Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 16
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. N Niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar um viðbrögð og starfshætti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakana um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot vígðra þjóna og annarra starfsmanna kirkjunnar sem kynnt var fyrir réttri viku eru staðfesting á því sem fram kom í mörgum fréttum og úttektum í Fréttatím- anum í fyrra. Margir áttu bágt með að trúa því að svo hastarlegt ofbeldi hefði viðgengist gagnvart börnum, árum og jafnvel áratugum saman, í skjóli kaþólsku kirkjunnar og Landakotsskóla sem hún rak allt til ársins 2005. Þá tók sjálfseignarstofnun við rekstri skólans. Það þurfti kjark til að stíga fram og lýsa því ofbeldi sem þetta fólk hafði þurft að þola á barnsaldri, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt. Þöggun kaþólsku kirkjunnar á þessu ofbeldi er æpandi enda bárust henni marg- sinnis ábendingar um ofbeldi gagnvart börnum í Landakotsskóla og sumarbúðum á vegum hennar. Skýr skylda er þó til þess að upplýsa um það ef börn búa við ofbeldi eða áreitni. Kynferðislegt og annað ofbeldi er alvarleg ógn við velferð barns. Ríkir sam- félagslegir hagsmunir eru í húfi, enda hvílir skylda á samfélaginu að tryggja öryggi og veita börnum þá vernd sem velferð þeirra krefst. Þöggun kaþólsku kirkjunnar á við- varandi ofbeldinu var hins vegar markviss og kerfisbundin. „Í tilvikum þar sem líklegt er að koma megi í veg fyrir brot, frekari brot eða alvarlegar afleiðingar ofbeldis fyrir barn má því leiða líkum að því að skylt sé að tilkynna lögreglu ásamt því að leita til barnaverndar- nefndar. Burtséð frá skyldu manna til að snúa sér til lögreglunnar vegna refsiverðra brota þá er almennt heimilt að óska lögreglurann- sóknar ef grunur leikur á að brot hafi verið framið,“ segir meðal annars í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar. Hrollur fór um þá sem lásu í Fréttatímanum um ofbeldið. Sá hryllingur kemur ekki síður fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Eins og fram kom í blaðinu voru það einkum tveir nafngreindir aðilar sem árum saman níddust á börnum sem þeim var treyst fyrir í Landa- kotsskóla og sumarbúðum kaþólsku kirkj- unnar, skólastjórinn, séra Georg, og kennari við skólann sem skólastjórinn hélt hlífiskildi yfir, Margrét Müller. Fleiri voru sakaðir um kynferðislegt ofbeldi en þeir eru ekki nafn- greindir í skýrslunni. Um áhrif andlegs, líkamlegs og kynferðis- legs ofbeldis á börn þarf ekki að hafa mörg orð, svo ekki sé talað um hreinræktaðan sad- isma eins og viðgekkst í Landakotsskóla og sumarbúðunum. Í formála skýrslu rannsókn- arnefndarinnar segir meðal annars: „Á undan- förnum áratugum hefur verið stigvaxandi meðvitund um ofbeldi og illa meðferð sem börn hafa oft þurft að þola af hendi ýmissa sem falin hefur verið umsjón þeirra. Þá hefur stöðugt komið skýrar í ljós hversu alvarlegar afleiðingar ofbeldis geta verið fyrir þolanda. Ofbeldi af hálfu þess sem er í valdastöðu eða í trúnaðarsambandi við þolanda, svo sem trúarleiðtoga, prests, skólastjóra eða kennara, hefur nokkra sérstöðu. Við ofbeldið misnotar fagaðilinn sér það óskilyrta traust sem þol- andi ber til hans og það vald sem stöðu hans fylgir. Við þessar aðstæður eiga þolendur oft mjög erfitt með að segja frá ofbeldinu og það getur varað í langan tíma.