Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 09.11.2012, Qupperneq 10
E N N E M M / S ÍA / N M 5 2 2 0 2 Fast mánaðargjald fyrir aðgang að IP símkerfi Símavist hentar flestum gerðum fyrirtækja, óháð stærð og starfsemi. Með Símavist býðst fyrirtækjum að leigja IP símkerfi gegn föstu mánaðargjaldi sem ræðst af fjölda starfsmanna sem nota kerfið. Símkerfið er hýst í vélasölum Símans og fyrirtæki þurfa ekki að fjárfesta í vélbúnaði eða stýrikerfum. Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf í síma 800 4000 og sérfræðingar okkar finna hagkvæmustu lausnina fyrir þitt fyrirtæki. siminn.is · 8004000@siminn.is Vertu með símkerfið í öruggum höndum hjá Símanum Fyrirtæki Á rni Páll Árnason og Katrín Júlíus­dóttir heyja einvígi um fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Kraganum í prófkjöri sem fram fer á laugardag. Próf­ kjörið er einna helst spennandi fyrir þær sakir að útkoman úr því getur haft afgerandi áhrif á það hver verður næsti formaður Sam­ fylkingarinnar. Árni Páll hefur þegar gefið það út að hvernig sem prófkjörið fer muni hann ótrauður bjóða sig fram til að leiða flokkinn þegar kosið verður um formann á landsfundi sem fram fer í byrjun febrúar. Katrín hefur hins vegar ekki sagt neitt um það hvort hún stefni á formann­ inn þó svo að hún telji til þess líkur. Né hefur hún lýst neinu yfir um það hvort útkoman í Kraganum muni hafa áhrif á ákvörðun hennar varðandi formanninn. Þó hefur heyrst að hún sé ólíkleg til að bjóða sig fram fari svo að hún tapi fyrir Árna með miklum mun. Katrín hefur traust innsta kjarna flokks­ ins. Aðstoðar­ maður forsæt­ isráðherra, Hrannar Björn Arnar­ son, hef­ ur lýst opinber­ lega yfir stuðningi við Katrínu sem sumir túlka sem óbeina stuðningsyfirlýsingu Jó­ hönnu Sigurðardóttur sem vilji ólm fram­ gang Katrínar umfram Árna Pál. Stuðningsfólk Katrínar hefur helst áhyggjur af því að hún hafi farið of seint af stað og erfitt verði fyrir hana að vinna upp það forskot sem Árni Páll náði með því að hefja prófkjörsbaráttuna langt á und­ an henni. Katrín sé jafnframt mjög bundin yfir verkefnum í ráðuneyti fjármála sem hún tók við þann 1. október. Katrín nýtir sér hins vegar ráðherrastólinn til hins ýtr­ asta og valdi mjög heppilega tímasetningu á tilkynningu um sex milljarða króna við­ bótarframlag til vaxandi atvinnugreina í gær, tveim­ ur dögum fyrir prófkjör. Stuðningsmenn Árna Páls furða sig hins vegar á tímasetningunni og telja að hún komi í bakið á Katrínu því sam­ fylkingarfólk muni sjá í gegnum það hvern­ ig ráðherrastaðan er nýtt í prófkjörsbarátt­ unni. Þá er ekki víst hvaða áhrif önnur framboð hafa á endanlega röðun á lista því um fléttu­ lista er að ræða þar sem kynin raðast til skiptis í sæti. Ef Katrín nær fyrsta sæti má vera að Árni Páll hljóti færri atkvæði en Magnús Orri Schram eða Lúðvík Geirsson sem sækjast eft­ ir öðru til þriðja sæti og detti þar af leiðandi niður í fjórða sæti því kona yrði í þriðja sæti. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Prófkjör Valið Á lista samfylkingar í suðVesturkjördæmi Formannsslagur í Kraganum? Spennandi prófkjör fer fram í Kraganum á laugardag þegar Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir heyja einvígi um fyrsta sætið. Stuðningur við þau getur haft afgerandi áhrif á hver verður næsti formaður flokksins. 10 fréttaskýring Helgin 9.-11. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.