Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 46

Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 46
Ú rslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28.–29. nóvember urðu mikið áfall fyrir Geir Hallgrímsson [formann Sjálfstæðis- flokksins]. Hann féll niður í 7. sæti en Albert Guð- mundsson varð efstur. Í aðdraganda prófkjörsins var lagt mjög að Geir Hallgrímssyni að breyta prófkjörsaðferðinni á þann veg að í stað þess að setja kross fyrir framan nöfn þeirra frambjóðenda, sem kjósandi vildi kjósa, skyldi setja tölustafi þannig að kjósandi tilgreindi hvern hann vildi í efsta sæti listans og svo koll af kolli. Geir hafnaði þeim tillögum, þótt meiri líkur en minni væru á því að sú framkvæmd prófkjörsins hefði tryggt honum efsta sæti listans. Hann hefur vafalaust talið það veikleikamerki fyrir sig að breyta prófkjörsregl- unum á þann veg. Í minnispunktum mínum um það, sem fylgdi í kjöl- farið, segir: „Ég var á fundi í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi, mánudagskvöldið 29. nóvember, og var þar í ræðustól þegar boð kom um áríðandi símtal frá Reykjavík. Það var um klukkan kvöldið. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, var í símanum og sagði mér að samkvæmt fyrstu 500 atkvæðaseðlunum, sem taldir hefðu verið, væri Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í 6. sæti. Kjartan spurði mig, hvernig hann ætti að segja Geir þessi tíðindi, hann sagði að Geir væri í fjöl- skylduboði heima hjá Birni Hallgrímssyni og hefði beðið sig um að láta sig vita hvernig málin stæðu og hann kvaðst ekki vita hvort hann ætti að fara með þessi slæmu tíðindi í eigin persónu heim til Björns Hallgrímssonar eða hvort hann ætti að hringja eða hvort hann ætti að bíða eftir því að fleiri atkvæði yrðu talin, en taldi þó ekki líklegt að staðan mundi breytast verulega. Ég ráðlagði Kjartani að hringja strax í Geir og segja honum þessi tíðindi. Ég kom síðan í bæinn um klukkan tvö um nóttina og fór beint niður á Morgunblað, þar sem Matthías var. Ég sagði honum þá þegar að mér fyndist eftir að hafa hugsað um þetta mál á leiðinni frá Akranesi, að Geir Hallgrímsson ætti ekki annan kost en þann að lýsa því yfir að hann hefði hlotið van- traust kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og mundi þess vegna ekki taka sæti á framboðslistanum í Reykjavík og ennfremur að vegna þessa vantrausts þá væri honum ómögulegt að gegna störfum for- manns Sjálfstæðisflokksins út tveggja ára tímabil og mundi þess vegna kalla saman landsfund snemma í vetur til þess að kjósa nýjan formann. Jafnframt lét ég þá skoðun í ljósi við Matthías að eðlilegt væri að þeir fjórir einstaklingar, sem hlotið hefðu beztu kosningu í prófkjörinu, þeir Albert Guðmundsson, Friðrik Sophusson, Birgir Ísleifur og Ellert Schram, öxluðu þá ábyrgð og þann vanda sem fylgdi formennsku í Sjálfstæðis- flokknum og að einhver þeirra tæki við flokknum á landsfundi í vetur. Ég lét jafnframt þá skoðun í ljósi að fjórmenningarnir mundu bítast um þetta embætti og væri ekkert við því að segja, en aðalatriðið væri það að þeir hefðu getað leikið lausum hala, ábyrgðarlaust, flestir hverjir árum saman í skjóli Geirs Hallgrímssonar og það væri nauðsynlegt flokksins vegna, þótt við bærum ekki sérstakt traust til þeirra, flestra, að það kæmi í ljós hvað þeir gætu. Matthías hafði ekki svona ákveðnar skoðanir á málinu og sagði að á því væru alveg tvær hliðar. En eftir stutt samtal okkar í milli fórum við upp í Sjálfstæðishús til Kjartans Gunnars- sonar, sem var í símanum að tala við Geir þegar við komum inn á skrifstofu hans, og heyrðum við af samtali Kjart- ans við Geir að viðbrögð Geirs voru greinilega mjög svipuð mínum fyrstu viðbrögðum í samtali okkar Matthíasar. Ég talaði síðan