Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 62
46 bílar Helgin 9.-11. nóvember 2012 MINNI LOFTMÓTSTAÐA dregur úr eldsneytiskostnaði. Skíðabogar, farangursbox og skraut auka loftmótstöðuna. Arion banki býður nú kaupleigu og bílalán til að fjármagna bílakaup. Viðskiptavinir í Vildarþjónustu njóta hagstæðra kjara og geta sparað sér töluverða fjármuni. ÁRSAÐILD AÐ FÍB FYLGIR ÖLLUM SAMNINGUM Á arionbanki.is finnur þú reiknivél sem sýnir með einföldum hætti muninn á þeim valkostum sem í boði eru. HAGKVÆM BÍLAFJÁRMÖGNUN Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð amerísk heilsársdekk - stærðir 31- 44 tommur - slitsterk - neglanleg - má míkróskera - frábært veggrip Gott verð! fyrir flestar stærðir jeppa og jepplinga Skjót og góð þjónusta! Dekkjaverkstæði á staðnum. Bjóðum alla almenna dekkjaþjónustu. 2012-10 Dekk 100x100mm.indd 1 23.10.2012 14:33:00 Andlitslyfting Kia Sorento jeppans Nýr Kia Sorento er mættur til leiks og verður frumsýndur hjá Öskju á morgun, laugar- daginn 10. nóvember. Kia Sorento hefur breyst talsvert í útliti og hönnun en ekki er um kynslóðaskipti að ræða heldur andlitslyftingu. Jeppinn skartar nýjum framenda þar sem stuðari, grill og LED-ljós gefa honum voldugan svip. Þá er afturhluti bílsins með endurhönn- uðum ljósum. Innanrýmið er mikið breytt, ekki síst mælaborðið. „Jeppinn er með nýjum undir- vagni sem veitir betri hljóðeinangr- un og fjöðrunar- og bremsubúnaður hefur verið bættur. Kia Sorento verður í boði með 2,2 lítra dísilvél sem er mjög öflug og skilar 197 hestöflum og togið er 436 NM.“ Sorento verður boðinn í þremur útfærslum og er verðið frá 7.190.777 krónum. Sýningin verður í Öskju á Krókhálsi 11 klukkan 12-16.  ReynsluakstuR lexus Rx HybRid l oksins skil ég hvers vegna fólk kaupir sér dýra bíla. Það er eitthvað við það að setjast upp í lúxuskerru og líða um göturn- ar. Mér leið eins og ég væri komin til himna þegar ég fékk að reynslu- aka nýjum Lexus RX Hybrid á dögunum – ég verð þó að geta þess að fjölskyldubíllinn sem ég ek á dags daglega er sjö ára beinskiptur sjö manna Volkswagen Sharan. Sem er fínn fyrir sinn hatt – en ekkert á við drottningarbílinn. Ég skrifa og segi drottningarbílinn, því mér leið eins og drottningu – slík var upplifunin því Lexusinn gerir allt fyrir mann. Þegar sest er upp í bílinn og beltið spennt færist sætið að stýrinu og stýrið færist niður – í sömu stellingu og sætið og stýr- ið voru þegar drepið var á bílnum. Hægt er að velja þrjár stillingar fyrir sætin og þannig getur hver og einn ökumaður ýtt á einn takka og fengið sína eigin still- ingu fyrirhafnarlaust. Það er ekki ama- legt í fjölskyldum þar sem nærri þrjátíu sentimetra hæðarmunur er á hjónum (og þar af leiðandi ökumönnum). Þegar ég settist fyrst upp í bílinn tók ég eftir því að engin bakkmyndavél var í honum (svo sem allt í lagi því ég er svo flink að bakka). En um leið og ég setti sjálfskiptinguna í R - viti menn: birtist ekki mynd í baksýnisspeglinum. Ansi hreint mikil snilld – því í öðrum bílum sem ég hef prófað með bakkmyndavél er ég oft í vafa um hvort ég eigi að horfa í baksýnis- spegil inn eða á skjáinn á mæla- borðinu sem sýnir myndir úr bakk- myndavélinni. Í þessum bíl get ég gert hvort tveggja í einu. Bíllinn er svo sannarlega fagur og rennilegur. Yfir honum er ákveðinn klassi. Hann er breiður og því mjög rúmgóð- ur, jafnt fram í sem aftur í. Hann er mjúkur og þægi- legur í akstri, er flokkaður sem sportjeppi og hentar því vel við íslenskar aðstæður jafnt innanbæjar sem á vegum úti þótt hann færi sjálfsagt engin Fjallabök. Lexus RX Hybrid er – eins og nafnið gefur til kynna – einn af þessum nýju „hybrid“ bílum sem nýta sér bensín og rafmagn til að knýja vélina. Fyrir vikið er hann talsvert sparneytnari en eldri tegundir af sportjeppum og eyðir aðeins 6,3 lítrum af bensíni á hverja 100 kílómetra í blönduð- um akstri. Hann drepur á vélinni á ljósum og tekur af stað á rafmagni. Því verður ökumaður vart var við er hann vippar sér sjálfur aftur í gang. Börnunum fannst hann ótrúlega flottur – jafnt þeim yngstu sem unglingunum. Sex ára dótturinni fannst mesta sportið í því að fá að ýta á takkann á skotthleranum – þannig lokast skottið hægt og örugg- lega. Yngsta kútnum fannst bakkmynda- vélin „mest kúl“ en unglingarnir voru alveg að fíla hljómflutningsgræjurnar. Mikið ósköp þótti okkur öllum súrt að þurfa að skila honum aftur. Verðið er hins vegar rúmar tólf milljónir og því ekki á allra færi. Leið eins og drottn- ingu á lúxuskerru Mér leið eins og drottn- ingu – slík var upp- lifunin því Lexusinn gerir allt fyrir mann. Plúsar + Fjórhjóladrifinn + Gerir allt fyrir mann + Rúmgóður + Neyslugrannur fyrir sportjeppa Mínusar ÷ Verð (12 milljónir) Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.