Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 60
Skálað við gimbur: Hægeldaður lambaháls Háls af lambi c.a. 1-1½ kg 2 gulrætur 1 laukur 2 sellerístilkir 1 flaska rauðvín sem hæfir tilefninu 1 haus af hvítlauki 1 vatnsglas Salt & pipar Notið lokaðan leirpott eða pott sem heldur raka vel. Gróf­ skerið lauk, gulrætur og sellerí. Hitið olíu í pottinum, brúnið hálsinn, bætið við grænmetinu og haldið áfram að steikja um stund. Hellið hálfri rauðvínsflösku og vatninu yfir, kryddið og látið sjóða aðeins. Lokið pottinum, setjið inn í 100°C heitan ofn og látið malla yfir nótt, eða að lágmarki sjö klukkustundir. Fjarlægið hálsinn varlega úr pottinum, sigtið soðið og búið til sósu. Berið hálsinn fram í heilu lagi og leyfið kjötinu að detta af beinunum. Gott að bera fram með rótargrænmeti, soðsósu, dijon og seinni helmingnum af rauðvíninu. 44 matur Helgin 9.­11. nóvember 2012  Sláturtíð HálSinn er einn vanmetnaSti Hluti lambSinS matargerð úr biblíu kriStinna manna Háls- og herðanudd – fjölnota Öflugt hamrandi nudd sem dregur úr vöðvabólgu. Hentar einnig á bak, mjaðmir og læri. Margskonar stillimöguleikar. 16.980 kr. Gefðu góða gjöf Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Eirberg • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Heilsa • Slökun • Vellíðan Hvað myndi Jesús borða? Æskuvinkon- urnar Kristín og Sigrún eru samrýndar og tala um allt. Þær höfðu lengi rætt sín á milli að búa til mat- reiðslubók. Það hafa þær nú gert en athygli vekur að rétt- irnir eiga allir sína tilvísun í biblíu kristinna manna. „Við hlaupum saman reglulega og tölum um mat allan tímann, það hlýtur að teljast mjög undarlegt,“ segir séra Sigrún Óskarsdóttir, prestur í Árbæjarkirkju, sem hefur ásamt æskuvinkonu sinni, Kristínu Þóru Harðardóttur, gefið út matreiðslubókina „Orð, krydd & krásir“ – Spennandi og girnilegir réttir af slóðum Biblíunnar. Maturinn sem borinn er á borð í bókinni er að sögn vinkvenn- anna einfaldur og heilsusamlegur og um leið kitlandi og framandi. Þær segja fjölbreytni vera í öndvegi sem og áherslu á skemmtilega stemningu við veisluborðið. „Í bókinni leggjum við mikla áherslu á að skapa ánægjulega stemningu við veislu- borðið. Okkur vinkonunum þykir fátt skemmtilegra en að bjóða til matarveislu. Það var því einstaklega gaman að fá að vinna að réttunum og bjóða vinum og fjölskyldu að smakka með okkur, þróa áfram og njóta,“ segir Sigrún og vinkona hennar og meðhöf- undur tekur í sama streng. „Við erum miklir ástríðukokkar. Við höfum mjög gaman af mat en mest þó af því að gefa fólki að borða. Ætli þetta sé ekki gamla húsmóðurgenið frá mæðrum okkar sem að blundar svona í okkur,“ segir Kristín. Bókinni er skipt upp í nokkra veislukafla og við hvern kafla er ákveðin matartilvísun úr biblíunni sem þær stöllur segjast hafa lesið upp í matarboðunum. „Við höfum lengi rætt um að flétta fornar bækur biblíunnar saman við nútímann og hversdagsleikann,“ segir Sigrún og Kristín bætir við að maturinn sem finna má í bókinni eigi upp á pallborðið í mat- armenningu dagsins í dag, svokallað slowfood þar sem hráefnið er ferskt og óunnið. „Við leggjum upp með að nota íslenskt hráefni eins og við getum.“ Kápa bókarinnar sem geymir hinar helgu uppskriftir. Vinkonurnar Sigrún og Kristín Þóra hafa verið óaðskiljanlegar síðan í menntaskóla. Besti bitinn í bænum Jón Þór Finnbogason á alltaf nóg af lambakjöti í frystikistunni og hvetur fólk til að kaupa sér heilan skrokk fyrir vetur- inn. Hann er afar hrifinn af hálsinum en setur hann ekki í flokk með súpukjöti eins og kaupmenn gera. Jón Þór Finnbogason eldar háls af lambi. Ljósmynd/Hari n ú er sláturtíðinni að ljúka og hver fer að verða síðastur að fylla frystikistuna af lamba- kjöti fyrir veturinn. Hálsinn finnst mér einn skemmtilegast hluti lambs- ins. Hálsinn samanstendur af seigum litlum vöðum, fitu og sinum. Hálsinn er einn af þeim hlutum lambsins sem fer ekki að virka fyrr en búið er að eyða töluverðum tíma í mýkja hann upp. Þetta eru harðir vöðvar sem búa yfir miklum einkennum en eftir lúxusbað breytist hálsinn í hreint sælgæti, ef hægt er að taka þannig til orða. Hálsinn er nánast ófáanlegur í heilu lagi hjá hefðbundnum kaup- manni, þar sem hlutar hans finnast einungis í hinum svo- kallaða „súpuflokki“. Fyrir þá sem vilja vera öruggir um að nálgast slíkan bita er best að verða sér úti um heilan skrokk. Þegar skrokkurinn er kominn í hús er tilvalið að byrja ferðalag vetrarins á því að sökkva tönnunum í safaríkan háls. Hér fylgir uppskrift sem færir okkur nær upprunanum. Háls er herramanns matur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.