Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 12
Laaaaaaaaaangbestar? Mörgum finnst Superfries vera laaaangbestu frönskurnar og þær eru nú betri en nokkru sinni áður. Sérvaldar kartöflur, steiktar í repjuolíu og kryddaðar með sjávarsalti. Prófaðu núna! 52% af skatttekjum borgar- innar í skóla- og fræðslumál. Þetta á að vera kosningamál í hverjum einustu kosning- um.“ Þorbjörg Helga á fjögur börn á ólíkum skólastigum og því þekkir hún þessi mál ekki aðeins frá sjónarhóli borgarfulltrúans og á fag- legan hátt heldur einnig sem foreldri. Ræða þarf hlutverk kennara Henni finnst sárlega skorta stefnumótun í skólamálum innan núverandi borgar- stjórnarmeirihluta. „Okkur vantar skýr markmið og þurfum að hafa mælikvarða fyrir skólana opna og gegn- sæja. Ábyrgðin er hjá okkur borgarfulltrúum. Ef eitthvað gengur illa þá getum við með gegnsæi réttlætt að veita frekari fjármunum í ákveðin verkefni en gegnsæi er líka mikilvægt fyrir foreldrana. Stjórnsýslulega þarf að gera breytingar þannig að skóla- stjórnendur hafi meira að segja um skólastarfið. Við þurfum líka að taka um- ræðuna um hvert sé hlutverk kennara og hvert sé starf hans. Þegar við ræðum um hlutverk kennarans erum við gjörn á að segja þá eigi að kenna næstum allt, að þeir kenni börnum að vera kurteis, fjármálalæsi og um lýðheilsu. Þetta er allt sett á herðar kennara. Starfið þeirra er síðan að kenna börnunum að læra að lesa, gagnrýna hugsun og annað sem er skilgreint í aðalnáms- skrá. Það þarf að skerpa á þessum skilgreiningum og ramma betur inn hver séu verkefni heimilis og skóla í samstarfi og hver ekki. Við þurfum að setja meiri áherslu á grunnfærni, ég vil til dæmis setja markmið að öll börn séu læs 10 ára.“ Hún bendir á að við efna- hagshrunið hafi verið lögð áhersla á að verja grunn- þjónustuna en smátt og smátt hafi fjarað undan því. „Með mínu framboði er ég að setja skólamálin meira á dagskrá. Krónutalan, sem úthlutað er á hvern nemanda, er sú sama og fyrir sex árum. Foreldrar finna að það er losarabragur í skólastarfinu og við þurfum að taka þetta til gagngerrar endurskoðunar í samstarfi við kennara. Mín hugsun er að ef við grípum ekki í taumana lendum við í sama spíral og Landspítalinn og heilbrigðisþjónustan. Þar er sumt komið í ógöngur og það sama gæti gerst hjá skólun- um ef við ræðum ekki opin- skátt um breytingar.“ Mikilvægt að velja leiðtoga Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram í nóvem- ber og hingað til hefur aðeins einn annar gefið kost á sér í oddvitasætið, Júlíus Vífill Ingvarsson, sem tók við af Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur sem oddviti þegar hún söðlaði um og fór í lands- málin. Til stóð að á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins, í síðasta mánuði yrði borin upp tillaga um leiðtogakjör en fallið var frá því og prófkjör samþykkt. Þorbjörg Helga segir mikil- vægt að prófkjörið hjá þeim sé haldið þetta snemma. „Að því loknu verður þá skýrt hver er kjörinn leiðtogi sjálf- stæðismanna í borginni,“ segir hún og lítur ekki þann- ig á að hún sé sérstaklega að fara gegn sitjandi odd- vita. „Júlíus Vífill hefur ekki verið kjörinn sem oddviti og sjálfstæðismönnum gefst nú tækifæri að velja á milli ein- staklinga. Næstu fjögur ár munu snúast um hvernig við forgangsröðum fjármunum og ég er tilbúin að leiða það verkefni.“ segir hún. Finnur lítið fyrir aðkasti Þorbjörg Helga og Gísli Marteinn Baldursson hafa starfað náið saman í gegnum árin sem borgar- fulltrúar og aðhyllast svipaða hugmyndafræði á ýmsum sviðum. Þau voru til að mynda þeir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, sem ásamt Áslaugu Friðriks- dóttur, greiddi atkvæði með því að auglýsa aðalskipulag Reykjavíkurborgar í sumar. „Það er mikil eftirsjá að hon- um,“ segir hún. Við brott- hvarfið sagði Gísli Marteinn að honum þætti leiðinlegt að standa í stöðugum illdeilum, ekki síst við félaga og vini. „Ég get tekið undir með Gísla. Það getur verið erfitt að viðra ólíkar skoðanir í mótvindi en það er mikil- vægt að bera virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum. Sjálf- stæðisflokkurinn er breiður flokkur og hefur alltaf getað sætt sjónarmið.