Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Síða 47

Fréttatíminn - 09.11.2012, Síða 47
11lifandi lífsstíll 1 1. árgangur 1 2. tölublað 1 nóvember 2012 ,,Það er ánægjulegt að sífellt fleiri Íslendingar eru að ferðast um landið. Gönguferðir um náttúruna, bæði í byggð og óbyggðum eru aðalsmerki Ferðafélags Íslands. Gönguferðir eru allt í senn góð heilsurækt, hressandi útivera, skemmtilegur félagsskapur eða þá góð hvíldarstund frá amstri dagsins ef maður kýs að ganga einn,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélagsins. Útivist fyrsta skrefið að heilbrigðum lífsstíl Þeir sem taka þátt í gönguferðum Ferðafélags Íslands eru meðvitað og ómeðvitað að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Það hefur verið margsannað með rann- sóknum að góð gönguferð er mjög heilsusamleg fyrir líkama og sál. Að sama skapi er útivera öllum holl og þá hefur íslensk náttúra góð áhrif á sálarlífið.  ,,Við höfum séð mörg dæmi um fólk sem kemur og tekur þátt í starfinu hjá okkur og byrjar að stunda gönguferðir reglulega, það hefur stórbætt þol sitt og þrek og heilsu almennt. Oft hefur fólk misst fjölmörg kíló án þess að það hafi endilega verið markmiðið. Þá er gaman að segja frá því að í mörgum lengri ferðum hjá okkur eru þátttakendur að borða mjög heilsusamlegan og kjarngóðan mat, þar sem hráefnið er oft íslenskt og helst úr heimabyggð.“   Símar rauðglóandi þegar ferðaáætlun kemur út Að sögn Páls má segja að með útgáfu ferðaáætlunarinnar í byrjun árs fari starf FÍ í fullan gang.  ,,Fyrstu daga og vikur eftir að áætlunin kemur út eru símalínurnar rauðglóandi.  Í mörgum ferðum takmarkast fjöldi farþega við 18-20 manns og fyrstir koma fyrstir fá.“ Páll segir að Íslendingar séu jafnframt orðnir mun fyrr á ferðinni við undirbúning og skipulag á ferðum sínum en áður. Fjölmargir hafi þegar pantað í skála félagsins fyrir ferðir sumarsins en þar er gistiframboð einnig takmarkað eftir stærð skálanna, en Ferðafélagið og deildir þess eiga og reka 36 skála í óbyggðum landsins.   Í Ferðafélagi Íslands eru nú tæplega 8.000 félagsmenn en Páll segir að markmiðið sé að fjölga þeim enn frekar. „Við höfum verið að horfa á norska Ferðafélagið en í því eru um 220.000 félagar og þessi lífsstíll er mun  ríkari í menningu norsku þjóðarinnar.  Það er eitthvað sem við viljum læra af og fylgja eftir, en áhuginn er alltaf að aukast meðal landsmanna.“  Góð heilsurækt, skemmtilegur félagsskapur og hressandi útivera ,,Áhugi landsmanna á ferðum um Ísland er alltaf að aukast og þar með þátttakan í starfi FÍ,“ segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ FERÐAFÉLAG ÍSLANDS - KYNNING Í sumarleyfisferðum um óbyggðir Íslands þarf oftar en ekki að vaða ár eða ósa. Eftir á er fátt meira hressandi en að dýfa tánum í ískalt vatnið. Valitor er aðalstuðningsaðili Ferðafélags Íslands og styður félagið til góðra verka á hálendi Íslands og óbyggðum, m.a. til fræðslustarfs, merkingu gönguleiða og öryggismála á fjöllum. Hér handsala Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ samkomulag á milli félaganna á tindi Hvannadalshnúks. Að loknum góðum göngudegi á fjöllum, og að lokinni staðgóðri máltíð, er oft slegið upp kvöldvöku, sungið, dansað, sagðar sögur og sprellað. Í sumarleyfisferðum um hálendi Íslands þarf að takast á við hinar ýmsu aðstæður. Þá er gott að hafa góðan fararstjóra eða einhvern staðkunnugan til að leiða för.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.