Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 34
PRÓTEINRÍKT OG FITULAUST Suðræni Skyr.is drykkurinn er kominn aftur Kolvetnaskertur H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA ENGINN HVÍTUR SYKUR NÝTT MANGÓ & ÁSTARALDIN Þ að er í fyrsta skipti í dag sem ég játa það opinberlega, hér fyrir framan Guð og ykkur, að ég er geðveikur.“ Þetta sagði Heiðar Ingi Svansson í predikun sem ber heitið „Mitt eigið prívat helvíti“ og Heiðar flutti í „Geðveikri messu“ sem haldin var síðasta sunnudag í Laugarnes- kirkju í tilefni af Alþjóðageðheil- brigðisdagsins sem var í gær. „Ég var bara beðinn um að halda predikun. Ég hef starfað lengi í kirkjunni, var meðal annars í sóknarnefnd og hef sungið í kirkjukórnum. Þau komu síðan og báðu mig um þetta, presturinn og formaður sóknarnefndar sem vill svo skemmtilega til að er konan mín,“ segir Heiðar Ingi brosandi. Hann tekur á móti mér á heimili sínu við Laugalæk þar sem fjöl- skyldan hefur komið sér vel fyrir. Heiðar Ingi er framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Iðnú, varaformað- ur Félags íslenskra bókaútgefenda og auk þess formaður hverfaráðs Laugardals fyrir Besta flokkinn. Fjölskyldan var í kirkjunni Yngsta dóttirin, Arna Dís sem er nýorðin 12 ára, situr og teiknar þegar ég mæti. Við tvær sitjum svo og spjöllum á meðan ljós- myndarinn tekur myndir af pabba hennar. Predikunin hans var átak- anleg, hann sagði frá geðhvarfa- sýki sinni, ranghugmyndunum sem hann fékk og að hann taldi enga leið út úr ógöngunum aðra en að svipta sig lífi. Til að hafa á hreinu hvað dóttir hans vissi spurði ég hana einfaldlega hvort hún hefði verið í predikuninni og hún játaði því. Í kirkjunni voru fjögur af sex börnum Heiðars Inga, foreldrar hans og bróðir, auk fjölda vina. „Það var ómetanlegt að sjá þessi andlit í kirkjunni þegar ég flutti þetta,“ segir hann „Það skipti mig gríðarlegu máli. Arna Dís mín sagði svo við mig að hún hefði ekki vitað áður að ég hefði viljað drepa mig. Ég útskýrði þetta síðan fyrir henni og spurði hvort hún hefði áhyggjur. Hún sagðist ekki hafa þær núna. Ég er auðvitað að leggja mikið á börnin að tala opin- skátt um veikindin mín og það er örugglega ekki alltaf þægilegt. Í kirkjunni var töluvert af ferming- arbörnum og næst yngsta dóttir mín er að fara að fermast þannig að vinir hennar hlýddu líka á. Ég spurði hana líka hvernig þeir hefðu tekið þessu og ég hef ekki fengið annað en jákvæð viðbrögð.“ Dagneysla á kannabis Sem unglingur fann Heiðar Ingi að hann passaði ekki alveg inn í normið. „Ég átti alltaf erfitt með að kyrra hugann og finna frið. Á menntaskólaárunum þegar vin- irnir voru að leggja sig gat ég það engan veginn. Ég þurfti að vera með prógramm á kvöldin áður en ég fór að sofa til að reyna að ná mér niður.“ Um tvítugt byrjaði hann að reykja kannabis og var í dagneyslu þess um árabil. „Ég treysti mér ekki til að segja til um í hversu mörg ár það var. Líf mitt var mikil óregla, ekki bara neysla. Ég vann of mikið og var alltaf á mikilli keyrslu. Mínir nánustu vissu að ég drakk mikið en þeir höfðu ekki hugmynd um kanna- bisneysluna. Það var ekki fyrr en seinna sem þeir komust að henni.“ Hann telur að það hafi verið um árs aðdragandi að því að hann sökk í dýpsta svartnættið, tæplega þrítugur. „Hluti af þessum tíma er í móðu. Mín kenning er sú, og hún er studd af geðlækninum mínum, að kannabisneyslan hafi hleypt þessu af stað. Fjölmargar rann- sóknir hafa verið birtar sem sýna fram á tengsl kannabisneyslu við geðsjúkdóma og ég passa alveg inn í þá formúlu. Ég er ekki að segja að hún hafi þessi áhrif hjá öllum en ég tel að hún hafi haft þau hjá mér. Ég var búinn að vera í langvarandi, stöðugri kannabis- neyslu þegar ég missti tökin.“ Nótt á lagernum Geðhvarfasýki (manic-depress- ive) einkennist af tímabilum þunglyndis til móts við maníu.„Í maníunni upplifði ég alla þessa helstu brenglun sem fylgir því að vera í geðhæð. Ég trúði því að ég hefði yfirnáttúrulega hæfileika, að ég væri í sambandi við aðra heima þar sem ég hefði verið kallaður til sem útvalinn einstaklingur til að gegna mikilvægu hlutverki á jörðinni. Það var síðan í einum niðurtúrnum sem ég upplifði mitt eigið prívat helvíti og reyndi að fyrirfara mér. Ég var á lagernum í fyrirtæki sem ég rak á þessu tíma. Ég held að ég hafi eytt lunganum úr nóttinni þar, ég fór upp á stól og ætlaði að hengja mig.“ Í predikun- inni sagðist Heiðar Ingi þarna hafa fundið ljós í svartnættinu og náð tengingu við Guð. Hann hafði endurtekið reynt að hætta að reykja kannabis og hætt að drekka en það alltaf gengið illa. „Einhvern tímann á þessu tímabili fór ég á svakalegt fyllirí, hitti mann sem er mér nákominn og sagði honum frá því að ég væri með sjálfsvígshugs- anir. Ég man ekkert eftir þessu samtali. En þessum manni leið illa með þessa vitneskju og hafði sam- band við foreldra mína. Þau vissu Heiðar Ingi segist hafa gengið í gegnum tímabil þar sem hann langað að hætta að taka lyfin en sem betur fer hafi hann alltaf tekið þau samviskusamlega. Ljósmynd/Hari 34 viðtal Helgin 11.-13. október 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.