Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 53

Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 53
Venjuleg aðalfundarstörf Þ „Þú varst nú óttalega rýr, varstu ekki sendur í ljós?“ sagði æskufélagi minn þegar við hittumst um helgina og rifj- uðum upp löngu liðna daga þegar við í sameiningu ruddum land undir fótbolta- völl og stofnuðum fótboltafélag, sem hét því virðulega nafni Knötturinn. Ekki var minna lagt í nafnið á knattspyrnuvellin- um. Hann hét, hvorki meira né minna, en Wembley. Sennilega höfum við lesið um þann fræga völl í London á íþróttasíðum Tímans, þar sem Alfreð Þorsteinsson sagði sporttíðindi. Hann haslaði sér síðar annan völl og byggði glerhöll sem sæmir hvaða fursta sem er, aðalstöðvar Orku- veitu Reykjavíkur, en það er önnur saga. Raunar vorum við félagarnir ekki vissir um það, þegar á nýliðinn aðalfund Knatt- arins leið, hvor hefði komið á undan, Wem- bley í London eða Wembley í Langagerði. Ég gat ekki neitað aðalfundarfyrir- spurninni og játaði að hafa verið sendur í ljós í 7 ára bekk í Breiðagerðisskóla, með öðrum innanrýrum nýnemum. Þetta var áður en það þótti fínt að vera mjór. Piltar áttu að vera sýslumannslegir. Það þótti merki um heilbrigðan belg. Nú er vitað, að loknum alls konar rannsóknum, að hluti 7 ára drengja er mjór að eðlisfari. Skólinn ákvað hins vegar að senda okkur mjónurnar í ljósatíma, svo í okkur kæmist nóg af D-vítamíni og við þrifumst betur. Samt fékk ég lýsi heima, sem móðir okkar systkina gaf okkur samviskusamlega – og sannarlega nóg að borða. Það breytti þó engu um holdafar mitt. Úr ljósatímunum man ég það eitt að þar var skrýtin lykt – og að við fengum dökk gleraugu til að vernda augun. Útitekinn varð ég ekki enda var ekki búið að finna upp nútíma sólarbekki þar sem fólk liggur, sumt að minnsta kosti, til þess að fá á sig suðrænt og siglt yfirbragð. Mjósleginn líkami minn þýddi hins vegar að ég gat ekki státað af stæltum fótboltalærum þótt við félagarnir hömuð- umst í fótbolta hvenær sem færi gafst – en hlaupið gat ég þindarlaust. Það vóg upp á móti læra- og kálfaþynnkunni. Hver leik- maður Knattarins hafði því til síns ágætis nokkuð þegar leikið var á Wembley með reimuðum fótknetti. Vont var samt að skalla ef reimin hitti á ennið. Langminnugir félagar Knattarins þótt- ust muna að einkum hefði verið leikið við tvö kapplið í hverfinu, annars vegar Spyrnuna og hins vegar Þrusuna. Nokkuð er farið að fenna yfir úrslit leikja en ef vel er gáð í geymslu eins félagans er hugsan- legt að bókhald fótboltafélagsins finnist, þótt síðar verði. Þar voru úrslitin skráð, og það sem ekki skiptir minna máli, hverjir skoruðu mörkin. Ég þykist vita að ég hafi ekki verið markakóngur félagsins, var hreinlega of mjór til að ná nógu föstum spyrnum. Einhver mörk skoraði ég þó en samkomulag varð að vera í báðum liðum um það hvort mark var gilt eður ei því steinar eða peysur gegndu hlutverki marksúlna. Við áttum hvorki spýtur né net til að búa til almennileg fótboltamörk. Yngri deild Knattarins, sem einnig sótti nýliðinn aðalfund, heldur því fram að velmegun í Smáíbúðahverfinu hafi verið orðin það mikil þegar hún tók við, að náðst hafi að koma upp boðlegum mark- stöngum. Hlutverk þeirrar deildar var hins vegar, á mektardögum eldri deildar, að standa aftan við mörkin og sækja bolt- ann þegar skorað var, eða brennt af, sem stundum gerðist. Á þeirra tíma stráka- máli hét það að vera fúllbakk fyrir aftan mark. Ensk málfarsáhrif höfðu borist yfir hafið. Fremsti maður var því senter og á vængjum vallarins vorum við sitt á hvað hægri og vinstri ving. Ég er samt ekki viss um að við höfum haft hugmynd um hvað orðin center eða wing þýddu – en best var þó að vera stroffískytta félagsins. Það hét síðar vítaskytta. Hinn útvaldi var gjarnan markahæstur. Nýr Wembley hefur risið í London og sá gamli í Langagerðinu er löngu horfinn undir einbýlishúsabyggð. Nokkuð hefur, í áranna rás, bæst utan á gamla liðsmenn Knattarins, þótt enn haldi þeir íþrótta- mannslegu útliti og prúðmannlegri fram- komu. Enginn þarf að minnsta kosti að fara í ljós af D-vítamínskorti. Einn félaga okkar náði meira að segja svo langt, eftir að eiginleg starfsemi þessa merka félags lagðist af, að komast í landslið í hópíþróttagrein. Trúlegt þykir að hann verði síðar, vegna afreksins, sæmdur gullmerki Knattarins. Frami landsliðsmannsins, sem þá lék undir merkjum stóra hverfisfélagsins Víkings, vakti hins vegar upp spurningar meðal aðalfundarmanna um réttmætar kröfur Knattarins á hendur hins forn- fræga félags. Eigum við Knattarmenn ekki inni uppeldisbætur fyrir þann liðs- mann sem gekk í raðir Víkings? Við lesum um það að atvinnumenn samtímans eru búbót fyrir hérlend uppeldisfélög þegar stóru atvinnumannaliðin ytra kaupa þá. Gildir hið sama ekki um samskipti lítils hverfisfélags og stórs? Annað sem styrkt gæti fjárhagsstöðu Knattarins, svo halda megi veglega aðal- fundi félagsins í framtíðinni, er sú krafa sem það hlýtur að eiga á Reykjavíkurborg. Sjálf höfuðborg landsins tók Wembley í Langagerði undir íbúðabyggð – og það bótalaust. Samningar voru ekki einu sinni reyndir. Gerð leikvangsins hófst í borgar- stjóratíð Gunnars Thoroddsen en það var í tíð Geirs Hallgrímssonar sem Wembley Knattarmanna var tekinn eignarnámi – án viðvörunar og lögmætra bóta. Fyrr- greindir borgarstjórar eru gengnir á fund feðra sinna en borgin hlýtur engu að síður að vera ábyrg. Ekki verður öðru trúað en núverandi borgarstjóri hafi frumkvæði að sann- girnisbótum. Um leið og þær færast á aðalfundareikning Knattarins þykir meira en líklegt að Gnarr verði sæmdur gullmerki félagsins – um leið og lands- liðsmaðurinn. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i Fáðu fyrstu bókina frítt! Ófriður 2.799 kr. FORSALA Rústirnar Frítt Óttulundur 999 kr. Kristófer 1.499 kr. Helgin 9.-11. nóvember 2012 viðhorf 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.