Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 76
60 bækur Helgin 9.-11. nóvember 2012
Geymt en ekki gleymt
Sumarið 1962 hélt dr. Kristján Eldjárn
dagbók um „Vínlandsför“ sína. Hér birtist
einstök ferðasaga hans í fyrsta sinn, ásamt fjölda
skemmtilegra ljósmynda úr leiðangrinum.
K R I S TJ Á N E L DJ Á R N / V Í N L A N D S DAG B Ó K
Þ etta var alvöru alþýðuhetja, hún var bæði gull og grjót. Saga hennar er ótrúleg og ég lít svo á að hún sé fyrst og fremst saga samfélags á miklum
umbrota- og róstutímum.“ Þetta segir Eyrún Inga-
dóttir, rithöfundur og sagnfræðingur, en hún hefur
gefið út sögulega skáldsögu byggða á heimildum um
Þórdísi Símonardóttur, ljósmóður um aldamótin 1900.
Heimildunum safnaði hún saman á tuttugu árum en
hún rakst á fyrstu heimildirnar við gerð BA ritgerðar-
innar sinnar.
Dóttirin nefnd í höfuð Þórdísar
Eyrún Ingadóttir er fædd á Hvammstanga 1967 og
lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugar-
vatni 1987. Síðar lauk hún BA prófi í sagnfræði, eða
árið 1993. Hún er ekki ókunn ritstörfum því að hún
ritaði sögu Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1992, sem var
jafnframt BA verkefni hennar og sögu Húsmæðraskóla
Suðurlands, „Að Laugarvatni í ljúfum draumi“. Eyrún
skrifaði ævisögu Eyjólfs R. Eyjólfssonar, „Gengið á
Brattann“ og var einnig meðritstýra bókarinnar „Kon-
ur með einn í útvíkkun fá enga samúð“ frá árinu 2002.
„Ég var að leita heimilda um Sigríði í Brattholti, okk-
ar fyrsta náttúruverndarsinna, og fór við það í gegnum
dómabækur Árnessýslu. Þar tók ég eftir því að Þórdís
skaut upp kollinum með reglulegu millibili en hún
skildi til að mynda við manninn sinn 1908, sem á þess-
um tíma var afskaplega fáheyrt og árið 1911 var hún
kærð fyrir meiðyrði. Í dómsorðinu fór hún mun verri
orðum um kærandann og kallaði hann tvöfalt verri
nöfnum en hún hafði upphaflega gert,“ segir Eyrún og
hlær. „Hún var alveg ótrúlegur nagli og áhrifamenn í
samfélaginu á Eyrarbakka reyndu hvað þeir gátu að
flæma hana burt og hún synti alla tíð á móti straumn-
um. Hún barðist við ríkjandi kerfi og krafðist þess að
ljósmæður fengju bættan aðbúnað og hærri laun.“
Eyrún segir að Þórdís hafi haft mikil áhrif á sam-
félagið sitt og í henni hafi búið ótrúlegur kraftur og
þrautseigja. Þetta hafi verið eitthvað sem hún vildi
færa dóttur sinni í vöggugjöf og því nefndi hún dóttur
sína eftir Þórdísi. „Ég var alveg heilluð og ég man eftir
því að hafa horft í augu dóttur minnar nýfæddrar og
bara vitað að hún þyrfti að heita Þórdís. Ég hef aldrei
séð eftir því.“
Rekin úr kvenfélagi
Eyrún segir að saga Þórdísar endurspegli tíðarandann
og sé heimild um líf þess fólks sem ekki flutti vestur
um haf. „Tvö systkina Þórdísar fóru vestur um haf og
þetta er því saga þeirra sem eftir voru. Á Eyrarbakka
var til að mynda mikill sollur og drykkja. Þórdís
stofnaði stúku og reyndi þannig að hafa góða áhrif á
samfélagið sitt. Hún barðist, líkt og áður sagði, fyrir
bættum aðbúnaði og kjörum ljósmæðra, og það gekk á
ýmsu á ferli hennar.“
Eyrún segir Þórdísi hafa misst konu og barn og það
hafi fengið mikið á hana. Hún hafi verið þreytt sökum
anna í fæðingunni, og dauðinn rakinn til þess. Fyrir
þetta var hún kærð til landlæknis. Þó það sé nokkuð
ljóst í heimildunum að hún hefði aldrei getað komið
í veg fyrir dauðsföllin. „Það er í raun ótrúlegt hversu
seig hún var, þessi kona, miðað allt mótlætið sem jaðr-
ar hreinlega við einelti, og mannvonsku.“ Þórdís var
rekin úr kvenfélaginu á staðnum, er hún mótmælti því
að það gengi á bak eigin reglna og gæfi fé til uppbygg-
ingar á spítalanum, það ætti að fara beint til einstak-
linga. „Hún vildi ekki gefa fé í steinsteypu. Það kom
síðar á daginn að það voru mikil mistök. En deilurnar
um spítalann voru mjög hatrammar. Haldin var hátíð
vegna þessa og Þórdís leysti hana upp með mótmæl-
um, eftir það var hún rekin úr kvenfélaginu. Svona
gekk hún langt í öllu sem hún tók sér fyrir hendur,“
segir Eyrún.
Eyrún fléttar bókina saman með heimildunum og
dregur þannig persónur og atburði fortíðarinnar út úr
skjalasöfnum inn í heim skáldsögunnar. „Ég var með
þessa sögu á bak við eyrað í 20 ár. Sagnfræðingurinn
í mér og skáldið tókust lengi á um framkvæmdina. En
hún hefur nú loks litið dagsins ljós, svo ég get farið að
einbeita mér að öðru,“ segir Eyrún og hlær.
Ljósmóðirin Þórdís símonardóttir
Saga konu sem synti á móti straumnum
Þórdís Símonardóttir var ljósmóðir á Eyrarbakka
á umbrotaárunum fyrir og eftir aldamótin 1900.
Hún barðist gegn kúgun valdamanna sem beittu
öllum ráðum til að beygja hana niður en þrátt
fyrir það gafst hún aldrei upp. Sagnfræðingurinn
Eyrún Ingadóttir hefur safnað heimildum um
Þórdísi í 20 ár og hefur nú gefið út sögulega
skáldsögu byggða á Þórdísi sem hefur verið
henni mjög hugleikin allan þennan tíma. Svo
hugleikin að hún nefndi dóttur sína eftir henni.
Eyrún Ingadóttir
byggir bókina á
heimildum af ýmsu
tagi um ævi og
störf Þórdísar
Símonardóttur
alþýðukonu.
Eyrún Inga-
dóttir sendir
frá sér skáld-
sögu byggða
á heimildum
um ljósmóður
um aldamótin
1900 sem
varð fyrir
miklu mótlæti
á umbrota-
tímum.
María Lilja
Þrastardóttir
marialilja@
frettatiminn.is