Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 59

Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 59
Hildigunnur Guðmundsdóttir húsfreyja á Auðkúlu í Arnarfirði fékk æxli í skjaldkirtlinn og það þurfti að fjarlægja hann. Við aðgerðina urðu kalkkirtlar óvirkir og kalkbúskapur líkamans fór úr skorðum. Kalkskorturinn lýsti sér í miklum dofa, stirðleika og liðverkjum. Til að ráða bót á þessu var Hildigunni ráðlagt að taka kalk og tók hún allt að 22 töflur á dag, en blóðprufur sem hún fór í á hálfsmánaðar fresti sýndu alltaf sama ójafnvægið í kalkbúskapnum og heilsufarið batnaði ekki. Hildigunnur frétti af Hafkalki og ákvað að prófa það. Fljótlega sýndu rannsóknir að komið var jafnvægi á kalkbúskapinn þrátt fyrir mun minni skammta af kalki en áður. Hildigunni líður nú miklu betur og þarf aðeins að mæta til eftirlits tvisvar á ári. Kalkþörungar úr Arnarfirði innihalda u.þ.b. 30% Kalsíum, 2% Magnesíum og stein- og snefilefni eins og járn, sink, selen, kalíum, mangan, joð og kóbalt. Hafkalk Fæst í lyfja- og heilsubúðum um land allt. Styrkir brjósk og bein og virðist draga úr liðverkjum heilsa 43Helgin 9.-11. nóvember 2012 Ný heilsubúð í Smáralind - Mikið úrval - frábær gæði - betri verð www.hollandandbarrett.is SóríaSiS Fæst í heilsubúðum og apótekum Græðikremið hefur virkað mjög vel á sóríasis hjá mér en ég hef líka tekið inn tinktúruna rauðsmára og gulmöðru í 4 mánuði og er mjög góður í húðinni. Kristleifur Daðason www.annarosa.is  Heilsa KjúKlingasúpa náttúrulegt pensilín Kraftmikil kjúklingasúpa Hér kemur uppskrift að kraftmikilli kjúklinga- súpu fyrir 4: 4 kjúklingabringur 1 græn paprika 1 rauð paprika ferskt chilli eftir smekk 1 hvítlauksgeiri 2 msk tómatpúrra rjómi lítil dós af söxuðum tómötum 1 tsk karrí blaðlaukur rifinn ostur olía Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í litla munnbita og steikið þangað til að þeir eru gullbrúnir að utan og steiktir í gegn. Lækkið hitann og bætið hvítlauk, chilli og karrí saman við. Blandið vel og látið malla. Skerið paprikurnar og blaðlaukinn og setjið í pottinn ásamt tómötum og tómatpúrru. Hellið rjómanum varlega saman við á meðan hitinn kemur aftur upp, svo að hann skilji sig ekki frá. Látið malla við vægan hita í góða stund. Því lengur sem súpan mallar því bragðmeiri verður hún. Berið fram með rifnum osti. Matur sem kryddaður er með hvítlauk og chilli, losar um stíflur og græn paprika er rík af C vítamíni sem er hin besta mótstaða gegn flensu. Skortur á B12 vítamíni getur reynst hættulegur Margt er hægt að gera með mataræðinu til þess að styrkja líkamann gegn kvefi og flensum. Kjúklingasúpa hefur löngum verið talin allra meina bót enda sneisa­ full af næringu. Með því að bæta saman við hana hvítlauk, chilli og C–vítamínríku grænmeti er hún orðin hin besta mót­ staða gegn flensu og virkar sem pensil­ ínsprauta á veika kroppa. • Slen, orkuleysi. • Grunnan andardrátt. • Svima. • Hægðatregðu. • Uppþembu eða vindgang. • Lystarleysi. • Þyngdartap. Einnig geta taugafræði- leg einkenni komið fram við langvarandi skort og hægt er að rekja margvíslega blóð- , tauga- og geðræna kvilla til vöntunar á B12 • Náladofi / dofi í hand- og fótleggjum. • Erfiðleikar með gang. • Skapsveiflur. • Minnisleysi. • Vitglöp og alzhei- mers.  Heilsa MiKilvægt að fá B12 vítaMín B12 vítamín er lífsnauðsynlegt. Skortur á því er ekki algengur en getur engu að síður haft mjög alvarlegar afleiðingar. Hægt er að greina skort með blóðrann­ sókn og greinist fólk með slíkan skort þarf það á lyfjagjöf að halda alla ævi. Skorturinn á B12 getur komið til af ýmsum þáttum líkt og óhóf­ legri áfengisneyslu, kaffidrykkju og reykingum. Margvíslegir sjúkdómar geta einnig valdið skortinum. Grænmetisætur sem hvorki borða kjöt né mjólkurafurðir geta líka átt skortinn á hættu. Fyrir þær er mikilvægt að borða kornmeti með viðbættu B12 víta­ míni eða taka inn vítamíntöflur. Það getur tekið 3­5 ár fyrir B12 skortseinkenni að koma fram hjá fólki en það er vegna þess að lifrin er fær um að geyma mikinn forða af vítamíninu. Einnig er í sumum tilfellum hægt að tengja lélegt ónæmiskerfi, beinþynn­ ingu og lágt streituþol til B12 skorts. Einhverjir hafa einnig haldið því fram að óeðlilega eða skyndilega öldrun í húð og hári megi rekja til þess sama. B12­vít­ amín finnst aðeins í matvælum úr dýraríkinu, eins og kjöti, fiski og mjólk. B12­vítamíni er stundum bætt út í afurðir úr jurtaríkinu og ber þar helst að nefna soyamjólk, tofu og kornvörur. Skortur á B12 getur haft alvarleg áhrif á heilsu manna. Það getur tekið allt að fimm ár að greina skortinn en lifrin safnar forða af vítamíninu og því verður einkenna ekki vart strax. Skorturinn er ekki algengur en getur verið tilkominn vegna ýmissa ástæðna. Fréttatíminn tók saman orsök og helstu einkenni sem nefnd hafa verið af alþjóðlegum heilbrigðisstofnunum. Mikilvægt er að huga að upptöku B12 vítamíns úr fæðunni en B12 finnst aðeins í matvælum úr dýra- ríkinu. Grænmetisætur þurfa því að gera sérstakar ráðstafanir. Einkenni B12 skorts eru marg- vísleg en þar ber helst að nefna:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.