Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 38
Á þínum forsendum Boðið er uppá eftirfarandi Viðtalsmeðferð Handleiðsla og ráðgjöf Áfallahjálp Sorgarúrvinnsla Fyrirlestrar fyrir hópa www.liljan.is • liljan@liljan.is • S. 863 6669 Meðferðarvinna á stofu eða heimili viðkomandi Bergþóra Reynisdóttir geðhjúkrunarfræðingur, MSc Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? V ið gerðum góðan samning í upphafi við Free­bird um að við myndum eignast félagið og fara í uppbyggingu í Evrópu. Í millitíðinni hefur merkið Freebird hækkað verðgildið sitt en það er að hluta til vegna vinnunnar sem við höfum lagt í það,“ segir Gunnar Hilmarsson hönnuður en hann ásamt eiginkonu sinni til nærri 20 ára, Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur, hafa keypt allt hlutafé í vöru­ merkinu Freebird sem þau hafa verið að hanna fyrir undanfarin misseri. „Við byrjuðum strax í vor að hraða uppbyggingar­ ferlinu og bættum við dreifingaraðilum í Svíþjóð, Danmörku, Spáni, Englandi og Hollandi en allir þessir markaðir hafa gengið mjög vel. Það voru um 60 til 70 búðir sem bættust við í vor,“ segir Gunnar. Gunnar segir bransann ekki stóran og þegar reynd­ ir hönnuðir eru með áhugavert merki þá fréttist það fljótt út. „Við höfum talsvert mikla reynslu en mjög faglega þarf að standa að gerð nýrra fatalína ásamt uppbyggingu og sölu,“ segir Gunnar. Gunnar og Kolbrún vilja helst vinna með nýjum aðilum með nýja merkið og segja að þau njóti þess að hafa fengið faglega viðurkenningu í bransanum eftir að hafa unnið á mörgum góðum stöðum og verið með vörumerki áður. „Heppni er ekki til og er í mínum huga sambland af „hardwork“ og hæfileikum. Stundum fær fólk óvænt tækifæri en það er yfirleitt bara skapað af þessu tvennu,“ segir Gunnar. Hanna frá hjartanu „Við erum einmitt núna að teikna vörulínuna fyrir haustið 2014 en það gekk mjög vel að selja vorið,“ segir Gunnar. Freebird mun á næstu misserum sýna á vörusýn­ ingum í París. „Við höfum komist inn á allar vörusýningar sem við höfum sótt um en það er ekki sjálfgefið. Hönnuðir þurfa fyrst og fremst að sýna fram á að þeir séu með alvöru fyrirtæki og með dreifingu annars komast þeir ekki að,“ segir Gunnar. „Þó að við sitjum í snjónum heima þá erum við mjög blóðheitir hönnuðir og því heitara sem markaðs­ svæðið er því bóhemskara verður andrúmsloftið. Við teiknum frá hjartanu og þetta er það sem kemur. Það gerist því óhjákvæmilega að við erum vinsæl á suð­ rænum svæðum,“ segir Gunnar. Gunnar segir að Freebird fatalínan sé mun suð­ rænni en hin týpíska skandínavíska hönnun og að hjónin vinni að henni mjög náið. Gunnar segir Free­ bird ganga mjög vel á Spáni og Ítalíu en þar fái litirnir mikið að njóta sín sem og þynnsta efnið. „ Þegar við erum að hann nýja línu þá verðum við að velja flíkur með tilliti til þess hvað hentar markaðssvæðunum best,“ segir Gunnar. Í Svíþjóð og Noregi er áhuginn meiri á einfaldari hönnun en flóknari. Gunnar segir að hönnun þeirra hafi alltaf virkað vel á Íslandi.,,Ís­ lenskar konur eru duglegar að blanda saman ein­ faldari flíkum við blúndur og pallíettur sem er mjög skemmtilegt en hönnun okkar gerir fallegar konur enn fallegri og búðin á Laugaveginum hefur gengið mjög vel,“ segir Gunnar. Markmið Gunnars og Kolbrúnar er að stækka markaðinn í Bandaríkjunum og fara líka inn á Asíumarkað. „Það væri mjög gaman að opna búðir í Evrópu í borgum sem okkur finnst skemmtilegar og okkur langar til dæmis mikið að opna búðir á Spáni en það er ekkert ákveðið,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hjónunum hafi alltaf gengið vel að vinna saman en þau beri virðingu fyrir skapgerðar­ brestum hvors annars. „Við erum búin að vera gift í 20 ár og þá er kominn ágætis undirbúningur í því að þola hvort annað. Það er líka einstakt að fá tækifæri til að vinna saman og ekki síður í því fagi sem ástríða beggja liggur,“ segir Gunnar. Segir hann starfinu stundum fylgja mjög mikið álag en mikill fjöldi fólks treysti á að þau skili fatalínu sem selur og skapi atvinnu fyrir alla aðila. „Við megum ekki sofna á vaktinni því að þá hrynur píramídinn,“ segir Gunnar. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Heppni er ekki til í þessum bransa Fatahönnuðirnir Gunni og Kolla, eins og þau eru kölluð, hafa gert samning um að kaupa fatamerkið Freebird en hönnun þeirra er nú til sölu í Banda- ríkjunum og Evrópu. Vorlínan hefur selst vel en hjónin hanna nú fyrir haustið 2014. Hjónin til 20 ára hanna frá hjartanu og segja íslenskar konur duglegar að blanda saman einföldum flíkum við blúndur og pallíettur. Gunnar Hilmarsson í Freebird versluninni á Lauga- veginum. Mynd/Hari Freebird fatalínan dregur fram rómantík og kvenleika. Hönnun Gunnars og Kolbrúnar hefur verið vel tekið í suður-Evrópu. 38 hönnun Helgin 11.-13. október 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.