Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Qupperneq 88

Fréttatíminn - 14.12.2012, Qupperneq 88
84 matur Helgin 14.-16. desember 2012  SóSur Stóra málið í hátíðarundirbúningnum Gljáð hátíðarlamb með pistas íuhnetum, h unangi, anan as og rauðu m perlum Skerið gróft munstu r í lærið í líkingu við taflborð. Nuddið m eð salti og pipar. Bakið við 180 °C í 20 mín. Takið lærið út og látið sta nda í 15-20 mín. Saxið pi stasíuhnetur (ekki o f smátt). Sjóðið vatn og hunang í potti ásamt kryddi og ananas. Setjið p istasíur og sjávarsal t útí í lokin. Dreifið helmingnum ofan á lærið og bak ið lærið áfram í 30 m ín. eða þar til kjarnhiti er or ðinn 58-61°. Leyfið lærinu að hvíla í mi nnst 10 mín. Smyrjið svo me ð afganginum af vö kvanum og berið fra m. Eplaturn á blöðru káli (1 turn á mann) Skerið toppinn af e pli, kjarnhreinsið og skerið restina í þrjá r til fjórar sneiðar og steikið í smjöri og smá sykr i. Blandið saman rjó maosti, piparrót, hunangi o g saxaðri myntu og smyrjið á 3 eplasne iðar. Leggið hangikjöt á milli og raðið upp, efst kemur eplaloki ð með stöngli. Einnig má s etja salat með. Skerið blöðrukálið h ringlaga og sjóðið í saltvatni í 3 mín. S nöggkælið og hitið svo upp me ð góðri olíu. Trönuberjasósa Sjóðið niður safa og vín með kanilstöng þar til 1/3 er eftir a f vökvanum, bætið kjötsoði við o g sjóðið áfram þar t il góðu bragði er ná ð. Bætið trönuberjunu m í sósuna rétt áður en borið er fram. Sj óðið ekki. FYRIR 10-12 MAN NS 2 lambalæri 4 dl hunang, 4 dl v atn 200g pistasíuhnetu r krydd á hnífsoddi: M alaðar kardímommur, kan ill, pipar, malað og ristað kúmen, ka rrí, 10 msk hakkaður e ða saxaður ananas, 1 msk sjáv arsalt, 1 msk heill rósapipa r (rauðar perlur) Eplaturn á blöðru káli 12 smá epli, hrátt h angikjöt 2-3 sneiðar í hvert epli, 400 g rjóma- ostur, 3-4 greinar f ersk mynta, 2 msk rifin piparrót , 2 msk hunang, smjör, sykur og blö ðrukál Trönuberjasósa 1 l trönuberjasafi, k anilstöng, 1 l kjötsoð, 2 dl rau ðvín, 100 g trönuber LAMBAKJOT.IS náttúrulega gott um jólin Þ að er ekki fyrir alla að útbúa góða sósu með jólamatnum og margir beinlínis hræðast sósugerð. Skoðum nokkrar aðferðir og eftir lesturinn ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Uppbökuð sósa, aðal- en jafnframt flóknasta sósugerðin Þegar baka á upp sósu er jöfnum hlutum af smjöri og hveiti skellt í pott og það brætt saman. Þetta tvennt er í raun hin heilagi kaleikur sósugerðar- innar. Þegar búið er að velkja þessari blöndu um í pottinum til þess að sjóða burtu hveitibraðgðið er hægt að byrja að byggja upp hina fullkomnu sósu. Það er reyndar hægt að leika sér að því að dekkja þessa blöndu í pottinum til að fá meira bragð en það er önnur saga. Soð er það sem gefur sósunni einkenni sitt og bragð. Því ber að velja það að kostgæfni. Það eru til fernur með soði eða seyði öllu heldur og það má líka nota teninga eða kraft. Þá þarf að passa upp á að í flestum tilfellum inniheldur þetta talsvert magn af salti. Í sérbúðum má stundum finna alvöru nauta- soð unnið úr beinum. Best er náttúrulega að búa til sitt eigið. Með því að sjóða bein, lauk, gulrætur og sellerí saman í langan tíma. Það soð er svo hægt að styrkja með smá kjötkrafti ef með þarf. Blanda soðinu góða svo hægt saman við og hræra stanslaust á meðan svo ekki komi kekkir. Hita að suðu og láta malla smá svo allt hveitibragð hverfi. Smakka til með salti og pipar. Það getur einnig þurft smá kraft ef sósan er veik á bragðið. Fyrir þá sem vilja dekkri sósu má splæsa í smá sósulit. Í marga sósu má líka nota aðeins malt til að dekkja og bragð- bæta. Í villibráðarsósu er gott að nota einiber og villisveppir skemma svo ekkert fyrir heldur. Nema að þeir séu eitraðir, auðvitað. Svo má ekki gleyma rjómanum