Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 27

Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 27
NÝTT FRÁ MJÓLKURSAMSÖLUNNI D-VÍTAMÍNBÆTT LÉTTMJÓLK OG NÝMJÓLK Stóran hluta ársins fá Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín. Þess vegna fæst nú D-vítamínbætt léttmjólk og nýmjólk. Í einu glasi er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti. D-vítamín er nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska beina og hjálpar okkur að takast á við daginn með bros á vör. Í nýlegri rannsókn á mataræði 15 ára unglinga á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala kemur í ljós að innan við 5% stúlkna nær ráðlögðum dagskammti af D-vítamíni og innan við 10% drengja. Þegar litið er til þess að á yngri árum er beinmyndun í hámarki og þörf fyrir D-vítamín sérstaklega mikil þá er ljóst að bregðast þarf við. D-vítamínbætt léttmjólk og nýmjólk - eins og hollur sólargeisli :-D Nú í 1/2 lítra umbúðum Nýjung! E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 6 6 9 þannig mátti nýta söfnunarféð sem best. Fyrir einu og hálfu ári tók starfsfólk sig saman í því að efla og bæta þjónustu við sjúklingana og réðst í svokallað LEAN-verk- efni sem felst í því að hugsa alla verkferla deildarinnar upp á nýtt í því skyni að nýta mannauðinn sem best í þágu sjúklinganna. Kjartan J. Kjartansson er yfirlæknir á deildinni og Helga Sif Friðjóns- dóttir deildarstjóri. Þau segja að hugmyndafræði deildarinnar sé að mæta sjúklingi þar sem hann er staddur og finna viðeigandi með- ferðarúrræði. Markhópur deildar eru sjúklingar í neyslu og með annan lífshamlandi geðvanda. „Einnig sinnum við barnaverndar- málum,“ bendir Kjartan á. „Hingað kemur fólk sem er á götunni og mætir ósjaldan fordómum annars staðar í heilbrigðiskerfinu,“ segir Helga. „Við erum í samvinnu við Reykjavíkurborg um nærþjónustu fyrir utangarðsfólk,“ segir Helga. Þau taka undir með Maríu og segja að nauðsynlegt sé að bæta aðbúnað sjúklinga á deildinni, ekki síst út frá öryggissjónarmið- um. Nauðsynlegar endurbætur á deildinni myndu sennilega kosta álíka og á nýrri bráðageðdeild, yfir 100 milljónir. Aðspurður segir Kjartan eitt helsta vandamál deildarinnar vera skort á úrræðum sem taka við eftir útskrift sjúklinga. „Fyrir vikið verður hér ákveðið fráflæðisvanda- mál því lítið er um búsetuúrræði fyrir fólk sem er að koma úr neyslu eða er jafnvel enn í neyslu. Það er hópurinn sem fáir vilja hjálpa. Samfélagið þarf að gera ráð fyrir þessum hópi og horfast í augu við að hann þarf hjálp,“ segir Kjartan. Hundruð milljóna endurbætur nauðsynlegar Þegar María er beðin að áætla hversu miklu ríkið þyrfti að kosta til svo fara megi í nauðsynlegt viðhald og ráðast megi í nauðsyn- legar endurbætur á húsnæði sem nú hefur verið úrskurðað varan- legt hikar hún. „Ég á bágt með að áætla það nákvæmlega. Allt viðhald á þeim fimm byggingum sem geðsviðið rekur starfsemi sína í hefur verið vanrækt. Hér á Hringbraut er lekavandamál, raka- skemmdir og grunur er um myglu- svepp. Ný réttargeðdeild að Kleppi er mjög vel heppnuð en aðrar deildir á Kleppi þurfa viðhald og endurnýjun. Þetta gamla, fallega hús á Kleppi á skilið að því sé sýnd virðing með tilhlýðilegu viðhaldi,“ bendir hún á. María segir að Dagdeild Hvítabands- og átröskunar sé á Skólavörðustíg og þjóni vel sínu hlutverki. Ánægja sé með stað- setningu deildarinnar þar enda ekki hugmyndir um að flytja hana annað. „Við rekum einnig legu- deild og göngudeild í einbýlishúsi á Laugarnesvegi. Hún er ætluð fólki á aldrinum 18-25 ára sem Hjördís Tryggva- dóttir er sálfræð- ingur og teymisstjóri á Teigi, dag- og göngudeild fíknigeð- deildar sem endur- nýjuð var árið 2004. Hún segir aðbúnaðinn vel ásætt- anlegan og húsnæðið í ágætis standi. er að fá geðrof í fyrsta sinn. Það er mjög notalegt umhverfi með 8 legurúmum og allt að 50 inn- skrifuðum sjúklingum sem njóta áframhaldandi þjónustu, eftir- fylgni og endurhæfingu. Húsið er frá því um 1970 og margar innrétt- ingar jafngamlar húsinu og því nauðsynlegt að ráðast þar í endur- bætur,“ segir hún. María áætlar að endurnýjun hverrar legudeildar myndi kosta ríflega hundrað milljónir. Á Hring- braut þurfi að endurnýja þrjár legudeildir, sem myndi kosta að minnsta kosti þrjú hundruð milljónir en að auki sé verulegur kostnaður vegna viðhalds á þeim fimm byggingum sem heyri undir sviðið. „Við höfðum vonast eftir því að fá aukið fé til viðhalds þegar við fengum að vita að við værum í varanlegu húsnæði en það hefur því miður ekki gengið eftir,“ segir María. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is 2,3% þjóðarinnar nutu þjónustu geðsviðs. Alls þurftu um 5.600 einstaklingar á þjónustu geðdeildar að halda á síðasta ári. Það er 2,3% allra íbúa landsins eldri en 18 ára. Tæplega fimm þúsund manns leituðu á bráðaþjónustu geðdeildar, þrettán manns á degi hverjum. Það eru fleiri en þurftu á bráðaþjónustu hjarta- gáttar að halda. Alls lágu rúmlega átján hundruð sjúklingar á níu legudeildum geðsviðs í fyrra sem þýðir að átta af hverjum þúsund íbúum yfir 18 ára aldri þurftu á innlögn á geðdeild að halda í fyrra. Daglega sækja 213 manns þjónustu dag- og göngudeilda geðsviðs og gerir það rúmar 52 þúsund komur á þessar deildir árið um kring. fréttaskýring 27 Helgin 11.-13. október 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.