Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 40
lifandi lífsstíll 1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012 4 Sú umfangsmikla umræða sem hefur skapast í kringum D-vítamín undanfarin ár ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum. Ástæðan fyrir umræðunni er sú að niðurstöður fjölda rannsókna sýna fram á að D-vítamín sé svo miklu meira en það beinavítamín sem það er þekkt fyrir. Annað sem fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á er að skortur á D-vítamíni sé afar algengur og að langstærsta hluta almennings skorti D-vítamín nema hugsanlega yfir sumarmánuðina. Erfitt að fá D-vítamín úr sólinni D-vítamín er gjarnan kallað „sólarvítamínið“ þar sem líkami okkar býr það til þegar sólargeislar lenda á húðinni. Venjulegur matur inniheldur ekki nægjanlegt magn D-vítamíns til að uppfylla þarfir okkar, en D-vítamín finnst aðallega í feitum fiski og eggjarauðu. Rannsóknir hafa sýnt að fjöldi hindrana sé fyrir því að nútímamaðurinn geti fengið nægjanlegt D-vítamín úr sólu. Það á sérstaklega við um fólk sem býr á norðlægum slóðum, eins og Íslandi og því mikilvægt að taka það inn sem fæðubótarefni. Til er fjöldi tegunda af D vítamíni og eru D2 (úr plönturíkinu) og D3 (úr dýraríkinu) þekktust. Rannsóknir hafa sýnt að virkni D3 er mun meiri en D2 og í mörgum tilvikum er inntaka á D2 forminu jafnvel óæskileg. Áhrif D vítamíns Talið er að D-vítamín hafi bein áhrif á stóran hluta gena sem hafa með sjúkdóma að gera. D-vítamín er meðal annars einstaklega mikilvægt fyrir virkni ónæmiskerfisins, hefur mikið forvarnagildi gegn flestum krabbameinum, hefur áhrif á fjölda sjálfsónæmissjúkdóma og geðsjúkdóma eins og þunglyndi. Hversu mikið D vítamín? Hinn opinberi ráðlagði dagskammtur er 600 IU (International Units eða alþjóðaeiningar) eða 15 míkrógrömm (10 míkrógrömm jafngilda 400 IU). Sérfræðingar á sviði D-vítamíns eru sammála um að þessi skammtastærð sé of lítil til að virkja fyrirbyggjandi áhrif D-vítamíns og hámarka heilbrigði. Margir sérfræðingar ráðleggja 75 IU fyrir hvert kíló líkamsþyngdar sem er líklega besta ráðið þar sem það gerir einnig ráð fyrir að þungir einstaklingar og ófrískar konur þurfi stærri skammta. Þó svo að D-vítamín sé fituleysanlegt vítamín þá hefur verið sýnt fram á að það safnist ekki fyrir í líkamanum eins og áður var talið, heldur nýti líkaminn það eftir þörfum. Til að framkalla eitureinkenni þarf nokkra tugi þúsunda alþjóðaeininga af D-vítamíni á dag. D-vítamín Skærasta stjarna fæðubótarefnanna Þrotlaus vinna er lykillinn að árangri Kári er einn af frambærilegustu og efnilegustu íþróttamönnum sem Ísland hefur alið. Þetta sýndi hann og sannaði á sínum fyrstu Ólympíuleikum nú í sumar. Hann á sannarlega bjarta framtíð sem maraþonhlaupari enda á meðal 40 bestu hlaupara í heimi. Við vildum forvitnast um hvað Kári gerir til að viðhalda orku og heilbrigði, en Kári hefur tekið inn NOW fæðubótarefnin um skeið. Hvað borðar þú í morgunmat? „Ég borða yfirleitt AB-mjólk með Rapunzel, lífrænu ávaxtamúslí og drekk 2-3 vatnglös. Síðan tek ég að sjálfsögðu vítamín – ADAM fjölvítamín, D-vítamín, Omega-3 og Spirulina frá NOW.“ Hvaða NOW vörur eru í uppáhaldi hjá þér? „Ég er ótrúlega hrifinn af öllum þeim NOW vörum sem ég hef notað en mér dettur fyrst í hug Electro Endurance. Þar er allt sem ég þarf eftir æfingu í einni blöndu. Það skiptir miklu máli að nærast sem allra fyrst eftir æfingu til að líkaminn hafi næga orku til að vinna úr áreitinu sem hann varð fyrir á æfingunni. Í Electro Endurance eru steinefni, kolvetni, prótein  og amínosýrur. Mér finnst frábært að fá þetta allt á einfaldan hátt úr einni blöndu og ég er fljótari að jafna mig á milli æfinga.“ Hvert er leyndarmálið að baki framúrskarandi árangurs? „Það er lítið um leyndarmál þegar kemur að þessum fræðum. Á bakvið framúrskarandi árangur er einfaldlega gríðarlega mikil vinna. Þá þarf að hafa gott hugarfar, rétta næringu, góða þjálfun, aðstöðu og alla þessa smærri þætti í lagi. Þetta helst allt saman í hendur en grunnurinn að góðum árangri er ekkert nema þrotlaus vinna.“ Vínsteinslyftiduft má nota í bakstur í staðinn fyrir venjulegt lyftiduft. Það er mun hollara þar sem það er án allra óæskilegra efna eins og áls. Hentar fólki með glúteinóþol eða ofnæmi. Naturata steikingarolía er kaldpressuð lífræn sólblómaolía. Vegna þess hve hitaþolin hún er, hentar hún mjög vel til steikingar, djúpsteikingar og í bakstur. Vissir þú?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.