ef það á að brúka hann. Hræra hann út í undir lokin en það er óþarfi að hann sjóði. Rétt áður en sósan er borin fram er smá klípa af ekta sméri hrærð saman við sósuna og útkoman er hin fullkomna sósa. Gljáandi og þykk. Uppstúfur, sæta hvíta sósan með hangiketinu Í hvítu sósuna með hangilærinu þarf að byrja eins og að ofan segir. Með smjöri og hveitiblöndu. Þegar búið er að velkja blöndunni um pottinn litla stund er mjólk bætt saman við. Fyrst um sinn nokkra dropa í einu og svo í stærri bunum. Passa að hræra eins Grýla hrærir í fullum potti af krökk- um. Svo ekki komi kekkir. Bæta mjólk saman við þangað til að sósan er orðin það þunn að auðvelt er að hræra og sá möguleiki læðist að kokknum að of langt hafi verið gengið. Formúlan er nokk- urn veginn svona: Á móti u.þ.b. 50 grömmum af bæði smöri og hveiti á að vera tæpur lítri af mjólk. Við meiri suðu þykknar stúfurinn svo aftur. Láta aðeins „bubbla“ upp að suðu og halda svo rétt undir því marki í tuttugu mínútur til hálftíma. Smakka til með sykri, salti, pipar (hvítum fyrir hreinlínufólk) og kannski örlitlu múskati ef það er í uppáhaldi. Eins má, ef bjóða á upp á Ora grænar baunir með þessu, skipta smá dreitli af mjólkinni út fyrir safan af þeim grænu. Maizenamjöl, þykkir sósuna eftir á Ef spenningurinn fyrir því að baka upp sósu er ekki fyrir hendi er um að gera að sleppa því. Gera bragð- gott soð, með smá rjóma ef vill og nota svo maizena- mjöl til að þykkja herlegheitin. Blanda smá mjöli við dreitil af köldu vatni og hella út í soðið. Þá þykknar það og verður þessi líka fína sósa. Það eru líka til sérstakir sósujafnarar sem innihalda maizenamjöl. Þá þarf yfirleitt ekki að hræra út í vatni áður en þeir fara í heita pottinn. Best að lesa þó leiðbeiningarnar áður. Með þessa aðferð borgar sig þó, eins og með flest í lífinu, að byrja smátt. Því erfiðara er að taka frá en að bæta við. Þunnildi, það þurfa ekki allar sósur að vera þykkar Bragðgott soð, smá pipar, söxuð steinselja og rjómi er dýrindisuppskrift að gæða sósu. Sjóða herlegheit- in svolítið niður og klára með klípu af köldu smjöri. Best er að reyna ekki að búa til of mikið af sósu með þessari aðferð heldur bara eftir þörfum. Gettósósa, þegar bjarga á jólunum Fyrir þá sem virkilega treysta sér ekki í sósugerð er það alltaf gamla góða pakkasósan. Knorr, Maggi og Toro hafa sjálfsagt bjargað fleiri jólum en jólasveinn- inn sjálfur. En það má líka dressa pakkasósuna upp í betri fötin. Nota eitthvað bragðmikið eins og blöndu af malti og súpukraftsvatni í staðinn fyrir vatn til að blanda við sósupúðrið. Muna líka að í allar sósur er gott að nota kjötsafann sem fellur af steikinni. Skrapa allt af botninum af á steikarpottinum. Gott að nota smá vín, bjór, eða vatn til að ná öllu gúmmel- aðinu upp og setja svo út í „bubblandi“ fína jólasós- una. Þetta síðasta á þó ekki endilega við um botn- skrap af kjöti sem að er bæði reykt og brimsalt, eins og af hangikjöti og hamborgarhrygg. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Maturinn skiptir engu. Það er sósan sem gerir jólamatinn að þeim hátíðarmat sem við öll þekkjum og elskum. Hamborg- arhryggur án sósu er bara eitthvað ofan á brauð. Rjúpuna vilja flestir löðrandi í „stöffinu“ og hvar væri hangiketið án uppstúfs? Á flatbrauði, það er ljóst! Sósu reglurnar 1. Bragðgott soð. Helst úr dýrabeinum. 2. Nota allt það sem lekur af fersku kjöti í steikarpotta og pönnur. 3. Smakka til með salti í lokin. Því það er salt í kjötkrafti og kjötsafanum. 4. Það er auðvelt að bæta við meiri sósu- jafnara en að taka hann burt. 5. Pakkasósur má gera jólalegar með malti og kjötsafa. 6. Köld smjörklípa gefur gott bragð og fallegan gljáa. 6 Sósan skiptir öllu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.