“ Spurð hvort hún verði fyrir aðkasti frá flokkssystk- inum sínum þar sem hún er ekki alltaf á sömu línu og heildin segist hún finna lítið fyrir slíku. „Ég finn aðeins fyrir því varðandi flug- völlinn, að ég sé samþykk því að flugvöllurinn fari þegar raunhæfur valkostur finnst. Annars held ég að fólk sé almennt ánægt með þá stefnu sem ég hef tekið sem hægri manneskja og með mín sjónarmið í borgarmálum.“ Á meðan Þorbjörg Helga lá enn undir feldi varðandi oddvitasætið segir hún vissulega marga hafa hvatt sig áfram en aðrir hafi jafnvel latt hana til framboðs vegna þess að stjórnmálin séu á vondum stað. „Ég hef hins vegar bara tekið þann snúning á þetta að það sé mitt hlut- verk að snúa þessu við. Ég starfa af heilindum og segi fólki að þetta sé virkilega mikilvægt starf, krefj- andi en einnig gefandi.“ Viðtal við Þorbjörgu Helgu í Nýju lífi vakti mikla athygli þar sem hún sagði sjálfstæðismenn hafa misnotað vald sitt þegar þeir gerðu Ólaf F. Magnússon að borg- arstjóra þrátt fyrir andleg veikindi hans og sagðist hún skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í því. „Ég sem einstaklingur gat ekki tekið næstu skref nema ég myndi gera þetta upp. Ég vildi bara að það væri skýrt að ég liði ekki svona vinnubrögð.“ Nokkrir karlmenn hafa verið orðaðir við framboð til oddvita en Þorbjörg Helga er eina konan sem hingað til hefur verið í umræðunni um leiðtoga sjálfstæðismanna í borginni. „Ég finn að ég er fyrir- mynd og að ég hef áhrif á skoðanir annarra kvenna. Það veitir mér innblástur. Mér finnst mikilvægt að þau mál sem ég stend fyrir snerta konur meira að jafnaði. Þess vegna finnst mér ég líka bera ríka skyldu til að tala um mennta- málin.“ Lausnamiðuð með sáttavilja Heilt yfir finnst henni hún hafa mikið fram að færa fyrir borgar- búa. „Ég er fyrst og fremst hug- sjónamanneskja. Ég er lausna- miðuð og ég vinn vel með fólki. Ég hef mikinn sáttavilja og ég stend fyrir vinnubrögð sem eru í átt að sáttum. Ég held að það sé best fyrir íbúa Reykjavíkur að við náum verkefnum í gegn með sátt í stað þess að þvinga þau fram í ósátt og að síðan þurfi að bakka með þau. Það eru vond stjórnmál að mínu mati. Ég hef mikla þekk- ingu á fjármálum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur og hef ég góða yfirsýn yfir hvar þarf að for- gangsraða. En þó ég sé sáttfús þá er ég óhrædd við að taka sterkar ákvarðanir og standa með þeim. Það þarf að taka ákvarðanir og marka stefnu í stað þess að fara áfram í stefnuleysi og miðjumoði.“ Hún bendir á að tilfinningin í samfélaginu sé sú að fjármál borgarinnar séu í góðu lagi. Þar sé hins vegar margt sem má betur fara. „Skatttekjurnar í ár eru 62 milljarðar en útgjöldin eru 70 milljarðar. Þarna erum við bara að horfa á A-sjóð, skólamálin, félags- málin, skipulagsmálin og alla þessa grundvallarþætti sem við eigum að skila á núlli en eru þess í stað 8 milljarða í mínus. Svona er búið að keyra þetta frá hruni og hefur alvarlegar afleiðingar. Við erum með lek skólaþök, ónýta hluti í félagsmiðstöðvum aldraðra og subbulega borg. Þetta er eins og að þú myndir í sex ár engu skeyta um að laga það sem er byrjað að fúna inni á heimilinu þínu og svo loks gefur það undan. Mín stærsta gagnrýni á núver- andi meirihluta er stefnuleysið, án skýrrar stefnumörkunar náum við ekki árangri.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er eina konan sem hefur verið orðuð við oddvitasæti sjálfstæðismanna í borginni. Það veitir henni innblástur að finna að hún er fyrir- mynd annarra kvenna. Ljósmynd/Hari 12 fréttaviðtal Helgin 11.-13. október 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.