Fréttatíminn - 11.10.2013, Page 2
www.fronkex.is kemur við sögu á hverjum degi
R úmlega helmingur íslenskra ung-menna á aldrinum 15-19 ára stundar vinnu og er það hærra hlutfall en
á nokkru öðru Norðurlandanna. Ársæll
Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í
Hafnarfirði, segir þessar niðurstöður ekki
koma skólafólki á óvart. „Ég hef áður gagn-
rýnt það hversu stutt skólaárið er í fram-
haldsskólum og að nemendur nýti sér það og
fá sér vinnu á sumrin. Þegar þeir eru farnir
að vinna eignast þeir peninga og til verða alls
kyns gerviþarfir. Ákveðinn vítahringur fer af
stað sem síðan vindur upp á sig og úr verður
ófremdarástand sem við þekkjum af því
mikla brottfalli sem hér er úr framhaldsskól-
um og skólinn verður ekki lengur
númer eitt,“ segir Ársæll.
Hann bendir á að hvor
önn sé einungis rúmlega
fjórtán vikur auk prófa-
tíma. „Nemendur hafa
haft mánuð í kringum jól,
tíu daga í kringum páska,
og svo frá miðjum maí til
loka ágúst til að vinna sér inn
peninga til þess að reka bíl,
komast í utanlandsferðir og eign-
ast iPhone, svo fátt eitt sé nefnt,“
segir hann.
Ársæll segir þetta samt
sem áður ekki koma
á óvart því samfélagið
búi til þessar aðstæður.
„Atvinnulífið treystir
á þetta ódýra vinnuafl.
Áður þurfti fólk til að
sinna bústörfum á vorin
og haustin en nú þarf
ferðaþjónustan vinnuafl og því vill atvinnu-
lífið ekki breyta þessu. Það er mjög slæmt að
atvinnugreinarnar treysti á ódýrt vinnuafl í
unga fólkinu þegar við, sem þjóð, eigum að
vera að mennta það,“ segir hann.
Ársæll er talsmaður þess að brautskrá
nemendur yngri úr framhaldsskólum með
því að lengja viðveru þeirra. Hann vill fjölga
kennsludögum og afnema próftímabil.
„Þannig geta nemendur og kennarar verið
mun lengur saman við að læra,“ segir hann.
„Þessi mikla vinna ungmenna er helsta
ástæða brottfallsins. Það er ekki kvíðinn þótt
hann sé slæmur heldur er hér mjög óhag-
stætt uppeldisumhverfi fyrir ungt fólk,“ segir
Ársæll. „Það breytist ekki fyrr en við tökum
á þessum vanda og viðurkennum rétt unga
fólksins til að vera í friði í námi.“
Hann bendir á að hér á landi sé lagt á
herðar fjölskyldna unga fólksins að greiða
fyrir menntun þeirra ólíkt því sem þekkist í
löndunum í kringum okkur. Því þurfi margir
nemendur að vinna sér inn fyrir þeim kostn-
aði sem standa þarf straum af við nám, svo
sem efniskaupum og almennu uppihaldi.
„Ég bendi á að í nýju framhaldsskólalög-
unum frá 2008 stendur að ríkið skuli standa
straum af kostnaði vegna efniskaupa. Gildis-
töku þess ákvæðis hefur sífellt verið frestað
og átti það að taka gildi um mitt næsta ár.
Mér sýnist hins vegar í fjárlagafrumvarpinu
að gert sé ráð fyrir því að því verði áfram
frestað. Það er því allt sem stuðlar að því
að við hrekjum unga fólkið úr námi,“ segir
Ársæll.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
SkólaR Mikil vinna ungMenna Með náMi
Unga fólkið fái frið til
að mennta sig
Atvinnulífið treystir á ódýrt vinnuafl ungmenna enda vinna fleiri ungmenni hér en á hinum
Norðurlöndunum. Skólameistari segir mikla vinnu ungmenna helstu ástæðu hins mikla brottfalls
sem hér er úr námi og að hér sé óhagstætt uppeldisumhverfi fyrir ungt fólk. Við verðum að taka
á vandanum og viðurkenna rétt unga fólksins til að vera friði í námi.
Rúmlega helmingur íslenskra ungmenna á aldrinum 15-19 ára stundar vinnu og er það hærra hlutfall en á nokkru öðru Norður-
landanna. Ljósmynd/Hari
Ársæll Guð-
mundsson
skólameistari
hefur
áhyggjur af
of mikilli
vinnu
ung-
menna.
einkenniSfatnaðuR Svona eiga SýSluMenn að veRa
Sýslumönnum ber að nota stólur
Samkvæmt nýrri reglugerð um einkennisfatnað, skilríki og
merki sýslumanna og löglærðra fulltrúa þeirra þá ber þeim
að nota stólu við ákveðnar athafnir í störfum sínum, til dæm-
is hjónavígslur, framkvæmdir aðfarargerða utan skrifstofu,
við uppboð utan skrifstofu sýslumanns, fyrir dómi þar sem
sýslumaður mætir stöðu sinnar vegna og þegar nauðsynlegt
eða æskilegt þykir við önnur verkefni utan starfsstöðvar
þar sem sýslumaður eða löglærður fulltrúi hans kemur fram
stöðu sinnar vegna.
