Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 110

Fréttatíminn - 14.12.2012, Síða 110
Þorsteinn J. gaf á dögunum út bókina Veturhús sem fjallar um eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar. Í viðtali við Þórarinn Eldjárn og Eddu Heiðrúnu Backman í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag varð misskiln- ingur til þess að sagt var að Óli, sonur Þórarins, hefði dvalið á Grensásdeild Landspítalans og notið þar góðs atlætis – og ljóð Þórarins um Óla var birt með viðtalinu. Hið rétta er hins vegar að Kristján, sonur Þórarins, hlaut um skeið þjálfun á Grensásdeild í kjölfar krabba- meinsmeðferðar. Kristján Eldjárn gat sér gott orð sem gítarleikari en hann lést af völdum krabba- meins árið 2002, tæplega þrítugur, eftir tveggja ára erf- iða baráttu við sjúkdóminn. Óli fæddist mikið fatlaður árið 1975 og lést árið 2002. Hann fékk góða um- önnun á Kópa- vogshælinu um átján ára skeið en kom aldrei á Grensás. Í viðtalinu í síðasta blaði töluðu Þór- arinn og Edda Heiðrún um samstarf sitt við gerð barnabóka sem seldar eru til styrktar Grensásdeildinni en í bókinni eru myndir sem Edda Heiðrún málaði með munninum og Þórarinn ljóðskreytir. Fréttatíminn harmar þann leiða misskilning sem leiddi þessi mistök af sér og biður alla hlutaðeigandi vel- virðingar.  Bækur Þorsteinn J. með nýJa Bók og heimildarmynd á dVd Ein stærsta björgun Íslandssögunnar Þorsteinn J. þarfnast vart viðkynningar en síðustu ár hefur hann legið yfir heimildum um eina stærstu björgun Íslandssögunnar, þegar Magnús Pálsson og fjölskylda hans björguðu 48 breskum hermönnum í janúar 1942. É g er alltaf meira og meira hissa yfir því hvað þessi atburður hefur týnst,“ segir Þorsteinn J. sem sendi nýverið frá sér bók um eina stærstu björgun Íslandssögunnar en fyrir rúmum 70 árum bjargaði fimm manna fjölskylda í Vetur- húsum 48 breskum hermönnum sem höfðu verið við æfingar en lentu í aftakaveðri. Aðalsöguhetjan í bók Þorsteins, Veturhús, sem einnig er heimildarmynd sem sýnd var á Stöð 2 og fylgir með bókinni á DVD, er Magnús Pálsson en í fyrra fékk hann þakkarbréf frá breskum yfirvöld- um í athöfn í breska sendiráðinu. „Magnús hefur reyndar sjálfur alltaf sagt að hann væri nú engin sérstök hetja í þessu heldur bent á bróður sinn, móður sína og tvær systur,“ út- skýrir Þorsteinn sem hefur vandað mjög til verka í umræddri bók. Örn Smári hannar en Þorsteinn og Sturla Pálsson gefa út en það var einmitt Sturla sem benti Þorsteini á þessa sögu á sínum tíma og fram- leiddi heimildarmyndina. Umrædda nótt, þegar fjölskyldan bjargaði 48 mannslífum, fórust átta manns, slíkt var óveðrið. Magnús og hans fjölskylda í þessu litla koti hafa aldrei viljað hreykja sér sérstaklega af björguninni. Þau segjast bara hafa gert skildu sína. Sjálfur segir Þorsteinn að nú sé hringnum lokað hvað sig varðar. Hann er búinn að vera að vinna í þessu síðan 2007 og nú þegar bókin er komin út er eitt mesta björgunarafrek Íslands komið í sögubæk- urnar fyrir fullt og allt. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is magnús hefur reynd- ar sjálfur alltaf sagt að hann væri nú engin sér- stök hetja.  leiðrÉtting kristJán á grensásdeild Var í þjálfun í kjölfar krabbameinsmeðferðar Kristján Eldjárn lést tæp- lega þrítugur að aldri árið 2002 eftir erfið veikindi. Ættingjar hans og vinir gáfu nýverið út geisladisk- inn Gítarmaður með úrvali af upptökum frá tvennum brottfarartónleikum hans. Mynd/Gunnar Vigfússon 106 menning Helgin 14.-16. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.