Fréttatíminn - 11.10.2013, Blaðsíða 41
Heimili & hönnun Helgin 11.-13. október 2013
Þ
að er vinsælast núna að láta
gera upp gömlu, léttu og
nettu sófana með tekk-
inu frá sjötta áratugnum,“
segir Erlendur Sigurðsson,
bólstrari og einn eigenda GÁ Hús-
gagna. Viðskiptavinir sem láta bólstra
gamla sófa hjá honum hafa ýmist keypt
þá notaða eða fengið gamla sófasettið
frá ömmu og afa og segir Erlendur
notuð tekkhúsgögn seljast á háu verði á
sölusíðum netsins, enda sé eftirspurnin
mikil.
Það er tilfinning Erlends að það hafi
ekki aukist eftir hrun að fólk láti endur-
gera gamlar mublur, heldur sé eftir-
spurnin svipuð og áður. „Það var mjög
vinsælt fyrir hrun að láta endurgera ró-
kókóhúsgögn en það er frekar lítið um
það í dag. Nú er fólk meira í „sixties-fíl-
ing“. Þó skiptir tískan engu máli þegar
fólk tengist húsgögnunum tilfinninga-
böndum og er að láta endurgera gamla
sófasettið frá ömmu og afa.“
Nær öll sófasett er hægt að endur-
gera þó mismikil vinna liggi að baki
eftir ástandi þeirra. Erlendur segir
mikilvægt að grindin sjálf sé í góðu
ástandi áður en ráðist sé í bólstrun. Sé
fólk að huga að því að láta endurgera
mublur er einfaldast að senda mynd til
GÁ húsgagna og fá verðtilboð. „Út frá
myndinni erum við fljótir að átta okkur
á því hversu stórt verkið er og getum þá
gefið verðtilboð. Ef auka viðgerðir bæt-
ast við vegna einhvers sem ekki sást á
myndunum er fólk látið vita af því áður
en í þær er ráðist,“ segir Erlendur.
Bólstrun á húsgögnum er þó ekki
það eina sem starfsfólk GÁ húsgagna
fæst við því mestmegnis sinnir fyrir-
tækið húsgagnasmíðum fyrir hótel og
veitingahús, auk þess að sérsmíða sófa
og stóla fyrir heimahús. Í verslun GÁ
Húsgagna eru uppstillingar af nýjum
sófum, hornsófum og stólum. „Fólk
getur þá komið til okkar og við smíðum
eftir ákveðnum málum en það er líka
hægt að bæta og breyta eins og hentar,
eins og til dæmis að hækka bak eða
grynnka setur. Viðskiptavinir geta jafn-
vel komið sjálfir með sínar hugmyndir
að húsgögnum. Það hefur verið gert og
komið mjög vel út.”
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Tekk NeTTu húsgögNiN frá sjöTTa áraTugNum
Gamlir sófar fá framhaldslíf
Tekkhúsgögn frá
sjötta áratugnum
eru mjög vinsæl
í dag og margir
sem láta gera þau
upp og bólstra.
Erlendur Sigurðs-
son, bólstrari hjá
GÁ Húsgögnum,
segir tískuna
ganga í hringi
en fyrir hrun
var rókókóstíl-
linn vinsælastur.
Sumir tengjast
mublunum tilfinn-
ingaböndum og
vilja nota gamla
sófasettið frá
ömmu og afa
og þá eru skipta
tískubylgjur ekki
máli.
Erlendur Sigurðsson bólstrari segir tískuna ekki skipta máli þegar fólk hafi tengst hús-
gögnum tilfinningaböndum. Ljósmynd/Hari.
Tekksófi frá sjötta áratugnum sem endurgerður var hjá GÁ Húsgögnum. Tekkhúsgögn eru mjög vinsæl og seljast nú á háu verði á sölusíðum
netsins. Ljósmynd/GÁ Húsgögn.
Sófi
fyrir
Sófi
eftir
VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND
Skoðið úrvalið á bata.is Vertu vinur á
Dömujakki
49.890,-
Taska
9.990,-
Dömuskór
34.990,-
Dömuskór
22.990,-
Dömuskór
22.990,-
Herraskór
16.690,-
Herraskór
19.490,-
Herraskór
19.990,-
Herraskór
11.990,-
Dömuskór
27.790,-
Dömuskór
21.990,-
Dömuskór
32.990,-
Taska
9.990,-