Í reglugerðinni stendur „Stóla skal vera úr svörtu ullarefni,
um 140 sm að lengd og 14 sm breið. Innra byrði skal vera úr
stömu, svörtu efni. Hvor endi skal vera með 130 gráðu út-
stætt horn fyrir miðju. Tveir samhliða gylltir borðar, 1,1 sm á
breidd með 1,5 sm bili skulu þvera báða enda stólunnar.“
Jónas Guðmundsson, sýslumaður á Bolungarvík, segir
að praktískar ástæður séu fyrir því að æskilegt sé að stóla
sé notuð við slík tækifæri og nauðsynlegt sé að fólk sjái að
sýslumaður eða fulltrúi hans sé að framkvæma athöfnina en
ekki bara einhver. „Menn hafa gert það að vandamáli og þess
vegna var þörf á þessu. Búið er að samþykkja þetta hjá sýslu-
mönnum. Það er ekki skylda að menn séu með stóluna inni
á skrifstofunni en mér finnst það eiga við undir ákveðnum
kringumstæðum þegar það þarf að vera alveg klárt að menn
séu fulltrúar sýslumanns,“ segir Jónas.
Ásgeir Eiríksson, löglærður fulltrúi hjá embætti sýslu-
mannsins í Reykjavík, segir að málið hafi ekki verið kynnt
fyrir þeim og að hann geti ekki rætt um málið.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Vilja leikskólapláss strax
eftir fæðingarorlof
Þingflokkur Vinstri grænna hefur lagt
fram þingsályktunartillögu um unnið verði
að því að sveitarfélögin geti boðið leik-
skólapláss um leið og fæðingarorlofi lýkur.
Miðað verði við að þegar fæðingarorlofið
hefur verið lengt í 12 mánuði, árið 2016,
verði sveitarfélög um landið reiðubúin að
veita þjónustuna. Svandís Svavarsdóttir er
fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vinstri
græn leggja til að Alþingi feli mennta- og
menningarmálaráðherra, í samráði við
innanríkisráðherra, að skipa nefnd með
þátttöku sveitarfélaganna, sérfræðinga,
hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka er
geri tillögu að áætlun um hvernig sveitar-
félögin geta komið þessu í framkvæmd.
Í greinargerð með tillögunni segir að
þar sem leikskólar sveitarfélaganna taki
almennt ekki við börnum fyrr en þau eru
18-24 mánaða sé langur tími sem foreldrar
þurfa að brúa frá því fæðingarorlofi lýkur,
en orlofið er nú 9 mánuðir. - eh
Strætóappið í þriðjungi
snjallsíma
Yfir 40 þúsund manns hafa hlaðið Strætó-
appinu í símann sinn sem þýðir að búið er
að hala appinu niður í tæplega þriðjung
allra snjallsíma á Íslandi. „Þessar frábæru
viðtökur á appinu sýna okkur hvað það er
mikilvægt að fyrirtæki eins og Strætó sé
alltaf með puttann á púlsinum með hvað
er að gerast í samfélaginu,“ segir Reynir
Jónsson, framkvæmdarstjóri Strætó bs.
Appið var hannað til þess að auðvelda
farþegum Strætó að komast leiðar sinnar,
finna bestu og stystu leiðina á áfangastað,
sjá staðsetningu vagna í rauntíma, leita
eftir brottförum vagna frá ákveðnum bið-
stöðvum í rauntíma og fleira. -eh
Stemning í Laugardal
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir
Kýpur í undankeppni HM 2014 á Laugardals-
velli í kvöld, föstudagskvöld. Leikurinn hefst
klukkan 18.45 en nokkuð er síðan allir miðar
seldust upp. Þróttarar verða með upphitun
fyrir leikinn í Laugardalnum en klukkan 16
verður opnaður sportbar í anddyri Laugar-
dalshallar. Sérfræðingar í leikgreiningu
munu stýra töflufundi um klukkan 17.30 og
félagsskapurinn Áfram Ísland verður með
sölubás þar sem hægt verður að skreyta sig
fyrir leikinn. Þeir sem ekki eru svo heppnir
að eiga miða geta horft á leikinn á risatjaldi
í félagsheimili Þróttar.
Sýslumenn með nýju stólurnar sínar.
Hagnaður af rekstri Ölstofunnar
Sex milljóna króna hagnaður var
af rekstri Ölstofu Kormáks og
Skjaldar á síðasta ári. Viðskipta-
blaðið greinir frá því að þetta sé
aðeins minni hagnaður en árið 2011
þegar reksturinn skilaði níu milljóna
króna hagnaði og arðgreiðslur
námu þremur milljónum króna.
Arðgreiðslur árið 2012 námu 4,2
milljónum króna.
Ölstofan er í eigu Skjaldar Sigur-
jónssonar og Kormáks Geirharðssonar. Eignir félags þeirra nema um 48 milljónum
króna og eigið fé er jákvætt um tæpar 24 milljónir.
2 fréttir Helgin 11.-13. október 2013