Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Versnandi Veður og stórhríð á Vestfjörð- um og norðurlandi þegar líður á daginn. höfuðborgarsVæðið: Hvöss N-átt þegar líður á dagiNN. þurrt og kólNaNdi. nokkuð hVöss n-átt á landinu, él og snjókoma norðan og austantil. höfuðborgarsVæðið: allHvasst af N og léttskýjað. vægt frost. gengur niður og aðgerðarlítið VetrarVeður á landinu. höfuðborgarsVæðið: a-gola og þurrt. versNaNdi með kvöldiNu. hvellur fram á laugardag allar líkur á því að það geri Na- og síðar N-hvell sem stendur fram á laugardag. síðdegis í dag föstudag er útlit fyrir stórhríð á vestfjörðum og á Norðurlandi. eins á austurlandi á laugardag, en far þá að lagast vestast. á vesturlandi verður stormur seint á föstudag og fram á laugardag, en þó ekki nándar nærri eins slæmt og í óveðrinu fyrir viku. gengur niður og ágætis veður víðast á sunnudag. 3 0 2 4 5 -2 -3 -3 0 1 -4 -3 -5 -3 -2 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is OYSTER PERPETUAL EXPLORER II Michelsen_255x50_I_0612.indd 1 01.06.12 07:22 Ísland er með nær helmingi minna bankakerfi en Danir en þó eru starfsmenn bankageirans á Íslandi um helmingi fleiri, miðað við höfðatölu. þetta kemur fram í nýrri skýrslu mckin- sey&Company sem kom út nýverið. þar kemur fram að íslenska bankakerfið er nú 215 prósent af svokallaðri vergri landsfram- leiðslu (GDP á ensku) en í Danmörku er kerfið 432% af vergri landsframleiðslu. Engu að síður erum við á Íslandi með 10,3 starfsmenn á hverja þúsund íbúa en danir aðeins 6,9. sé fjöldi útibúa skoðaður kemur einnig í ljós að þar lítur út fyrir að við séum með of mörg útibú, miðað við frændur okkar í danmörku. séu útibúin framreiknuð á hverja milljón íbúa erum við á Íslandi með 360 útibú á hverja milljón en Danir 268.  Heilbrigðismál gekk á milli lækna árum saman án greiningar Með þriggja kílóa æxli í kviði sautján ára stúlka hafði kvartað undan sárum verkjum í maga frá 5 ára aldri og var með óvenju útstæðan kvið. Hún fór til fjölda lækna en var ávallt send heim með verkjalyf. kven- sjúkdómalæknir uppgötvaði hins vegar rúmlega þriggja kílóa blöðru í kvið hennar sem fjarlægja þurfti með stórri skurðaðgerð. s autján ára stúlka, Ingibjörg Erla Árna­dóttir, gekk milli lækna í 12 ár en var alltaf send heim með verkjalyf þangað til loksins uppgötvaðist að hún var með 3,3 kílóa æxli í kviðnum. Hún hafði kvartað und­ an magaverkjum frá fimm ára aldri og móðir hennar fór margoft með hana til heimilis­ lækna og sérfræðinga án þess að hún fengi fullnægjandi skoðun. „Ég var með mjög útstæðan maga og sí­ fellda verki en fékk alls kyns skýringar á því hjá læknum sem ég fór til,“ segir Ingi­ björg. Móðir hennar lét hana taka nokkur þungunarpróf af þeim sökum, sem alltaf komu út neikvæð. „Ég var hætt að geta leg­ ið á maganum eða reimað skóna upp á síð­ kastið því maginn var orðinn svo útstæður. Ég var komin með stöðugar milliblæðingar og því pantaði mamma fyrir mig tíma hjá kvensjúkdómalækni. Nokkrum dögum áður en ég komst að hjá honum fór ég á bráða­ móttökuna því ég var með svo mikla verki. Þar var þreifað á maganum á mér og mér gefin verkjalyf og ég send heim. Þegar kven­ sjúkdómalæknirinn skoðaði mig sá hann hins vegar nær undir eins að ég væri með „risastóra“ blöðru á öðrum eggjastokkn­ um, eins og hann orðaði það. Ég var mjög fegin að heyra að loksins