Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Síða 36

Fréttatíminn - 11.10.2013, Síða 36
LAGERSALA Lagersala Lín Design Laugavegi 178 & Glerártorgi 40-80% afsláttur Reykjavík: Laugavegi 178 Barnarúmföt, dúkar löberar, rúmfatnaður Akureyri: Glerártorgi stór rúmföt og fleira. Opið laugardag & sunnudag 11-16 Laugardag & sunnudag Opið laugardag 10-17 & sunnudag 13-17 Margar gerðir af barnarúmfatnaði, frá 2.990 kr Akureyri Stærðir 70x100 100x140 Smávara fyrir heimilið og þig Burstapoki áður 1.990 kr, nú 990 kr Takmarkað nú loksins á magn Augnlæknir með skýra Júróvisjón Augnlæknirinn Jóhannes Kári Kristinsson er hornhimnusérfræðingur sem hefur sérhæft sig í laser-aðgerðum á augum og á að baki hvorki meira né minna en 7000 slíkar aðgerðir. Hann segir aðgerðirnar vera sínar ær og kýr en hann er einnig ástríðufullur lagahöfundur sem hefur þrisvar komist áfram í forkeppni Sjónvarpsins fyrir Júróvisjón. Þá á hann fjóra hunda sem hann getur ekki hugsað sér að vera án. Augnlæknirinn Jóhannes Kári Krist- insson hefur gert 7000 laser-aðgerðir á augum, sent þrjú lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins og nýtur þess að vera með fjóra hunda á heimilinu. Ljósmynd/Hari J óhannes Kári Kristins-son sérhæfði sig í laser-aðgerðum á augum upp úr aldamótum og hefur frá 2001 gert 7000 slíkar aðgerðir þannig að þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa öðlast fulla sjón með aðstoð hans. „Þessar aðgerðir eru mínar ær og kýr og hafa verið síðan 2000,“ segir Jóhannes. „Aðgerðirnar hafa verið að þróast frá 1990 þegar fyrstu aðgerðirnar voru gerðar. Á einum áratug hafa þær síðan orðið vinsælustu skurðaðgerðir sem gerðar eru á mannverunni.“ Byrjað var að gera þessar aðgerðir á Íslandi árið 2000 og eins og svo oft þegar nýjungar eru annars vegar láta Íslendingar ekki á sér standa og Jóhannes telur víst að Íslendingar séu heimsmeistarar í að láta laga sjón sína með slíkum aðgerðum. „Eftir því sem ég hef heyrt þá er algengara, en gengur og gerist annars staðar, að Íslend- ingar farið í aðgerð til þess að láta lagfæra þetta.“ En eitthvað hlýtur þó að vera um að fólk sé hrætt við að láta krukka í því allra heilagasta, augunum? „Jújú, auðvitað, og það er bara ósköp eðlilegt að fólk sé smeykt við að láta einhvern koma við augun í sér. Það er nú ákveðið við- bragð í manni að vernda augun sem eru ef til vill það dýrmætasta sem við eigum,“ segir Jóhannes en bendir á að í raun sé hættu- legra fyrir fólk að nota snerti- linsur að staðaldri en að fara í laser-aðgerð. „Þegar þetta er borið saman má segja að áhættan af því að vera með linsurnar sé lárétt. Það er að segja hún er bara alltaf fyrir hendi á meðan þú ert með linsurnar og öll þau ár sem þú notar þær. Á meðan áhættan af því að fara í aðgerð er meira lóðrétt. Hún er á meðan þú ferð í aðgerðina en síðan ekki söguna meir. Þegar menn hafa skoðað þetta hafa þeir komist að því að snertilinsurnar eru hættulegri fyrir augun en aðgerðir og maður hefur séð ansi slæm sár sem hafa komið á hornhimnur eft- ir snertilinsur. Og stundum hefur fólk misst sjón út af linsum.