Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 14.12.2012, Qupperneq 36
þurft afar langt nám og strembið til þess að verða rithöfundur. Maður þarf að vita ansi margt,“ segir hún. En hvað er það sem kveikir þessa þrá og löngun eftir því að skrifa? „Ég hef ekki hug- mynd um það, nema ef vera skyldi krefjandi sköpunarþörf. Mín sköpunarþörf liggur þar, hjá öðrum annars staðar“ segir hún. Kristín Marja á þrjár uppkomnar dætur og heilt handboltalið af barnabörnum, að eigin sögn og útskýrir afkomendafjöldann: „Það eru margir tvíburar í kringum mig. Móðir mín var tvíburi, ég á tvíbura og tvær dætra minna eiga tvíbura. Ég skil reyndar ekki í almættinu að leggja þetta á konur,“ segir hún og hlær. „Það er ofboðslega mikið að fá tvö börn í einu. Svo er líka erfitt að vera tvíburi, svona upp á athyglina.“ Þegar talið berst að börnunum förum við út í enn aðra sálma. Fáeinum vikum eftir hrun skrifaði Kristín Marja athyglisverða grein í Moggann þar sem hún skammaði stjórnvöld fyrir að svíkja þjóðina, presta fyrir að tala niður til hennar og útrásarvíkingana fyrir að þykjast ekki vita neitt. Því þannig er Kristín Marja, hún hikar ekki við að segja það sem henni finnst. „Ég hugsa oft: „Af hverju er ég að skipta mér af þessu, þetta er hvort eð er allt vonlaust. En þá verður mér hugsað til barna minna og barnabarna. Þau eiga rétt á góðu lífi í herlausu landi eins og við áttum. Við eigum að berjast fyrir þau. Ef við missum trúna á stjórnvöld, verðum að treysta betur á okkur sjálf. Nota tungumálið öðruvísi, hætta að tala illa hvert um annað, það er fyrsta skrefið. Og vera kurteis og elskuleg – reyna að vera svolítið fagleg, líkt og stórþjóðir verða að gera til að þjóðfélagið gangi. Okkar þjóðfélag þarf líka að ganga.“ Leikskáld Leikfélags Reykjavíkur Kristín Marja situr í grámálaðri, hrárri skrif- stofu á fjórðu hæð í annars mjög skapandi um- hverfi, Borgarleikhúsinu. Í henni hefur áður setið skapandi fólk, síðast Auður Jónsdóttir og Jón Gnarr sem voru leikskáld Leikfélags Reykjavíkur á undan Kristínu Marju. „Ég fékk hugmynd að leikriti og fannst ég ekki geta breytt því í skáldsögu,“ útskýrir Kristín Marja. „Ég ákvað að lofa því að vera leikverk. Það er hins vegar jafnmikil vinna að baki einu leikverki og skáldsögu þótt línurnar séu færri og verkið sé strípuð samtöl. Á bak við hverja setningu er fortíð. Þetta er óskaplega erfitt en skemmtilegt,“ segir hún. Kristín Marja hefur aldrei sent frá sér leik- verk. Hún segist samt hafa skrifað tvö þegar hún var þrítug. Öðru hafi hún hent en hitt sé einhvers staðar ofan í skúffu. „Ég hef ætíð verið hrifin af leikhúsi. Ég hef nautn af því að horfa á leikara túlka og leika.“ „Ég hef ekki reynt við þetta listform fyrr í fullri alvöru, en stundum verða menn að gera hluti þótt þeir viti ekki fyrirfram hvernig til tekst. Ég man eftir konu sem horfði á fallegar, heklaðar gardínur fyrir glugga, og sagði: „Ég ætla að gera svona“. Ég spurði hvort hún kynni það og hún svaraði: „Nei, en ég ætla að gera það þótt ég kunni það ekki.““ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is „Það eru margir tvíburar í kringum mig. Móðir mín var tvíburi, ég á tvíbura og tvær dætra minna eiga tvíbura. Ég skil reyndar ekki í almættinu að leggja þetta á konur,“ segir Kristín María og hlær. Stúfur birtist óvænt, eftir enga bið – á mettíma úr móðurkvið. Grýla hafði gengið um á gömlum serk – möglað yfir magaverk. Lúði tók hann léttvægan í loðinn hramm – varla meir en milligramm. Hanteraði hikandi í hrömmum sér: – „Þetta’ er ekki undan mér!“ Frændur birtust, forynjur og flennitröll – knúsa vildu krílið öll. Sneru heim með heillaskeytin, heldur svekkt – sáu ekkert, sögðust blekkt. En Stúfur óx, þá aðallega upp í loft – þó hann týndist ansi oft. Fyrr en varði frækinn náði fullri smæð – mældist einn og átta’ á hæð. Hann vildi gera velflest til að verða stór – drakk því bæði blek og klór. En ekkert gekk og áfram var hann algert peð – risavaxnar vonir með. Í andliti hans agnarlítið alskegg spratt – ítrekað hann um það datt. Lítið var hann liðtækur við leik og störf – almennt var hans ekki þörf. Bræður hans til byggða þurftu’ að bera Stúf – það var skylda létt og ljúf. Hann rúmaðist í rennilæstum rúgmjölssekk – sem við þrúgur þeirra hékk. Vígreifur og vaskur mætti vinnu til – krökkum færði kerti og spil. En tróðst þá undir tindilfættum trítlaher – fljótur mátti forða sér. Svo langaði hann ljúfmeti að læða’ í skó – en upp í gluggann ekki dró. Í bríaríi bræður hans þá birtust tveir – barni gottið báru þeir. Eftir þetta óhapp varð hann ósköp smár – lítill í sér; leiður, sár. Að lokum fann hann leið sem í sér lausnir fól – hann setti’ á laggir Litlu-jól! Stúfur er í eðli sínu eins og við – og raunar mestallt mannkynið. Hvar sem þörf á hugrekki að höndum ber – stækkar hann í hjarta sér. S T Ú F U R ÍSLENSK HÖNNUN OG RITSNILLD Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA Stúfur í túlkun Braga Valdimars Skúlasonar og Þórunnar Árnadóttur fæst hjá okkur 5. - 19. d sember Casa - Skeifunni og Kringlunni Epal - Skeifunni, Leifsstöð og Hörpu Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Kokka - Laugavegi · Líf og list - Smáralind Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blómaval - um allt land Hafnarborg - Hafnarfirði Blóma - og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun – www. jolaoroinn.is STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA Ármúli 36 - 108 Reykjavík - s. 588-1560 + = Skemmtileg fótboltajól Allt í fótboltann á einum stað 36 viðtal Helgin 14.-16. desember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.