Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 09.11.2012, Blaðsíða 34
Ný ju ng ! Ljótur frá MS er bragðmikill og spennandi blámygluostur. Láttu hann koma þér á óvart og dæmdu hann eftir bragðinu. Ljótur að utan – ljúfur að innan G réta Ingþórsdóttir var beðin um að gerast að-stoðarmaður forsætisráðherra sama dag og hún kistulagði tæplega níu ára dóttur sína, Emmu Katrínu, sem lést af völdum krabbameinsæxlis í heila eftir einungis tveggja mánaða baráttu við sjúkdóminn. Gréta hafði í átta ár gegnt starfi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins en eftir kosningarnar 2007 bauðst henni þetta áhrifastarf – sem hún þáði. Við tóku krefjandi tímar, ekki einungis vegna þess að Gréta var í sárum eftir barnsmissi heldur einnig vegna þess að 18 mánuðum síðar hrundi bankakerfið – og Gréta stóð við hlið Geirs Haarde í miðju kafaldsbylsins sem dundi yfir þjóðina. Í miðjum stormi spurði samstarfskona hennar hvort hún hefði nokkru sinni upplifað annað eins álag. „Já, reyndar, svaraði ég. Og hún áttaði sig umsvifalaust á því við hvað ég átti,“ segir Gréta. Hún segir að ástandið í stjórnarráðinu í kjölfar hrunsins hafi verið ólýsanlegt. „Símarnir stoppuðu ekki með fyrirspurnum frá fjöl- miðlafólki og almenningi, mótmælendur umkringdu stjórnarráðið og álagið var rosalegt. Við unnum dag og nótt. En reynsla mín af missinum á Emmu auðveldaði mér að takast á við álagið. Og ég er ekki að gera lítið úr alvarleika málsins þegar ég segi að mér hafi í samhengi hlutanna bara fundist þetta vera verkefni sem þurfti að vinna,“ segir Gréta. Emma var lífsglaður og skapandi orkubolti, ófeimin og ræðin. Barn sem stóð uppi á borði og söng eða sagði brandara. „Ofsalega mikið lifandi,“ segir mamma hennar. Emma fór að kvarta undan höfuðverkjum seint á árinu 2006 og fór í tölvusneiðmyndatöku í janúar 2007 sem leiddi ekkert í ljós. Í byrjun mars var hún farin að missa mátt í vinstri hendi og var þá skoðuð aftur. Í ljós kom að Emma var með sjúkdóm sem nefnist Neurofi- bromatosis, eða NF-1, og var með taugahnút í heila- stofni. „Ég man hvernig mér leið þegar Pétur Lúðvígs- son taugalæknir sýndi okkur Gísla, manninum mínum, myndir af æxlinu þann 8. mars 2007. Ég vissi að ögur- stund væri runnin upp og líf okkar yrði aldrei aftur eins. Þetta voru verstu fréttir sem við höfðum fengið. Vissu- lega áttum við eftir að fá verri fréttir margoft í ferlinu og þær verstu þegar okkur var sagt að fullreynt væri með alla meðferð og Emma ætti aðeins nokkra daga eftir.“ Með X-D blöðru á tánni í geisla Þegar Emma greindist var kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar 2007 að ná hámarki og Gréta gegndi þar einu af lykilhlutverkunum. Gréta var sann- færð um að Emmu myndi batna – annað hvarflaði ekki að henni og hún var staðráðin í því að gera lífið á Barnaspítalanum sem jákvæðast fyrir Emmu. Alþingis- kosningarnar fóru fram laugardaginn 12. maí – fjórum dögum eftir að Gréta og Gísli Hjartarson fengu að vita Það er lítið að eiga bara tvö börn ef maður hefur átt þrjú Grétu Ingþórsdóttur bauðst að gerast að- stoðarmaður Geir Haarde forsætisráðherra sama dag og hún kistulagði tæplega níu ára dóttur sína. Hún hafði látist af völdum krabbameinsæxlis í heila eftir stutta sjúkdóms- baráttu. Gréta hefur unnið úr sorginni af ótrúlegu æðruleysi og styrk og ræðir við Sigríði Dögg Auðunsdóttur um lífið eftir barnsmissi. Framhald á næstu opnu Ég vissi að ögur- stund væri runnin upp og líf okkar yrði aldrei aftur eins. Gréta Ingþórsdóttir býr yfir ótrúlegu æðruleysi. Hún talar um Emmu og missinn á aðdáunarverðan hátt. Hún minnist þess jákvæða sem Emma færði þeim í stað þess að dvelja í sorginni. Hér er hún með Halldóru dóttur sinni og málverk af Emmu, eftir Rebekku Rán Samper, á veggnum. Ljósmynd/Hari 34 viðtal Helgin 9.-11. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.