Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Side 70

Fréttatíminn - 09.11.2012, Side 70
Lausn á þrautum síðustu viku Vinningshafi síðustu viku er: Hulda K. Guðjónsdóttir Rekagranda 10, 107 Rvk og fær hún sendar KenKen talnaþrauta­ bækurnar frá Hólum. 54 skák Helgin 9.­11. nóvember 2012  Skákakademían Lenka er langbest L enka Ptacnikova er Íslandsmeistari kvenna í skák árið 2012. Hún sigraði á Íslandsmótinu sem lauk á dögunum, eftir harða og spennandi keppni við nokkrar ungar og efnilegar skákkonur. Lenka er vel að sigrinum komin, enda stigahæst ís- lenskra kvenna og sú eina sem ber stórmeistaratign, auk þess að tefla á efsta borði fyrir landsliðið okkar. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill Lenku, en áður vann hún titilinn 2006, 2009 og 2010. Hún hafði reyndar áður orðið í efsta sæti á Íslandsmótinu, en hlaut þá ekki titilinn þar sem hún var ekki orðin ríkis- borgari, en Lenka er tékknesk að uppruna. Lenka fékk 6 vinninga af 7 mögulegum á Íslands- mótinu. Tinna Kristín Finnbogadóttir varð í 2. sæti með 5½ vinning og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hreppti bronsið með 5 vinninga. Í 4.-7. sæti urðu Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Elsa María Kristínar- dóttir, Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir með 4 vinninga, en keppendur voru alls tólf. Heilmikil gróska er í skáklífinu, jafnt meðal stráka sem stúlkna, og meðalaldurinn á Íslands- mótinu var ekki hár. Skákkunnátta bætir námsárangur Skákakademían stendur fyrir kennslu í flestum grunnskólum í Reykjavík, og skákin er sömuleiðis komin á dagskrána hjá fjölmörgum skólum, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem á landsbyggðinni. Það er sérstakt fagnaðarefni að Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra hefur nú skipað vinnuhóp til að fara yfir kosti skákkennslu í skólum, jafnframt því að meta jákvæð áhrif skákarinnar á félagslega færni barna og ungmenna. Stöðugt fleiri skólamenn átta sig á gildi skákkennslu. Þannig má nefna Ingibjörgu Rósu Ívarsdóttur sem byggt hefur upp skákkennslu í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Í pistli sem hún skrifaði í fréttabréf Skákakademíunnar rekur hún margþætt gildi skákkennslu og segir meðal annars: „Talið er að skákkennsla og síðar skipulögð skák- iðkun þroski einbeitingu, bæti minnið, styrki sjálf- saga, bæti rökhugsun, lestrargetu, stærðfræði, styrki sjálfsmynd, rýmisgreind, sjálfstraust, samskipti, ímyndunarafl, sköpunargáfu, sjálfstæði, vísindi og listir.“ Ingibjörg Rósa segist líka hafa veitt því athygli að skákin hafi mjög jákvæð áhrif á börn með greiningar á borð við ADHD: „Þau eru mörg hver sérlega fljót að ná fullri einbeitingu, eitthvað sem þau gera sjaldan í daglegu skólastarfi.“ Einn áhugaverðasti punkturinn í pistli Ingibjargar snýst um að skákin er ekkert venjulegt námstæki: „Í skákkennslunni halda nemendurnir að þeir séu bara að tefla og leiða ekki hugann að öllum þeim þroska sem tikkar inn á sama tíma og taflið á sér stað. Leik- ur er nám, er orðatiltæki sem á vel við þegar skák- kennsla er annars vegar.“ Skákin og hamingjan Á löngum og glæsilegum ferli hefur Friðrik Ólafsson unnið marga góða sigra. Hann hefur til dæmis lagt fjóra heimsmeistara. Elsti stórmeistarinn sem Frið- rik lagði var hinsvegar Pólverjinn Savielly Tartako- ver, fæddur 1887. Og það er sá ágæti meistari sem á lokaorð dagsins: „Skákin – eins og ástin, eins og tón- listin – býr yfir krafti til að gera manninn hamingju- saman!“ Skákþrautin Í þessari skák lék hvítur Db8+ og tapaði skömmu síðar. Hann missti af einföldum og baneitruðum vinningsleik – finnur þú besta leik hvíts? Borgardekk  Ef þrautin er 3 x 3 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 3, ef hún er 4 x 4 reitir eru notaðar tölurnar 1 til 4 o.s.frv.  Sama tala má einungis koma fyrir einu sinni í hverjum dálki og hverri línu.  Svæðin, sem eru afmörkuð með þykkum línum, kallast hólf.  Stundum nær hólfið bara yfir einn reit og þá er augljóst hvaða tala á að koma þar.  Oftast nær hólfið þó yfir fleiri en einn reit og þá fylgir þeim tala og eitthvert stærðfræðitákn, þ.e. +, –, x eða ÷. Ef talan er t.d. 5 + þá á summa talnanna í því hólfi að vera samtals 5. Ef talan er 2­ þá á mismunur talnanna að vera 2. Í erfiðari þrautunum er svo einnig margföldun og deiling. Svör við talnaþrautunum má senda í hefðbundnum pósti á ritstjórn Fréttatím- ans, Sætúni 8, 105 reykja- vík. Lesendur geta líka tekið mynd af lausnunum með símanum eða myndavél og sent á netfangið leikur@frettatiminn.is Reglurnar eru einfaldar:  verðLaunaþrautir talnaþrautir KenKen-talnaþrautirnar eru frábær heilaleikfimi. Fréttatím­ inn mun birta tvær gátur í hverju tölublaði næstu vikurnar. Lesendur geta sent inn svör við gátunum og í hverri viku verða dregnir út tveir heppnir þátttakendur sem fá KenKen­ bækurnar sendar heim að dyrum frá Bókaútgáfunni Hólum. Nafn Heimili Sími Netfang Lenka Ptacnikova stórmeistari er Íslandsmeistari kvenna 2012. 1.Bh7+ og svarta drottningin á d4 fellur! Skákkunnátta bætir námsárangur – og er líka skemmtileg! 21. nóvember í 14 nætur Tenerife Laguna Park II Kr. 89.900 Netverð á mann m.v. 2 í búð. Sértilboð 21. nóvember i 14 nætur. Villa Adeje Beach Frá kr. 149.900 í 14 nætur með allt innifalið Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð á mann. Sértilboð 21. nóvember í 14 nætur. frá aðeins kr. 89.900 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri, sími 461 1099 • www.heimsferdir.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.