Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 4
LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 HANDSMÍÐAÐ Í HAFNARFIRÐI SÍÐAN 1993 www.siggaogtimo.is veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hvasst v- og Nv-til. Mjög Hlýtt á laNdiNu og að Mestu úrkoMulaust. Höfuðborgarsvæðið: Strekkingur og Skýjað að meStu. Hlýtt. áfraM þurrt og Hlýtt. lægir Mikið. Höfuðborgarsvæðið: Skýjað, Smá Suddi um morguninn. sólríkt og freMu stillt. Milt, eN Næturfrost N- og a-laNds. Höfuðborgarsvæðið: áfram Sól, en auStan gola og Hlýtt í veðri. dásemdin ein, sumarhiti um helgina Það er skammt stórra högga á milli í veðrinu. eftir kalda daga með snjó og hálku verða alger umskipti og hiti kemst í hæstu hæðir árstímans um helgina ! Sér- staklega verður hlýtt í strekk- ingnum í dag, en á morgun lægir mikið. í heiðríkjunni norðan- og austanlands fram á sunnudag verður tals- verður hitamunur dags og nætur. í nokkra daga fram yfir helgi verður áframhald á góðum haustdögum. 10 9 13 12 8 9 10 8 9 10 12 7 6 6 10 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is n eytendur vilja upplýsingar. Vísinda-menn eru ekki sammála um hvort erfðabreytt matvæli séu örugg. Neytendur krefjast gagnsæis og því eru mikil sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað þegar kemur að því að framleiða og merkja vöru sem inniheldur engin erfðabreytt efni,“ segir dr. John Fagan, sameindalíf- fræðingur við Cornell háskóla í Bandaríkj- unum. Hann var frummælandi á ráðstefnu kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur sem haldin var á mánudag. Meðal þeirra sem stóðu að ráðstefnunni voru Neytendasamtökin, Matvæla- og veitingafélag Íslands og Vottunarstofan Tún. Stuttu fyrir ráðstefnuna skrifuðu sex vísindamenn við íslenska háskóla grein í Fréttablaðið þar sem þeir vöruðu við efni ráðstefnunnar og sögðu að aðstandendur hennar hefði ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við nýtingu erfðabreyttra lífvera í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Ekki hefur verið sannað að erfðabreytt matvæli séu hættuleg en ekki hefur heldur verið sannað að þau séu örugg. „Það þarf að rannsaka þau miklu meira og á meðan við höfum ekki meiri þekkingu er mikil- vægt að merkja erfðabreytt matvæli þannig að neytendur geti valið,“ segir dr. Fagan. Að lokinni ráðstefnunni átti hann fund með nokkrum íslenskum framleiðendum þar sem þeir gátu spurt hann um framleiðslu án erfðabreyttra efna. Dr. Fagan bendir á að þegar sé þess krafist í 64 löndum að erfðabreytt matvæli séu merkt sérstaklega. Ísland er þeirra á meðal. Þá hefur undanfarin ár verið mikil vakning þegar kemur að því að merkja matvæli þannig að þau innihaldi ekki erfðabreytt matvæli og geta framleiðendur í Þýskalandi, Frakklandi og Lúxemborg, meðal annarra landa, sett viðurkennd merki á sínar vörur til að auðkenna þær fyrir neytendur. „Í Bandaríkjunum eru 18 þúsund vörur vottaðar án þess að inni- halda erfðabreytt matvæli og þeim fjölgar í hverjum mánuði,“ segir dr. Fagan. „Þau fyrirtæki sem framleiða erfðabreytt matvæli hafa lengi barist gegn því að það komi fram á umbúðunum að þau sé erfða- breytt. Það skýtur skökku við því ef þeir standa í þeirri trú að þeirra vara sé sú besta þá ættu þeir einmitt að vilja merkja hana þannig,“ segir dr. Fagan. „Ef við hugsum okkur foreldra sem eru að kaupa mat handa barninu sínu þá er það krafa þeir geti valið á milli erfðabreyttrar matvöru eða náttúrulegra matvæla. Fæstir vilja taka áhættuna á meðan við vitum ekki meira um áhrif erfðabreyttra matvæla á manns- líkamann og heilbrigði okkar,“ segir hann. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  neytendur Merkingar á MatvæluM auðvelda neytenduM valið Tækifæri fyrir íslenska framleiðendur viðskiptatækifæri eru fyrir íslenska framleiðendur að merkja vörur sínar þannig að þær innihaldi engin erfðabreytt efni. dr. john fagan segir að á meðan ekki liggi fyrir hvaða áhrif erfðabreytt matvæli hafa á mannslíkamann til lengri tíma sé nauðsynlegt að neytendur hafi val og merkingar auðveldi þeim að velja. 