Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 56

Fréttatíminn - 14.12.2012, Page 56
V aidas Jucevicius kom til Ís­lands viku áður en hann fannst látinn í höfninni á Neskaup­ stað. Í líkama hans voru 400 grömm af amfetamíni í um það bil 60 plasthylkj­ um sem hann hafði gleypt. Mennirnir þrír sem síðar köstuðu jarðneskum leifum hans í sjóinn, þeir Grétar Sig­ urðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas, tóku á móti hon­ um og fóru með hann í íbúð Tomasar í Furugrund í Kópavogi þar sem hann lést þann 6. febrúar. Vaidas veiktist fljótlega eftir að hann kom til landsins. Þremenningarnir gáfu honum ýmis hægðalosandi lyf síðustu þrjá dagana sem hann lifði en allt kom fyrir ekki. Þá gáfu þeir honum morfín­ tengda lyfið Contalgin síðustu einn til tvo sólarhringana. Réttarmeinafræð­ ingur sem krufði Vaidas komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði látist af völdum stífla í mjó­ girni vegna fíkniefnapakninga. Fundu ekki betri felustað Tomas hélt því fram við yfirheyrslur að hann hefði ætlað að kalla á lækni þegar Vaidas var veikastur en hann hafi látist skömmu síðar. Samkvæmt Tomasi pökkuðu Grét­ ar og Jónas líkinu í plastpoka og filtteppi svo hægt yrði að flytja það austur í Neskaupstað. Sjálfur mun Mala­ kauskas hafa sagst vilja grafa líkið í jörð nær borginni. Þar sem Grétar er Norðfirðingur fór hann með flugi en Tomas og Jónas fóru með líkið austur í bílaleigubíl. Þeir urðu veðurtepptir á Djúpavogi í tvo daga og komust ekki til Norðfjarðar fyrr en sunnudaginn 8. febrúar. Þegar þangað var komið var jörð frosin og ekki nokkur leið að grafa líkið og í fátinu sem þá kom á þá fundu þeir ekki betri felustað en sjóinn við bryggjuna. Tomas sagði þá Grétar og Jónas hafa kastað líkinu í sjóinn en hann hafi sjálfur staðið álengdar og fylgst með. Ógeðslegir hlutir Grétar varð fyrstur til þess að játa aðild að málinu og Tomas gerði slíkt hið sama skömmu síðar en Jónas Ingi neitaði staðfastlega sök. Grétar sagði í viðtali við Frétta­ blaðið að hann hefði ákveðið, fljótlega eftir handtöku, að skýra satt og rétt frá öllu. „Ég var búinn að ljúga og koma óheiðarlega fram við mitt fólk. Ég var fastur í stórum lygavef og það var mikill léttir að játa glæpinn fyrir lögreglunni,“ sagði Grétar við Fréttablaðið. Hann sagðist jafnframt hafa „gert ógeðslega hluti“ og hann væri reiðubúinn til þess að taka út sína refsingu. „Ég braut af mér og það er eitthvað sem ég verð að lifa með.“ Grétar viðurkenndi fyrir lögreglu að hann hefði vitað af því að Vaidas var með fíkniefni innvortis og að sú hugs­ un hefði hvarflað að honum að hagn­ ast á því að gerast milligöngumaður um sölu efnanna. Hann sagði einnig að tíminn frá því að þeir félagar komu Vaidasi fyrir í höfninni og þangað til líkið fannst hafi verið honum erfiður. Samviskan nagaði hann þessa daga. „Ég hugsaði stöðugt til fjölskyldu Vaidasar. Mér fannst það hræðileg til­ hugsun að ef til vill kæmist fólkið hans aldrei að því hvað orðið hefði um hann. Ég var því fegnastur þegar líkið fannst og upp komst hver maðurinn var.