Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.11.2012, Side 86

Fréttatíminn - 09.11.2012, Side 86
 Hugrún Hrönn Hvernig verða börnin til? Ljóðrænar lýsingar á getnaði Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir hefur sent frá sér bókina Hulstur utan um sál. Hún segir bókina vera fjölskyldu- og barnabók sem útskýri á einfaldan hátt hvernig börnin verða til. Texti bókarinnar fléttast saman við fallegar teikningar sem fjalla um ástina og upphaf lífsins frá ýmsum sjónarhorn- um en bókinni er ekki síst ætlað að sýna börnum fram á hversu margar leiðir eru að getnaði og hversu ólíkar fjölskyldur geta verið. „Það eru til nokkrar þýddar bækur um hvernig börnin verða til en þessi bók er kannski ólík þeim vegna þess að hún tekur á ólíkum fjölskyldugerð- um. Kannski ekki öllum hugsanlegum en nógu fjölbreyttum til að sýna fram á hversu mismunandi og mörg við erum,“ segir Hugrún. „Það var svo- lítið tilgangurinn með henni að sýna hvernig öll börn verða til.“ Hugrún tæpir meðal annars á ást- inni, skyndikynnum og barneignum samkynhneigðra og börnum for- eldra af ólíkum kynþætti. Sjónarhorn hispurslausrar frásagnarinnar færist á milli níu barna sem eiga sér ólíka sköpunarsögu. Hugrún hefur gert tilraunir með bókina á börnum ættingja og vina og þar hefur hún mælst vel fyrir. „Maður hefur gefið vinum og vanda- mönnum handritið og beðið þau að athuga hvernig börnin bregðast við og það hefur bara verið mjög skemmti- legt að fylgjast með því.“ Bókin vekur að sjálfsögðu upp spurningar og kveikir umræður milli barna og for- eldra. „Já, já. Þetta fer í allar áttir. Flest börn kannast nú við ólíkar fjöl- skyldugerðir úr umhverfi sínu en við lestur bókarinnar fá þau frekar tæki- færi til þess að ræða málin, spyrja og spjalla.“ -þþ Hugrún Hrönn fékk vinkonu sína, Unni Valdísi Kristjánsdóttur, og bróður sinn Hólmstein Össur til þess að hjálpa sér að vinna teikn- ingar hennar áfram og klára þær. „Við lögðum mjög mikla áherslu á myndirnar í bókinni og þetta var svo skemmtilegt að við gleymdum okkur alveg við þetta.“ Ljósmynd/Hari  rafbækur vinkonur gefa út smásagnasafn Stefna á erótíkina Vinkonurnar og rithöfundarnir Sirrý Sig og Hildur Enóla skrifuðu í sameiningu fjórar smásögur sem þær hafa gefið út á rafbók á íslensku og ensku og hafa því haslað sér völl á rafbókavefn- um Emma.is og Amazon.com. Þær ætla að halda óhikað áfram og íhuga nú í fullri alvöru að hella sér út í erótíkina þar sem eftirspurnin virðist óþrjótandi. v inkonurnar Sirrý Sig og Hildur Enóla hafa fengist við skriftir um árabil og meðal annars gert það gott í smásagnakeppnum Nýs Lífs og Vikunnar. Auk þess sem Sirrý hefur áður sent frá sér barna- og unglingabókina Gegnum rifurnar. Sirrý og Hildur kynntust á síðunni Rithringur. is þar sem höfundar deila efni sínu og þiggja ráð og gagnrýni hver frá öðrum. „Ég datt eiginlega bara óvart þarna inn 2005. Við fórum síðan að gagnrýna hvor fyrir aðra og datt í framhaldinu í hug að prufa að skrifa sögu saman að gamni okkar,“ segir Sirrý. „Það gekk svo glimrandi vel að við erum búnar að skrifa heilmikið saman.“ Hildur býr í Danmörku þannig að þær stöllur skrifa sögur sínar saman á netinu þar sem þær ganga á milli þeirra þar til þær eru fullkláraðar. Nýja rafbókin þeirra heitir Eitt leiðir af öðru og Sirrý segir að titillinn segi í raun mikið um hvernig sögurnar spunnust þar sem ein þeirra kom með eitt- hvað sem hin greip á lofti og prjónaði við þannig að eitt leiddi af öðru. Sirrý segir sögurnar fjórar mjög ólíkar. Fantasía og smá raunsæi kallist á og allar tengist sögurnar innbyrðis með einum eða öðrum hætti þótt þær geti einnig allar staðið einar og sér. Og vinkonurnar eru óstöðvandi. „Næsta rafbók frá okkur kemur fljótlega en í henni skrifum við bara ástarsögur. Við eigum svo alveg glás af efni þannig að við höldum áfram ótrauðar.