Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 108

Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 108
104 bækur Helgin 14.-16. desember 2012  Arthúr Björgvin heimspekiritið sem heillAði jón gnArr Þ að er ekki á hverjum degi sem þýskar bækur, hvað þá þýsk heim-spekirit, eru þýdd og gefin út á ís- lensku,“ segir Arthúr Björgvin sem hreifst af bók Precht og snaraði henni á íslensku. Í bókinni rýnir Precht í nútímarannsóknir á heilanum og taugalíffræði og ber þær saman við nokkrar helstu kenningar heim- spekinnar. „Heilinn tekur vitaskuld á móti skynjunum okkar á umhverfinu en ein- hvern veginn þarf að vinna úr þeim upp- lýsingum og þar kemur að heimspekinni,“ segir Arthúr Björgvin sem segist hafa heillast sérstaklega af þeim hluta bókar- innar sem fjallar um heilann enda hafi hann sem heimspekingur gefið slíku lítinn gaum. „Ég hef svo hitt konu, þekktan taugalíffræðing, sem hreifst síðan þvert á móti af heimspekihluta bókarinnar þannig að það má segja að Precht takist vel að tengja á milli þessara ólíku fræðasviða, enda setur hann hlutina fram á ljósan og aðgengilegan hátt.“ Arthúr segir Precht hafa lagt upp með einmitt þetta, að eyða gjánni á milli hug- vísindanna og eðlisfræðanna. „Þessum unga heimspekingi fannst heimspekin allt of lokuð inni í sínum fílabeinsturni og hefur sagt frá því að þegar hann var í háskólanum í Köln hafi ekki verið nema átta hundruð metra gangur á milli heim- spekideildarinnar og taugalíffræðinnar og heilarannsókna en samt hafi engin samræða átt sér stað þarna á milli. Precht er mjög lipur penni og vel að sér í heim- speki og því kjörinn til þess að brúa þetta bil,“ segir Arthúr og bætir við að það sé ekki að ástæðulausu að bókin hafi verið metsölubók í Þýskalandi í rúm fjögur ár og þegar verið þýdd á 34 tungumál. „Það er líka gaman að segja frá því að Jón Gnarr kemur að þessari bók á skemmtilegan hátt. Hann var í London þegar hann rakst á bókina þar og fannst titillinn, Who Am I? And If So How Many?, svo forvitnilegur að hann keypti bókina og las sér til mikillar ánægju. Síðan vill svo til að Precht er mjög áhuga- samur um beint lýðræði og fékk veður af Besta flokknum sem honum fannst bráðsnjall. Hann hafði því samband við Jón Gnarr skömmu eftir að Jón hafði lesið bókina og fékk hann í pallborðsumræður með sér í Þýskalandi. Jón segir að þetta hafi treyst trú hans á tilviljanir. Arthúr þeytist á milli Íslands og Þýska- lands en hann hefur á síðustu árum lóðs- að mikinn fjölda þýsks fjölmiðlafólks um Ísland. Hann hefur einnig verið óþreyt- andi við að halda Íslendingasögunum að Þjóðverjum. Hann endursagði til dæmis Njálu og Eglu á þýsku fyrir hljóðbóka- forlagið Supposé, en það gefur einungis út hljóðbækur sem eru talaðar, en ekki lesnar. Það er að segja, sögumaður ræðir við hlustendur eins og þeir sitji andspæn- is honum. Bækurnar komu út 2010 og 2011 og hafa fengið góða dóma og notið umtalsverðra vinsælda í Þýskalandi. Þórarinn Þórarinnsson toti@frettatiminn.is Samræða heilans og heimspekinnar Jón Gnarr og Arthúr Björgvin Bollason deila hrifningu sinni á bókinni Hver er ég, og ef svo er, hve margir? Borgarstjóri hefur haft persónuleg kynni af höfundinum Richard David Precht og hélt stutta tölu í útgáfuhófi þýðingar Arthúrs Björgvins. Precht er mjög lipur penni og vel að sér í heim- speki og því kjörinn til þess að brúa þetta bil. Heimspekingurinn Arthúr Björgvin Bollason hefur síðustu átta ár unnið fyrir Icelandair í Þýskalandi og séð um kynningarmál flugfélagsins í Mið-Evrópu. Hann nýtir hvert tækifæri til þess að halda Íslandi og íslenskri menningu að Þjóðverjum og hefur meðal annars kynnt Ís- lendingasögurnar af miklu kappi. Hann gaf sér þó tíma til þess að þýða bókina Hver er ég, og ef svo er, hve margir“ eftir þýska nútímaheimspekinginn Richard David Precht sem er nýkomin út hjá Ormstungu. Arthúr Björgvin hefur þýtt ýmis lykilrit úr þýsku, meðal annars verk eftir Nietzsche og Schiller.  krimmAkóngur FimmtA Bók jussis Kóngur í Danmörku Ný bók eftir Jussi Adler- Olsen kom út í Danmörku á dögunum og kom heldur seint út miðað við aðrar bækur í jólaflóðinu. Strax eftir fjóra daga í sölu var bókin orðin mest selda bókin í Danmörku í ár. Hún seldist sem sagt meira en bækur sem höfðu verið efst á met- sölulistum og selst jafnt og þétt allt árið. Danirnir eru hálf gátt- aðir á þessum vinsældum og samkvæmt bóksölum hafa þeir ekki upplifað svona mikla og hraða sölu frá því Harry Potter- æðið reið yfir landið. Nýja bókin heitir Marco Effekten á dönsku og er fimmta bókin í seríunni um Deild Q í dönsku rannsóknarlög- reglunni. Þrjár bækur hafa komið út eftir Jussi á íslensku, Konan í búrinu, Veiðimennirnir og Flöskuskeyti frá P. Fjórða bókin er væntanleg eftir áramót. Jussi Adler-Olsen nýtur mikilla vinsælda í heimalandinu, Danmörku, og á Íslandi. Ljósmynd/Hari Klassískar kiljur í hundraðatali Tilvalin jólagjöf! Collins Classics ritröðin: 549 kr. Mikið úrval bóka á góðu verði. Jólatilboð á tugum nýrra íslenskra bóka. Kynntu þér úrvalið á boksala.is Háskóli Íslands Háskólatorgi S. 570 0777 boksala@boksala.is www.dsyn.is dsyn@dsyn.is Sími: 556-5004 / 659 8449 Matarsendingar til útlanda Láttu okkur sjá um alla fyrirhöfnina – útvega vottorð, pakka og senda. H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.