Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 106

Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 106
102 bíó Helgin 14.-16. desember 2012 Krakk- arnir tóku til sinna ráða eftir að sovéski innrásar- herinn hertók heimabæ þeirra og smalaði fullorðna fólkinu í fangabúðir.  Red dawn enduRgeRðuR kalda stRíðshasaR u pphaflega stóð til að frumsýna Red Dawn í nóvember 2010 en fjárhags-örðugleikar MGM seinkuðu henni verulega. Ýmislegt hefur breyst á þessum tveimur árum en meðal annars var í eftir- vinnslu myndarinnar ákveðið að breyta þjóðerni innrásarhersins sem ræðst á Banda- ríkin. Þegar myndin var tekin upp réðust Kínverjar á Bandaríkin en til þess að móðga ekki Kínverja og fæla þarlenda áhorfendur frá myndinni var þeim breytt í Norður-Kóreu- menn í lokafrágangnum. Chris Hemsworth leikur aðalhlutverkið í Red Dawn en eftir að tökum á Red Dawn lauk lék hann þrumuguðinn Þór í Thor og endur- tók hlutverkið síðan í einni allra vinsælustu mynd þessa árs, The Avengers. Velgengni Hemsworth seinna meir er því ákveðinn styrkur fyrir Red Dawn en hann var lítt þekk- ur þegar hann lék í myndinni en er orðinn stórstjarna þegar hún kemur loks fyrir sjónir áhorfenda. Red Dawn er endurgerð samnefndrar myndar eftir John Milius frá 1984 en þar smalaði hann saman vöskum ungliðum með Patrick Swayze fremstan í flokki en hann leiddi C. Thomas Howell, Lea Thompson, Charlie Sheen og Jennifer Grey í andspyrnu- hreyfingu unga fólksins. Krakkarnir tóku til sinna ráða eftir að sovéski innrásarherinn hertók heimabæ þeirra og smalaði fullorðna fólkinu í fangabúðir þar sem margir týndu lífi. Unglingarnir ákváðu því að hefna for- eldra sinna og bjóða Rússunum birginn. John Milius er sjálfsagt þekktastur fyrir Conan The Barbarian en hann haslaði sér völl í kvikmyndum í kringum 1970 ásamt félögum sínum, Francis Ford Coppola og Ge- orge Lucas, og hefur alla tíð staðið í skugga þeirra. Hann skrifaði handrit Apocalypse Now og Dirty Harry-myndarinnar Magnum Force en lét síðast til sín taka svo eftir var tekið með hinum stórgóðu og blóðugu sjón- varpsþáttum ROME. Chris Hemsworth leysir Patrick, heitinn, Swayze af í endurgerðinni og þar sem Sovét- menn eru alveg heillum horfnir sem illmenni í bíómyndum og því kemur, að hluta til af við- skiptaástæðum, í hlut Norður-Kóreumanna að herja á Bandaríkin. Josh Hutcherson tekur þátt í andspyrnunni með Hemsworth en vegur hans hefur einnig farið vaxandi frá því hann lék í Red Dawn og hann hefur heillað unga fólkið í hlutverki Peeta Mellark í The Hunger Games. Leikstjórinn John Milius var í góðu kalda stríðs stuði árið 1984 þegar hann sendi frá sér unglinga- myndina Red Dawn. Í myndinni er þriðja heimsstyrjöldin að skella á og Sovétmenn taka sig til og ráðast á Bandaríkin. Nokkrir unglingar láta slíkt ekki yfir sig ganga, grípa til vopna og verja smábæinn sinn. Red Dawn var endurgerð fyrir um það bil tveimur árum og er nú loks komin í bíó. Nú fer Chris Hemsworth fyrir vöskum hópi ungmenna sem mæta innrásarher Norður-Kóreu en stjarna Hemsworth hefur heldur betur risið hátt frá því hann lék í þessari síðbúnu endurgerð. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Hemsworth í stað Patrick Swayze Chris Hemsworth leiðir félaga sína í andspyrnu gegn innrásarher frá Norður-Kóreu. Patrick Swayze og Charlie Sheen ungir og sætir ásamt Jennifer Grey og fleiri ungmennum á leið í stríð við Sovétmenn.  svaRtiR sunnudagaR JapanskuR hRolluR Skólastúlkur í andsetnu húsi Félagarnir Sjón, Hugleikur og Sigurjón Kjartansson gefa hvergi eftir þegar „költ“ kvöldin þeirra á sunnu- dögum í Bíó Paradís eru annars vegar. Á sunnudaginn bjóða þeir upp á japönsku hryllingsmyndina Hausu, eða Húsið, klukkan 20. Nobuhiko Obayashi leikstýrði Hausu árið 1977 en myndin fjallar um andsetið hús, japanskar skólastúlk- ur og hvítan angóra-kött sem reynist vera djöfullinn sjálfur. Hausu hefur í gegnum árin skipað sér á bekk meðal helstu „költ“ mynda og er í dag mærð meðal hrollvekju aðdáenda um allan heim. Myndin var á sínum tíma hugsuð sem einhvers konar andsvar Japana við Jaws en framleiðendum þótti leikstjórinn fá full frjálsar hendur og úr varð einhver sérstakasta hrollvekja sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Hausu er vægast sagt undarlegur hrollur frá Japan. „Í SVEIT BESTU GLÆPASAGNA- HÖFUNDA ÞJÓÐARINNAR“ ★★★★ BIH, PRESSAN.IS GUÐFINNUR SIGURVINSSON, SÍÐDEGISÚTVARPINU Á RÁS 2. 2. PRENTUN KOMIN Í VE RSLANIR ROF EFTIR RAGNAR JÓNASSON 00000 w w w. v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frábær jólagjöf!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.