var komin skýring á því sem var að hrjá mig þótt það væri um leið óþægilegt,“ segir hún. Ingibjörg fór til kven­ s júkdómalæk nis á mánudegi sem fær fyr­ ir hana tíma á kvenna­ deild á þriðjudegi, viku seinna. Að­ fararnótt sunnu­ dags fær Ingi­ björg mikla verki og fer beint á kvennadeildina þar sem hún gat nú loks sagt frá því að hún væri með blöðru á eggjastokkn­ um. Þar var hún þreif­ uð og fékk verkjalyf og send heim þar sem hún ætti tíma fá­ einum dög­ um síðar. „Þegar ég var komin út af kvenna­ deildinni á leiðinni heim, klukkan hálf fimm að morgni, leið yfir mig á bílastæðinu. Þá fyrst var ég lögð inn,“ segir hún. Ákveðið var að flýta aðgerðinni og fór Ingi­ björg í skurðaðgerð á þriðjudeginum. „Búið var að segja við mig að hægt yrði að fjarlægja blöðruna í gegnum göt en þegar ég var skoð­ uð nánar var mér sagt að hún væri svo stór að það yrði gerður svokallaður bikiniskurð­ ur. Stuttu fyrir aðgerðina kom hins vegar í ljós að æxlið næði yfir svo stórt svæði að það dygði ekkert minna en skurður frá lífbeini og upp fyrir nafla og því er ég með risastórt ör eftir aðgerðina,“ segir hún. Í ljós kom að æxlið var 3,3 kílóa blaðra og að annar eggja­ stokkurinn væri ónýtur af völdum þess. Kvensjúkdómalæknir Ingibjargar sagðist skammast sín fyrir stétt sína, að sögn Ingi­ bjargar, það væri ófyrirgefanlegt að blaðran hefði ekki uppgötvast fyrr og hvatti hana til að leita réttar síns. „Ég vil bara að þeir læknar sem komu að þessu fái upplýsingar um hvað var í raun að hrjá mig þannig að þeir skoði betur sjúklinga í fram­ tíðinni,“ segir Ingibjörg. Að sögn móður hennar, Guðrúnar Margrétar Jök­ ulsdóttur, fengu þær ein­ ungis að vita að blaðr­ an væri hægvaxandi vefmyndun sem blæddi inn í. „Okkur var sagt að blaðran hafi verið hvít og glær. Þeg­ ar ég spurði hvort eitthvað hafi verið í henni fengum við svarið að hún hafi verið full af „jukki“. Hvaða „jukki“ fengum við ekki nánari upplýsingar um,“ seg i r Guðrún. Þær bíða nú niður­ stöðu úr rann­ sóknum á blöðr­ unni. sigríður dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is 10,3 ísleNdiNgar af Hverjum þúsuNd viNNa í baNkageiraNum. 6,9 daNir af Hverjum þúsuNd viNNa í baNkageiraNum.  ba kar Ísland borið saman við danmörku of margir bankastarfsmenn fyrir aðgerð eftir aðgerð mistókst að breyta Hæstarétti „þegar ég hóf störf sem hæstaréttar- dómari ætlaði ég mér að reyna að ná fram nauðsynlegum breytingum á starfi dómstólsins. það tókst þó því miður ekki,” sagði jón steinar gunnlaugsson, fyrrver- andi hæstaréttardómari, á málþingi félags laganema Háskólans á bifröst í vikunni. jón steinar gagnrýndi hvernig dómar væru skrifaðir í Hæstarétti. þar séu oft margir dómarar að koma sér saman um eina niðurstöðu sem þeir skrifa í samein- ingu þó þeir séu oft ekki fullkomlega sam- mála um forsendurnar. dómarnir beri þess oft merki þar sem rökstuðningur á bak við ákveðnar niðurstöður er misvísandi sem verður til þess að dómur hefur mun minna fordæmisgildi en hann hefði ella. jón steinar vill einnig afnema með öllu áhrif sitjandi hæstaréttardómara við skipun nýrra dómara við réttinn. -sda ingibjörg erla árnadóttir fór á milli fjölda lækna í mörg ár án þess að fá rétta sjúkdómsgreiningu. Nýlega var fjarlægt 3,3 kílóa æxli úr maga hennar. 4 fréttir Helgin 9.-11. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.