Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 14
Kjósum öflugan mann með skarpa sýn á atvinnuvinnulífið Ragnar Önundarson hefur sýnt með verkum sínum og skrifum um viðskiptalíf og fjármál að hann á mikið erindi í forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisfólk í Kraganum, mætum í prófkjörið og tökum þátt í að móta nýja framtíð. Sjálfstæðisfólk í Kraganum, sendum skýr skilaboð veljum Ragnar Önundarson í 1. sætið. Stuðningsmenn Greinar Ragnars og framtíðarsýn: www.ragnaronundarson.is 1. Diljá Valsdóttir, verkefnastjóri hjá Innovit, segir niðurstöður McKinsey&Company ekki koma á óvart.  Viðskipti Ný skýrsla MckiNsey&coMpaNy Íslendingar meiri frumkvöðlar en Bandaríkjamenn É g get tekið undir þetta,“ segir Diljá Valsdóttir hjá nýsköpunar og frumkvöðlasetri Innovit um niður- stöðu skýrslu McKinsey&Company sem kom út á dögunum og segir Íslendinga eina mestu frumkvöðla heims. Samkvæmt skýrslunni eru 10% Íslend- inga nú þegar viðloðandi ný fyrirtæki en þetta hlutfall er 7,6% í Bandaríkjunum en Bandaríkjamenn hafa lengi talist til mestu frumkvöðla heims. Danir eru hins vegar miklu íhaldssamari en Íslending- ar og Bandaríkjamenn og aðeins 3,8% þeirra eru viðriðnir ný fyrirtæki. „Íslendingar eru almennt óhræddir við að láta drauma sína rætast og kýla á það,“ segir Diljá og hjá Innovit finna þau fyrir miklum áhuga hjá fólki og hún segir enn fremur að það sé tiltölulega auðvelt að stofna fyrirtæki á Íslandi. Sé rýnt nánar í skýrslu McKin- sey&Company kemur í ljós að nær helm- ingi fleiri Íslendingar eru í startholunum að stofna nýtt fyrirtæki en til dæmis Bandaríkjamenn. Og samkvæmt skýrsl- unni láta Íslendingar verkin tala. Um 65% Bandaríkjamanna eru að hugsa um að stofna fyrirtæki en um 50% Íslendinga. Munurinn felst í þeirri staðreynd að fleiri Íslendingar láta drauminn rætast. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Munurinn felst í þeirri staðreynd að fleiri Íslendingar láta draum- inn rætast.  „ÖNuglyNdi“ og „fýlukast“ í fraMkVæMdastjóra fíB Segja metanið langt frá því að vera búið Í Féttatímanum í síðustu viku lýsti framkvæmdastjóri FÍB, Runólfur Ólafsson, yfir miklum áhyggjum af stöðu metangasmála. Hann sagði að yfirvöld héldu upplýsingum frá almenningi og að framleiðslugeta sorpvinnslustöðva væri komin langt aftur úr vaxandi eftirspurn. Hann sagði að ef færi sem horfði yrðu eigendur metanbíla fyrir miklu fjárhagstjóni þegar gasið kláraðist. Þessu hafna Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku, og Björn Haraldsson, framkvæmdastjóri Sorpu, alfarið og segjast ekkert botna í „fýlunni“ úr herbúðum FÍB. Aukningin sé mjög jákvæð því þar sé kominn hvati að meiri framleiðslu metangass. É g skil ekkert í þessu önuglyndi framkvæmdastjóra FÍB,“ segir Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Metanorku, vegna fréttar blaðsins í síðustu viku. Hann segir að til standi að reisa gasgerðarstöð á vegum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðis- ins á næsta ári. Með því muni framleiðsla metangass þrefaldast. Metanorka hyggst einnig opna stöð í Melasveit og á Akureyri. Í sama streng tekur Björn Haraldsson, framkvæmdarstjóri Sorpu, sem einnig furðar sig á ummælum Runólfs. „Ég skil ekk- ert í þessu fýlukasti. Við munum koma til með að standa fyllilega við orð okkar og þjónusta um 4.000 smábíla úr Álfsnesi, en nú eru þeir aðeins um tólf hundruð.“ Björn segir að vissulega komi það fyrir að þrýstingur verði lágur á dælunum á álagspunktum. En til standi að bæta við þjónustu- stöðvum í samvinnu við Olís og auka þannig sam- keppni. Dofri segir að einnig megi skoða þjóðhagsleg áhrif þess að aka um á innlendri orku í stað erlendrar með tilliti til gjaldeyrissparnaðar. Áhyggjur framkvæmda- stjóra FÍB séu út í hött. „Ef eftirspurnin eftir metani er mikil, vex framleiðsl- an í kjölfarið. Við förum ekki að búa til orku umfram það sem er nýtt. Það sér hver maður að slíkt er ekki hagkvæmt. Ég skil því ekki alveg á hverju gagnrýnin byggist og að þetta skuli koma frá manninum sem kvartar hve mest yfir bensínhækkunum. Hann ætti því að gleðjast yfir ódýrari orkugjöfum, og innlendum í þokkabót,“ segir Dofri og bendir á að fyrir liggi þver- pólitísk sátt á Alþingi um að ekki verði lagðir frekari skattar á innlenda, vistvæna orku fyrr en að bílaflotinn er kominn á sjötta þúsund. „Nú eru bílarnir hins vegar ekki nema tólf hundruð. Svo það er langt í það.“ Dofri bendir á líkindi milli metanvæðingarinnar og almennrar hitaveitu. „Sem dæmi má nefna að 1934 var heitt vatn leitt í nýbyggðan Laugarnesskóla, 1935 í ný- byggðan Austurbæjarskóla og á næstu tveimur árum í Landsspítalann og Sundhöllina. Þá voru stór hús í Þingholtum að byggjast upp og eigendur þeirra vildu fá hitaveitu en þá var heita vatnið í Laugarnesi á þrotum. Menn sögðu þá að engin framtíð væri í hitaveitu, þetta væri skemmtilegt í nokkur hús en auðvitað gæti ekkert komið í staðinn fyrir olíufýringuna.“ Dofri vísar einnig ummælum Runólfs um mikinn kostnað við breytingar bifreiða á bug. „Nýr meðalstór fjölskyldubíll sem er breytt, er í raun ódýrari en ella því á þeim eru vörugjöldin felld niður. Slíku ætti framkvæmdastjóri FÍB einnig að fagna, beri hann raunverulega hag neytenda fyrir brjósti.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Fjöldi met- anknúinna ökutækja hefur frá 2010 aukist úr um 150 upp í um 1.200 og er fjórföldun á tveimur árum. Með tilkomu nýrrar gasgerðarstöðvar Sorpu kemur framleiðslan til með að þrefaldast. Framkvæmdastjórar Sorpu vísar því áhyggjum FÍB á bug. Metanorka er sprotafyrirtæki í eigu Íslenska gámafélagsins. Starfsemi fyrirtækisins byggist á rannsóknum og þróun á möguleikum í hagkvæmri framleiðslu metans með söfnun á lífrænum úrgangi víða um land. Á landsbyggðinni tengist framleiðslan bættri förgun á lífrænum úrgangi og í landbúnaði tengist málið nýtingu á slíku hráefni til að framleiða áburð svo hægt sé að draga úr kaupum á dýrum, innfluttum áburði. 14 fréttir Helgin 9.-11. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.