“ Full sjón á tíu mínútum Jóhannes segir aðgerðina í raun einfalda og að hún taki ekki nema tíu mínútur. „Lengsti tíminn fer í að meta augun fyrir aðgerðina og marínera fólk í valíumi fyrir aðgerð- ina en þegar fólk er komið á staðinn tekur þetta allt saman eitthvað um einn og hálfan tíma. Fólk er í svona Saga Class-stól- um að horfa á náttúrulífsmyndir og bara hafa það huggulegt fyrir aðgerðina. En aðgerðin sjálf tekur ekki nema tíu, fimmtán mínútur og er búin áður en fólk veit af. Þetta er minna mál en að fara til tann- læknis og tekur náttúrlega mun styttri tíma en tannlæknirinn tekur yfirleitt.“ Og þótt verið sé að eiga við augun er fólk fljótt að jafna sig. „Við notum valíum þannig að fólk verður frekar þægilega þreytt og sofnar yfirleitt þegar það kemur heim. Það fær bara einhvern til þess að sækja sig og fer beint heim eftir aðgerð- ina. Fólk finnur kannski smá sviða fyrst en um kvöldið er það alveg hætt að finna fyrir augunum og sjónin yfirleitt orðin býsna góð þá. Daginn eftir má fólk til dæmis al- veg keyra og keyrir yfirleitt hingað í skoðun daginn eftir.“ Var sjálfur alger glámur Jóhannes lauk námi sem augn- læknir í Bandaríkjunum árið 2000 og laðaðist strax að laser-aðgerð- unum. „Ég var svo stálheppinn að skólinn þar sem ég var bauð upp á sérnám þar sem þessu var bætt við. Það var mjög lærdómsríkt að fá að taka fyrstu skrefin þarna árið 2000, undir handleiðslu sérfræðinga. Ég hef síðan bara verið í þessum aðgerðum og sinni líka almennri móttöku eins og allir augnlæknar á Íslandi. En þessar aðgerðir eru mikið áhugamál hjá mér,“ segir augnlæknirinn sem að sjálfsögðu hefur sjálfur farið í aðgerð. „Ég fór nú sjálfur í aðgerð 2003 en var alger glámur fram að því. Ég var ekki seinn á mér að slá til þegar mér bauðst aðgerðin enda þótti það nú ekki mjög sannfærandi að ég væri að gera þessar aðgerðir með gleraugu á nefinu,“ segir Jóhannes og hlær. „Ég var spurður svona þrisvar, fjórum sinnum á dag af hverju ég væri með gleraugu og af hverju ég færi ekki í aðgerð. Þannig að það var mikið fengið með því að fara í aðgerðina og þá slapp maður við þessar spurningar.“ Tónsmíðar í tómstundum Þótt augnaðgerðirnar séu eitt helsta áhugamál Jóhannesar er hann einnig lunkinn lagasmiður og getur ómögulega haldið aftur af sér í þeim efnum. „Lagasmíðarnar eru eigin- lega mitt aðal hobbí. Þetta er bara eitthvað sem maður ræður ekki við og margir sem fást við að semja lög kannast örugglega við það. Lögin koma bara upp í kollinn og þetta er eiginlega orðin hálfgerð árátta. Þannig að ég hef sent þrjú lög í Eurovison sem hafa komist áfram. Það hefur bara verið ákaflega gaman að taka þátt í þessu. Þetta Júróvisjón-umhverfi er voðalega skemmtilegt og þetta er eiginlega alveg sérstök upplifun. Mér finnst þetta vera eitthvað sem þeir sem útbúa lög þurfi endilega að upplifa einhvern tíma á ævinni.“ Heimilislífið er heldur betur fjörugt en hann og eiginkona hans eiga þrjú börn og svo eru fjórir hundar á heimilinu. „Já, síðast þeg- ar það var talið voru þeir fjórir,“ seg- ir augnlæknirinn í léttum tón. Þetta er mikil ástríða hjá okkur hjónunum og krökkunum, hundar og allt sem þeim við kemur, þótt við séum engir ræktendur eða neitt þannig.“ Þau eiga tvo enska bolabíta, einn silki terríer og einn pug. „Þetta er náttúrlega hálfgerð bilun og mikil útgerð en eitthvað sem við getum bara ekki sleppt. Það gefur okkur alveg gríðarlega mikið að vera með hundana.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is 36 viðtal Helgin 11.-13. október 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.