Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 30

Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 30
ÍSLENSKAR BARNABÆKUR Leyndarmál Kela. Lesandinn skyggnist inn í hugarheim hans Kela Kaka og fær að vita um stórkostlegt leyndarmál hans. Kisuvinir, látið þessa skemmtilegu bók ekki fara fram hjá ykkur. Komnar í verslanir! Nýja útgáfan af sögunni um Búkollu er nú loksins komin! Ævintýri sem á erindi inn á hvert heimili. Gömlu góðu jólalögin... Vönduð 120 blaðsíðna barnabók. Sögur af jólasveinunum tengdar gömlu góðu íslensku jólalögunum. Geisladiskur fylgir með bókinni þar sem kór Öldutúnsskóla flytur 20 jólalög. Óhefluð og týnd á unglingsár- unum Theodóra er hárgreiðslukona að mennt og vann lengi vel á stofunni Rauðhettu og úlfinum. Þessa dagana er hún í fæðingarorlofi frá vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands en Theodóru og eigin- manni hennar fæddist sonur fyrir tveimur mánuðum. Það er því sannarlega skammt stórra högga í milli hjá henni. Bókina Hárið vann hún á meðgöngunni sem var að hennar sögn enginn dans á rósum. „Ég ældi alla meðgönguna og var mjög veik með grindargliðnun. Mér tókst þetta samt einhvern veginn, ég skil ekkert hvernig.“ Athygli vekur að fyrir utan meðgönguna og bókina var hún í háskólanáminu og vann auk þess á Rauðhettu og úlfinum. Blaða- maður spyr í forundran hvernig hún fari eiginlega að? „Ég get ekki verið verkefnalaus. Það fer mér bara ekki að sitja auðum höndum og mér líður mjög vel þegar ég hef nóg fyrir stafni. Ég átta mig fyllilega á því að ég er ekkert hæfileikaríkari en hver annar. Mér hefur bara gefist svo vel að gera það allra besta úr því sem ég kann. Ég veit hvar styrkleikar mínir liggja og ég er dugleg að ögra sjálfri mér.“ Hún segist hafa verið alin upp við að hafa mikinn metnað og hún búi til að mynda svo vel að hafa æft á hljóðfæri. „Pabbi sagði alltaf að tónlistar- og stærðfræðikunnáttan ættu sömu heilastöðina. Ég veit ekkert hvort það er rétt, en það fékk mig til að leggja harðar að mér í tónlistinni. Ég spila því á tvö hljóðfæri og er flink í stærðfræði,“ segir Theodóra og hlær. Theodóra Mjöll er að norðan, úr Eyjafirðinum. Hún flutti til Reykjavíkur fimmtán ára gömul ásamt systur sinni og hóf nám í hárgreiðslu árið eftir. „Ég var hræðilegur unglingur, algjört ógeð, og ég var mjög vond við þau sem stóðu mér næst. Ég hugsa oft til baka og finnst eins og ég sé ennþá að bæta fyrir margt sem ég gerði á þeim tíma. Ég var ótrúlega týnd þarna fyrir norðan og var mjög fegin að flytja suður.“ Hún segir margvíslegar ástæður hafa verið fyrir því hve ódæl hún var. En hún varð fyrir alvarlegu ofbeldi sem unglingur er henni var nauðgað og hafði það djúpstæð áhrif á sálina. „Ég var mjög rugluð og týnd, meðal annars vegna ofbeldisins, en sem betur fer, með hjálp stígamótakvenna lærði ég að vinna mig út úr þeirri vanlíðan. Þær kenndu mér mjög margt og veittu mér ómetanlega aðstoð. Ég hugsa að það taki mig einhvern tíma enn að vinna mig út úr þessu svo þeirri vinnu er ekki lokið. En nú hef ég tólin til þess að takast á við þetta. Ég vil því alls ekki líta á mig sem fórnarlamb, eða skilgreina mig á einhvern hátt sem slíkt út frá þessu.“ Í hárgreiðslunáminu var Theodóra nemi á hárgreiðslu- stofunni Tony and Guy. Hún segir að sú reynsla hafi einnig breytt sér mikið úr óheflaðri sveitastúlku í unga konu með ábyrgð á sjálfri sér. „Ég leit alla tíð mikið upp til Reykvíkinga, fannst þeir mjög töff. Þar sem ég kom úr sveitinni var ég mjög óhefluð og sagði oft það sem mér datt í hug. Kennarar og for- eldrar mínir töl- uðu oft um að ég væri félags- lega mis- þroska. Ég kunni ekki samskipti við fólk. Það var því mikil og erfið skólun að eiga við ólíka viðskiptavini allan daginn en það hjálpaði mér mikið.“ Þegar hárgreiðslunáminu lauk tók Theodóra til starfa á hár- greiðslustofunni Rauðhettu og úlfinum. Hún hyggst vinna þar áfram samhliða náminu í LHÍ á næstu önn þegar fæðingaror- lofi lýkur. Theodóra á, sem fyrr sagði, kornungan son, Ólíver, með eiginmanni sínum. Þau gengu í hjónaband í júlí 2011. „Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að eiga svona „fairytale“ líf, alveg eftir bókinni. En hlutirnir æxluðust bara þannig og ég er mjög þakklát fyrir það í dag.“ Hún segir meðgönguna þó ekki hafa verið skipulagða og hún haf komið henni í töluvert uppnám. „Ég varð í raun brjáluð. Ég var viss um að lífið væri ónýtt. Ég ætlaði að klára vöruhönnunina áður en ég eignað- ist börn og svo var meðgangan mjög erfið og fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Ég get allavega ekki sagt að ég hafi tengt mikið við þetta bleika ský sem á að fylgja manni eftir fæðingu. Mér fannst þetta mjög óþægileg staða fyrst, að vera mamma einhvers og ég tengdi ekki við það strax. Þó að vissulega geri ég það núna. Það er líka með allt þetta ójafnvægi í líkamanum. Ég var ekki búin undir það. Manni er talin endalaus trú um að þetta sé ekkert mál. En það er það. Mér fannst ég í miklu ólagi líkamlega og andlega.“ Óhefðbundnar rannsóknarað- ferðir Fyrir bókina lagðist Theodóra í mikla rannsóknarvinnu og hún segist hafa fylgst vel með straum- um í hártísku með því að spyrja kúnnana sína en einnig með að fylgjast með konum á götum úti. „Ég sat á kaffihúsum og njósnaði um stelpur, mjög „krípí“. En mig langaði bara svo að vita það ná- kvæmlega hvað stelpur voru að gera við hárið á sér og hvað þær vildu læra að gera.“ Theodóra heldur líka úti lífstílsbloggi á vef- svæðinu Trendnet. „Ég er mikill fagurkeri og ég kann vel að meta fallega hluti hvort sem það eru föt, skart eða húsgögn. Ég er samt ekkert tískufrík en vissulega er ég mjög meðvituð um tískuna, vegna vinnunnar.“ Hún segir að ekki sé von á annari bók í bráð, en það sé þó aldrei að vita. „Ég er mjög dugleg að finna mér verkefni. Svo maður veit aldrei.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Helgin 14.-16. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.