“ Þegar Sirrý var að taka sín fyrstu skref á ritvell- inum, fyrir margt löngu, lék hún sér að því að skrifa erótískar sögur í íslensk tímarit og nú býr hún vel að þeirri reynslu þar sem erótíkin er það sem allt snýst um í kjölfar 50 grárra skugga og annars álíka efnis. „Maður var nú bara eitthvað aðeins að fíflast í þá daga en svona í alvöru talað þá erum við mikið að spá í að hella okkur í erótíkina. Erótíkin er mjög heit akkúrat núna og þetta er bara það sem selur og af hverju ekki að vera með?“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Erótíkin er mjög heit akkúrat núna og þetta er bara það sem selur. Sirrý Sig og vinkona hennar, Hildur Enóla, skrifa saman smásögur af miklu kappi og gefa út á rafbókum. Þær sjá sóknarfæri í erótískum skáldskap og eru að hita sig upp fyrir slík skrif. Ljósmynd/Hari Eitt leiðir af öðru... Smásögur Sirrýjar og Hildar í rafbókinni Eitt leiðir af öðru tengast á ýmsan hátt og spurningin er hvort þau eigi eitt- hvað sameiginlegt, ofdekraða eiginkonan sem viðheldur heimilinu og kroppnum í toppformi til að bæta upp fyrir barnið sem hún getur ekki eignast, konan sem kemur heim úr viðskiptaferð og kemst að því að kærastan hennar er horfin, stjúpfaðirinn sem grunar unga stjúpdóttir sína um kaldrifjað morð og maðurinn sem elskar stúlkuna og vill vernda hana fyrir öllu? Airwaves-appið naut mik- illa vinsælda á hátíðinni um síðustu helgi. Um sjö þúsund miðar voru seldir á hátíðina en um 7.800 manns náðu sér í appið. Meðan á hátíðinni stóð voru um 1,3 milljón flett- ingar í app- inu og var það vinsælasta fría app landsins á þeim tíma. Auðvelt er að skoða hvaða listamenn nutu mestrar hylli á Airwaves út frá hversu margir skoðuðu síður þeirra í appinu. Ásgeir Trausti naut mestra vinsælda sem skýrist kannski af því að hann spilaði manna oftast á hátíðinni, án þess að nokkuð sé gert lítið úr ágæti hans. Í öðru sæti á vinsældalistanum var hljómsveitin Of Monsters and Men, FM Belfast var í þriðja sæti, Sóley í því fjórða og Retro Stefson í fimmta. Í næstu sætum á eftir voru Ylja, Sigur Rós, Valdimar, Agent Fresco, Kiriyama Family, 1860, Tilbury, Mammút, GusGus, Ólafur Arnalds, Prinspóló, Samaris, Bloodgroup og Dikta. Þá loks kemur að erlendri sveit, í 20. sæti. Það er Half Moon Run frá Kanada. .... yndislegar uppskriftir á alla ölskylduna .... Benedikt dæmir dansara Leikarinn Benedikt Erlingsson verður gestadómari í þættinum Dans dans dans á laugardaginn en þá munu góðir kunningjar frá því í fyrra stíga á svið. Margverðlaunaða dansparið Hanna Rún og Sigurður Þór gera aðra tilraun en þau höfnuðu í öðru sæti í fyrra. Sigurður Þór er nýbyrjaður að dansa aftur eftir að hann fékk blóðtappa en hefur að sögn engu gleymt. Þá er röðin einnig komin aftur að dans- hópnum Rebel sem einnig keppti í fyrra. Á meðan beðið verður eftir niðurstöðu símakosningarinnar mun Jón Jónsson flytja eitt lag ásamt hljóm- sveit sinni. Gæludýrin í Argentínu Skáldsagan Gæludýrin, eftir Braga Ólafsson, er komin út í spænskri þýðingu í Argentínu. Þýðandinn Fabio Teixidó, sem býr í Reykjavík, tók sig til og snaraði bókinni yfir á spænsku. Gæludýrin er fyrsta skáldsaga Braga sem er þýdd og kemur út á spænsku og Bragi hefur nú gert strandhögg í Argentínu en þar sem spænska er útbreitt tungumál um víða veröld er ömögulegt að segja til um hversu víða hróður bókarinnar á eftir að berast í þýðingu Fabio. Ásgeir Trausti bakaði keppi- nauta 70 dægurmál Helgin 9.-11. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.