“ Næstir í pokann Þremenningarnir hlúðu að Vaidasi í dauðastríðinu en samkvæmt krufningarskýrslu þótti ljóst að Vaidas hefði lifað hefði honum verið komið undir læknishendur. Yfir­ setan kom að miklu leyti í hlut Grétars sem er sagður hafa farið með bæn með Vaidasi áður en hann lést. Grétar sagði í viðtalinu við Fréttablaðið að tvær ástæður hefðu verið fyrir því að hann hafi einfaldlega ekki gengið burt frá málinu. Í fyrsta lagi hafi þeim félögum borist alvarlegar hótanir frá yfirboðurum Tomasar í Litháen í gegnum Tomas, sem var í stöðugu símasambandi við þá allan tímann. Þremenningunum var komið í skilning um ef þeir gerðu ekki það sem þeim væri sagt yrðu þeir næstir í pokann. „Ég var líka dauðhræddur um kærustuna mína því gefið var í skyn að þeir myndu ráðast á hana.“ Í öðru lagi sagðist Grétar einfaldlega ekki hafa getað fengið sig til þess að yfirgefa veikan mann. „Það ljótasta í þessu öllu var þegar ég þurfti að stinga á líkið til þess að hleypa út gasi sem hafði myndast í maga. Ég vakna enn um nætur við þessa hræðilegu minningu,“ sagði Grétar í Fréttablaðinu. Ótti við mafíuna Í játningu sinni hjá lögreglu sagðist Grétar hafa viljað koma Vaidasi til læknis en ekkert hafi orðið af því, aðal­ lega vegna andstöðu Tomasar og samverkamanna hans í eiturlyfjahringnum í Litháen. Grétar segist hafa ótt­ ast að verða limlestur eða drepinn ef hann gerði ekki eins og honum var sagt. Hann sagði Vaidas hafa komið til landsins í þeim eina tilgangi að smygla efnunum og hann gerði ráð fyrir að mafían stæði á bak við smyglið. „Það er rússnesk/líháísk mafía eða hópur sem starf­ ar hér á Íslandi,“ sagði hann og staðfesti að Tomas væri tengdur þessum hópi. Grétar játaði eftir að hafa fengið tryggingu frá lögreglu fyrir að hún gætti unnustu hans sem hann óttaðist mjög um. „Ég hef átt viðskipti úti í þessum löndum og hef séð til þessara manna. Ég hef átt í kasti við þá og þeir eru engin lömb að leika sér við.“ toti@frettatiminn.is Þórarinn Þórarinsson Mér fannst það hræðileg tilhugsun að ef til vill kæm- ist fólkið hans aldrei að því hvað orðið hefði um hann. Líkfundurinn á Neskaupstað Undir miðnætti sunnudaginn 8. febrúar 2004 köstuðu þrír menn líki í sjóinn af netagerðar- bryggjunni á Neskaupstað. Heldur voru þessir skuggabaldrar þó seinheppnir þar sem kafari fann líkið fyrir tilviljun aðeins þremur dögum seinna, þann 11. febrúar. Líkið í höfninni reyndist vera af Litháanum Vaidas Jucevicius. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið kvalafullum dauðdaga vegna fíkniefnapakninga sem hann bar innvortis. Böndin bárust að litháískum glæpasamtökum og tveimur íslenskum mönnum. Líkmönnunum eins og þeir voru kallaðir eftir að þeir voru hnepptir í varðhald. Grétar og Jónas pökkuðu Vaidasi í plast og teppi og Jónas og Tomas óku síðan með líkið á Neskaupstað. DV birti játningu Grétars þar sem ótti hans við mafíuna í Litháen kom skýrt fram. Þar sem ekki var hægt að grafa líkið brugðu félagarnir á það ráð að kasta því í höfnina. L O K K A N D I Casa - Kringlunni og Skeifunni Epal - Skeifunni, Hörpu og Leifsstöð Hafnarborg - Hafnarfirði Kokka - Laugavegi Kraum - Aðalstræti og Garðatorgi Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu Líf og list - Smáralind Módern - Hlíðarsmára Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Þjóðmenningarhúsið - Hverfisgötu Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun - www.kaerleikskulan.is S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A Sölutímabil 5.-19. desember Með kaupum á Kærleikskúlunni styður þú starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna. 56 sakamál Helgin 14.-16. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.