Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 28
K aren Kjartansdóttir hefur starfað á ýmsum fjölmiðlum síðustu níu árin, án þess þó
að flytja sig nokkru sinni úr Skafta-
hlíðinni þar sem 365 miðlar halda til
með alla sína fjölmiðla. Hún byrjaði
á DV þegar Illugi Jökulsson og Mik-
ael Torfason tóku við ritstjórn blaðs-
ins. Hún fór síðan yfir á fréttastöðina
NFS, þar næst á Fréttablaðið og
síðan á Stöð 2 þar sem hún var vara-
fréttastjóri þangað til hún sagði upp.
Karen tók við starfi upplýsinga-
fulltrúa LÍU í vikunni og það má því
segja að hún sé komin hinum megin
við borðið þar sem blaðamenn og
upplýsingafulltrúar eiga oftar en
ekki í sérkennilegum samskiptum
og eltingaleikjum.
„Ég var búin að vera í þessu í um
það bil áratug og fannst bara tími
til kominn að leita á ný mið,“ segir
Karen þar sem hún er að koma sér
fyrir á skrifstofu LÍÚ. „Það var kom-
inn smá hugur í mig og mig langaði
ekkert endilega að halda áfram á
fjölmiðlum, heldur kannski vinna
við eitthvað þessu tengt.“
Og sjávarútvegurinn varð fyrir
valinu og Karen segir að sér finnist
hann spennandi í allri sinni fjöl-
breytni. „Nýsköpunin, öll tæknin
og svo margt í uppbyggingunni í
tengslum við þetta er mjög spenn-
andi,“ segir Karen sem er þar fyrir
utan ákafur aðdáandi makrílsins.
„Ég er brjálaður makrílsaðdáandi.
Ég held að það liggi við að ég borði
eina dós á dag. Makríllinn er besti
skyndibitinn,“ segir hún og hlær.
„Síðan get ég líka spilað því út að
pabbi hafi verið sjómaður á Haraldi
Böðvarssyni.“ Þannig að nýi upp-
lýsingafulltrúinn er ekki í neinum
vandræðum með að tengja sig við
nýja viðfangsefnið.
Hrollvekjandi skammstöfun
Karen líst vel á vistaskiptin og mót-
tökurnar hjá LÍÚ hafa verið góðar.
„Þetta virkar alveg sérlega elsku-
legt fólk. Mér líst mjög vel á hann
Úr fréttum í fiskinn
Karen Kjartansdóttir hætti
sem varafréttastjóri Stöðvar
2 í byrjun vikunnar og hefur
þegar hafið störf sem nýr upp-
lýsingafulltrúi LÍÚ. Hún segist
hafa viljað breyta til eftir níu
ára starf á hinum ýmsu fjöl-
miðlum 365 miðla. Það hafi þó
verið sárt að kveðja og tilfinn-
ingin sé svolítið eins og hún sé
að skilja við vinnuveitandann.
Hún hefur ýmsar tengingar
við sjávarútveginn og ekki síst
þá að hún er vitlaus í makríl.
Kolbein Árnason, nýja framkvæmda-
stjórann, og bara allt fólkið sem ég
hef hitt hérna. Margir fá smá hroll
þegar þeir heyra þessa skammstöf-
un, LÍÚ, og ég skil ekki alveg þessa
andúð á íslenskum sjávarútvegi.
Þetta er mikilvægasta atvinnugrein-
in okkar og þetta ætti ekki að vera
svona.“
Karen segir þó að sér hafi brugðið
dálítið þegar þetta starf var nefnt við
hana. „En ég ákvað svo að láta slag
standa. Og það var svosem enginn
efi í mér, eftir að ég hugsaði þetta.“
Fréttafólk og upplýsingafulltrúar
eigast oft við og hvorugum þykir
hinn hópurinn sérlega skemmti-
legur. Óttast Karen ekkert að verða
leiðinleg þegar hún er komin í stétt
sem hún hefur látið fara í taugarnar
á sér í tæpan áratug?
„Jú, jú. En ég er sem betur fer
skemmtileg að eðlisfari,“ segir hún
og bætir við að eitt það síðasta sem
hún hafi gert áður en hún yfirgaf
Stöð 2 hafi verið að bölva því hversu
fréttamenn væri leiðinlegir. Að
gefnu tilefni. „Þá kallaði Mikael á
eftir mér að ég væri strax byrjuð.“
Komin í hitt liðið.
„Ég vona að ég muni eiga í góðum
samskiptum við gamla kollega.
Breytir þetta nokkuð miklu? Þótt
maður færi sig um set? Er maður
ekki bara alltaf að reyna að vera
almennileg manneskja?“ Spyr Karen
út í loftið á heimspekilegum nótum.
„En það var mjög erfitt og leiðin-
legt að kveðja. Það var frekar sárt
en maður verður einhvern tíma að
fara. Svo bind ég sterkar vonir við að
vinnutíminn verði reglulegri,“ segir
Karen sem á þrjú börn á aldrinum
tíu, fjögurra og tveggja ára. „Þetta
hefur samt alveg gengið vel með
þessum óreglulega vinnutíma sem
fylgir fjölmiðlunum. Það gengur
líka alltaf allt ef maður er ekki alltaf
tuðandi.“
Saknar ekki sjónvarpsins
Nú er kunnara en frá þurfi að segja
að fjölmiðlafólk þjáist af þrálátri
sjálfhverfu sem ágerist sérstaklega
þegar fólk byrjar að vinna í sjón-
varpi. Áttu ekki eftir að sakna þess
að sjá sjálfa þig og heyra á skjánum.
Finnast sjálfið kannski vera að
leysast upp?