92% ræktunarlands fyrir erfðabreytt matvæli er í 6 löndum: Banda- ríkjunum, kanada, argentínu, Brasilíu, indlandi og kína. 95% erfðabreyttra mat- væla samanstanda af fjórum fæðutegund- um: Sojabaunir, maís, bómull og canola-olía. Heimild: Dr. John Fagan dr. john fagan þróaði dna-próf fyrir erfðabreytt matvæli og mótaði fyrsta vottunarkerfið fyrir matvæli án erfðabreyttra efna. Lj ós m yn d/ H ar i Þau fyrirtæki sem framleiða erfðabreytt matvæli hafa lengi barist gegn því að það komi fram á umbúðunum að þau séu erfðabreytt. Stofna Hollvinasamtök reykjalundar Hópur þeirra sem hafa notið endurhæfingar á Reykjalundi og aðrir velunnarar undirbúa stofnun hollvinasamtaka og mun undirbúningsstjórn stofna samtökin formlega á reykjalundi laugardaginn 2. nóvember. meginhlutverk samtakanna verður að styðja við starfsemi Reykjalundar í samráði við yfirstjórn með fjáröflun, fjárstuðningi og fleira Í undirbúningsstjórn hollvinasamtakanna eru ásbjörn einarsson, Bjarni ingvar árnason, Haukur leósson, jón ágústsson, ragnheiður ríkharðsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Stefán Sigurðsson. reykjalundur er stærsta endurhæfingamiðstöð Íslands sem þjónar landsmönnum öllum og þar hafa þúsundir landsmanna náð heilsu sinni á ný eftir alvarleg áföll. fjöldi sjúklinga sem árlega njóta endurhæfingar á Reykjalundi er nálægt 1200, en viðmið í þjónustusamningi við Sjúkratryggingar íslands gera ráð fyrir 1050 sjúklingum á ári. SignWiki komið í úrslit nýsköpunarverkefnið SignWiki sem Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra þróaði er komið í úrslit evrópsku nýsköpunarverðlaunanna í opinberum rekstri. Úrslitin verða kynnt við sér- staka athöfn í maastricht í lok nóvember. íslenskar stofnanir eru nú að taka þátt í fyrsta sinn og hafa verkefnin SignWiki, Samfélagsmiðlar lögreglunnar og libro- digital á vegum Hljóðbókasafns íslands nú þegar fengið sérstakar viðurkenningar sem framúrskarandi verkefni. fjölskyldur heyrnarlausra barna, kennarar og nem- endur í táknmálsfræði við Háskóla íslands segja að SignWiki boði byltingarkenndar breytingar á miðlun efnis. með SignWiki er hægt að dreifa námskeiðum í íslensku táknmáli, orðabók, málfræðigreinum, ýmiss konar fræðslu og í reynd eru mögu- leikarnir nánast óþrjótandi. vefurinn er gagnvirkur og býður upp á þátttöku þeirra sem nota hann. dansmaraþon un Women un Women stendur fyrir þriggja tíma dans- maraþoni í kramhúsinu föstudaginn 11. október í tilefni af alþjóðlegum degi stúlku- barnsins. markmið dansmaraþonsins er að vekja athygli á þeim mannréttindabrotum sem ungar stúlkur í mörgum af fátækustu löndum heims verða fyrir á hverjum degi. í ár hafa samtökin lagt höfuðáherslu á útrýmingu barnabrúðkaupa en á þriggja sekúndna fresti er stúlka undir 18 ára aldri þvinguð eða tilneydd í hjónaband. un Women leggur ríka áherslu á að af- nema skuli barnahjónabönd. mæðradauði er helsta dánarorsök unglingsstúlkna á aldrinum 15-19 ára í þróunarlöndum. Þær eru tvisvar sinnum líklegri til þess að láta lífið á meðgöngu eða við barnsburð en konur á þrítugsaldri. dansmaraþonið hefst stundvíslega klukkan 19 og verður dansað afró, Beyoncé-dans, suðræn sveifla og maga- dans. verð er 2.900 krónur. -eh til sviss með easyjet flugfélagið easyjet mun bjóða upp á beint áætlunarflug frá Íslandi til Basel Í Sviss. Fyrsta flugið verður þann 2. apríl næst- komandi en flogið verður tvisvar sinnum í viku, á miðvikudögum og laugardögum fram í lok september. farmiðar eru nú komnir í sölu á heimasíðu félagsins www.easy.jet.com og er lægsta fargjaldið í kringum 6.295 krónur aðra leið með sköttum. Basel er fimmta flugleið easyJet frá Íslandi en félagið flýgur þegar í beinu flugi frá Keflavík til Lundúna, Manchester og Edinborgar allt árið um kring, auk þess sem beint flug til Bristol hefst á vegum félagsins eftir nokkrar vikur. 4 fréttir Helgin 11.-13. október 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.