“ Skýrsluhöfundar segja enda frá því að þótt sumir viðmælend- anna hefðu reynt, árangurslaust því miður, að koma á framfæri ásökunum hefðu aðrir sagt frá í fyrsta sinn. Hina skelfilegu reynslu höfðu þeir geymt með sér. Það var þeim að vonum tilfinningalega erfið reynsla að segja frá ofbeldinu og afleiðingum þess. Biskup kaþólsku kirkjunnar hefur beðið þá afsökunar „sem telja að á sér hafi verið brotið“, eins og segir í viðbrögðum við skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Afsökunarbeiðnin er sett fram „í fullkominni auðmýkt“ eins og segir í viðbrögðum biskupsins en athuga- semd verður að gera við orðalagið. Það leikur enginn vafi á að á þessum börn- um var brotið og það alvarlega. Ofbeldi gagnvart börnum sem kaþólsku kirkjunni var treyst fyrir Markviss og kerfisbundin þöggun Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Orður og æra Við andlát þarf að skila Fálkaorðunni, það er því erfitt að svipta menn einhverju sem þeir ekki hafa. Örnólfur Thorsson forsetaritari sló kröfu Illuga Jökulssonar um að séra Ágúst Georg, fyrrverandi skólastjóri Landakots- skóla, yrði sviptur Fálkaorðunni. Evrópuförðun Hann baðar sig í kinnapúðri Evrópubanda- lagsins sem hann makar á sig á hverjum degi og sleikir út um. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setti út á andlitsmálningu Steingríms J. Sigfússonar, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, í umræðu um fiskveiðistjórnun á Alþingi. Fjármálalesblinda Ég held að menn hafi kannski bara mis- munandi fjármálalæsi og sjái hlutina á ólíkan hátt. Sigurður Rúnar Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar, reynir að skýra mismunandi viðbrögð við fjárhagsvandræðum Eirar og hugmyndum Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um rekstr- arerfiðleika. Veðursaga fyrir byrjendur Gott kvöld. Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að skoða gömul veðurkort og ekki síst gamlar óveðursspár. Hér höfum við dæmi um slíka spá sem var gefin út 8. september og gilti fyrir 10. september. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur brást við orðum Ögmundar Jónassonar innan- ríkisráðherra að ekki hefði varað við fjárskæðu óveðri í september með því að rifja upp veðurspá þeirra daga í beinni útsendingu. Snjóstormur í vatnsglasi Það sem var óheppilegt af minni hálfu í seinna skiptið sem ég kom upp sagði ég að ekki hefði verið spáð fyrir um slæmt veður. Ögmundur Jónasson dró aðeins í land með veður- spárgagnrýni sína eftir að Haraldur Ólafsson snupraði hann hárfínt undir rós. Lengi mun sú skömm uppi verða! Þetta er ekki eldiviður, en það gerðum við einu sinni við jólatréð og var okkur til háborinnar skammar að við skyldum kveikja í trénu á Austurvelli. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, stuðaði búsáhaldarbyltingafólk með því að lýsa iðrun og skömm yfir að Oslóar- tréð hafi verið brennt á Austurvelli í hita mótmælanna. Seint í janúar. Bjúgu og annar óþverri Það er hreinlega vanvirðing við börn að þeim sé réttur matseðill með nöggum og spagettí. Börn eru bara litlar útgáfur af fólki. Sigurveig Káradóttir matreiðslumaður kom með yfirvegað innlegg í heita umræðu um vondar skólamátíðir. Lætin byrjuðu eftir að kennarar í Hafnarfirði kveinkuðu sér undan því að þurfa að borða vond bjúgu sem þeim þykja þó boðleg nemendum sínum.  VikaN sem Var „Ég er mjög ánægð með þessa viku,“ segir maður vikunnar, Margrét Marteinsdóttir, nýráðin dagskrárstýra útvarps RÚV, glöð í bragði. Hún segir vikuna hafa verið talsvert frábrugðna öðrum vikum í vinnunni. „Jafnvel þó að ég hafi verið hér á RÚV í rúm 14 ár, lengst af á fréttastofunni,“ bætir hún við. „Núna beygi ég til vinstri en ekki hægri þegar ég kem inn. Það er nýtt en ég er mjög ánægð og hlakka til að takast á við þetta skemmtilegt starf.“ Hún segir ekki aðeins skemmtilega tíma fram undan í útvarpinu, „fyrir utan það að vera að skipuleggja áhugaverða og skemmti- lega jóladagskrá á Rás 1 og Rás 2 með öllu því góða fólki sem hér vinnur er ég að undirbúa 17 ára afmæli einkadótturinnar.“ MaðuR vikunnaR Beygir nú til vinstri en ekki hægri Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvar 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvar 6, 230 Kópavogi 69% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012 16 viðhorf Helgin 9.-11. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.