„Nei. Það held ég alveg örugglega
ekki. Mér finnst það mjög notaleg til-
hugsun. En ég á eftir að sakna hans
Breka míns rosalega mikið,“ segir
Karen um fréttastjórann og náinn
samstarfsmann, Breka Logason.
Karen og Mikael Torfason hafa
einnig unnið mikið saman í gegnum
árin og það voru hann og Illugi Jök-
ulsson sem réðu hana fyrst til starfa
á fjölmiðlum. Þannig að ætla má að
Mikael hafi þótt miður að horfa á
eftir Karen til LÍÚ.
„Mikael tók þessu eins og sannur
karlmaður. Bara eins og hann er. En
auðvitað er ekkert gaman að skilja
við fólk og mér líður held ég eins og
sé búin að vera að standa í skilnaði.“
Starfslok Karenar voru að vonum
sett í samhengi við brotthvarf fleira
fréttafólks frá 365 í einhverjum vef-
miðlanna en hún blæs á allar slíkar
kenningar. „Mér finnst alveg undar-
legt að vera að tala um ólgu og flótta.
Ég veit nú ekki betur en að á fyrstu
tveimur árunum mínum hafi ég náð
að hafa þrettán ritstjóra. Þá var ólga
en mér hefur ekki þótt neitt sérstök
ólga eða flótti brostinn á. Þótt að
samkeppnisaðilum finnist það. Og
þótt ég fari núna eftir áratug þar sem
ég hef farið í gegnum súrt og sætt
þá finnst mér það ekki til marks um
neina ótryggð eða lausung.“
Heltekin af hlaupum
Fyrir nokkrum misserum byrjaði
Karen að stunda hlaup sér til and-
legrar og líkamlegrar hressingar.
Hún tók þessa bakteríu mjög bók-
staflega og er nú búin að skrifa bók-
ina Út að hlaupa, ásamt Elísabetu
Margeirsdóttur, veðurfréttakonu
á Stöð 2 og reyndum maraþon-
hlaupara. Bókina hugsa þær stöllur
bæði fyrir þá sem eru að reima á sig
hlaupaskóna í fyrsta sinn og einnig
þá reyndari.
„Ég er af allt öðrum meiði en
Elísabet. Ég gerði þetta bara svona
til slökunar og til að halda mér í
formi þótt mér finnst þetta samt
rosalega skemmtilegt. Þannig að ég
get hiklaust mælt með hlaupi sem
lífsstíl og hvatt fólk til að byrja enda
má nýta hlaupið bæði sem hug-
leiðslu og líkamsrækt. Þetta gefur
manni svo margt og hefur marga
kosti.“
Þegar Karen byrjaði að hlaupa
segist hún hafa hellt sér út í sportið
af krafti. „Vegna þess að ég var bara
að reyna að losna við smá aukakíló
eftir þriðju meðgönguna.“ Og þar
sem hún er sérstaklega hrifin af
handbókum hvers konar þá lagðist
hún í bandarískar og breskar hlaupa-
bækur. „Ég skildi ekkert í því af
hverju það var ekki búið að þýða eitt-
hvað af þessu og ákvað að gera það
sjálf. Ég rak mig strax á að það þyrfti
að staðfæra heilmikið og sumt sem
mér fannst flott í einni fannst mér
ljótt í annarri. Og svo framvegis.“
Niðurstaðan varð því að skrifa
svona bók sjálf og þá lá beinast við
að fá Elísabetu með sér í lið. „Hún
er næringarfræðingur og veit allt
um hlaup og hafði allt sem þarf til
að gera þetta. Svo nýtti maður bara
fjölmiðlareynsluna, safnaði upp-
lýsingum og leitaði til sérfræðinga.
Ég held þarna hafi orðið til alveg
svakalega flott bók þótt ég segi sjálf
frá. Ég er að meina það.“
Karen segir það nokkuð mis-
jafnt hversu langar vegalengdir hún
hleypur hverju sinni. Ætli þetta
séu ekki svona frá þremur, tíu og
upp í tuttugu kílómetra.“ Og hún
kann best við að hlaupa á veturna
þannig að nú fer fjörið að byrja ef að
líkum lætur. „Mér finnst eiginlega
skemmtilegra að hlaupa á veturna.
Fyrst þegar ég byrjaði að hlaupa úti
var mjög snjóþungur vetur en það
var mjög yndislegt. Maður verður
bara gíra sig rétt upp og þegar fólk
byrjar þá verður það heltekið.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Karen Kjartansdóttir er hætt sem varafréttastjóri Stöðvar 2 og tekin við starfi upplýsingafulltrúa LÍÚ. Hún er spennt fyrir sjávarútveginum og telur sér ekki síst til fram-
dráttar í nýja starfinu að hún er sólgin í makríl.Ljósmynd/Hari
Mikael tók
þessu eins
og sannur
karlmaður.
Bara eins og
hann er.
Tvífarinn í True Blood
Karen þykir sláandi lík leikkonunni
Anna Paquin sem hefur gert það gott
í sjónvarpsþáttunum True Blood um
árabil. Karen
hefur fengið
að heyra
þetta við ýmis
tækifæri og
þessi líkindi
eru upp-
spretta alls
kyns gríns en
Karen er sátt
við glensið og
segir tvífara
sinn í True
Blood hafa kallað á jákvæða athygli.
„Það er greinilega eitthvað þarna.
Hún hefur verið mitt alter-egó og ég hef
lifað í gegnum hana,“ segir Karen og
hlær. „Þannig getur maður notið þess
að vera villtur einhvers staðar.“
Anna Paquin í hlutverki
Sookie.
28 viðtal Helgin 11.-13. október 2013