við Geir og heyrði að það var mjög þungt í honum, en hann var þó mun rólegri en nóttina eftir úrslit prófkjörsins 1977, þegar hann hafði hellt sér yfir okkur Matthías með óbótaskömmum og gefið til kynna að við bærum alla ábyrgð á ósigri hans í því prófkjöri sem þá fór fram. Hann sagði við mig að hann mundi kalla saman mið- stjórnarfund og krefjast þess að landsfundur yrði kallaður saman í febrúar og þar mundi hann láta af formennsku og ég sagði honum að ég væri alveg sam- mála honum í því, að það væri eðlileg niðurstaða. Við spjölluðum stuttlega saman um úrslit prófkjörsins og síðan tók Matthías við símanum. Í samtali okkar Geirs hafði hann ekki spurt mig um afstöðu mína til áframhaldandi framboðs hans í Reykjavík en hann spurði Matthías hins vegar um það. Matthías sagði honum að hann hefði ekki ákveðna skoðun á því, en hallaðist að því að hann ætti að kalla saman landsfund og láta af formennsku. Hins vegar sagði Matthías honum að ég hefði ákveðna skoðun á því að hann ætti líka að fara af framboðslistanum í Reykjavík og staðfesti ég það meðan Matthías var í símanum að það væri óbreytt skoðun mín.“ Sólveig Pétursdóttir, síðar ráð- herra og forseti Alþingis, tengda- dóttir Björns, bróður Geirs, sagði mér í samtali á laugardagsmorgni, 2. desember, að þegar Geir fékk upplýs- ingar um atkvæðatölurnar hefðu ekki sést á honum nokkur svipbrigði. Daginn eftir að úrslitin lágu fyrir, þriðjudaginn 30. nóvember, hitti ég Björn Bjarnason og Stefán Frið- bjarnarson (fyrrverandi bæjarstjóra í Siglufirði og einn af leiðarahöfundum Morgunblaðsins á þessum tíma) á rit- stjórnarskrifstofum Morgunblaðsins að morgni dags og kom þá í ljós að skoðanir Björns Bjarnasonar voru mjög svipaðar mínum en Stefán Frið- bjarnarson var hins vegar á öndverð- um meiði og taldi að Geir ætti hvorki að hætta formennsku né láta þetta 7. sæti, sem hann lenti í, af hendi, því að með því væri hann að afhenda Sjálf- stæðisflokkinn mönnum sem ekki væru hæfir til að gegna forystustörfum í flokknum. Næstu sólarhringa fóru fram miklar umræður í hópi okkar Morgunblaðsmanna og við Geir, sem voru bæði gagnlegar og til marks um að við treystum hver öðrum og sögðum það sem okkur bjó í brjósti. Sólveig Péturs­ dóttir, síðar ráð­ herra og forseti Alþingis, tengda­ dóttir Björns, bróður Geirs, sagði mér í sam­ tali á laugar­ dagsmorgni, 2. desember, að þegar Geir fékk upplýsingar um atkvæðatölurnar hefðu ekki sést á honum nokkur svipbrigði. www.rosendahl-timepieces.dk Verð frá 64.900 kr. Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is Geir formaður féll niður í 7. sæti Í bókinni Sjálfstæðisflokkurinn – Átök og uppgjör veitir Styrmir Gunnarsson lesendum einstaka innsýn í það sem gerðist á bak við tjöldin í Sjálfstæðisflokknum, einkum á árunum 1970 til 1985. Þar byggir hann að miklu leyti á minnispunktum sínum af lokuðum fundum í innsta hring flokksins og trúnaðarsamtölum þar sem rætt var tæpitungulaust um viðkvæm mál. Styrmir bregður í bókinni nýju ljósi á mörg af stærstu málum undanfarinna áratuga en greinir jafnframt frá átökum um ráðherrastóla, formennsku í flokknum, stöðu seðlabankastjóra, hvort sprengja ætti ríkisstjórn, svo fátt eitt sé nefnt. Á þessum árum geisuðu hatrammar deilur innan flokksins og er saga þeirra vígaferla rakin í bókinni. Með leyfi útgefandans, Veröld, er hér gripið niður í upphaf kafla sem nefnist „Prófkjörið 1982 – Stjórnarmyndun 1983“. Úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28. - 29. nóvember 1982 urðu mikið áfall fyrir Geir Hallgrímsson, for- mann Sjálfstæðisflokksins. Hann féll niður í 7. sæti. Styrmir Gunn- arsson höfundur bókarinnar Sjálf- stæðisflokkurinn – Átök og uppgjör 46 bækur Helgin 14.-16. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.