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frábær jólagjöf! 16 viðhorf Helgin 14.-16. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.