Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Side 50

Fréttatíminn - 11.10.2013, Side 50
50 ferðalög Helgin 11.-13. október 2013  Kanada FjölsKrúðugt mannlíF í stærstu borginni Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is T Ú R I S T I Styrktar tónleikar Til styrktar sjóðs gigtveikra barna Á hverju ári greinast 10-14 börn með gigtarsjúkdóm. Hér á landi eru yfir 200 börn að kljást við sjúkdóminn. Markmið styrktarsjóðsins er að bæta lífsgæði gigtveikra barna og fjölskyldna þeirra. Allur ágóði tónleikanna rennur í styrktarsjóðinn. Kynnir kvöldsins er Jóhannes Haukur! Þriðjudaginn 22.okt Háskólabíó kl.20, húsið opnar kl.19 Verð: 3000 kr. fullorðnir 1500 kr. fyrir 12 ára og yngri Miðasala á midi.is Páll Óskar Jón Jónsson Jóhanna Guðrún og Davíð Friðrik Dór Dikta Ef lífið væri söngleikur Erna Hrönn Védís Hervör Gói og fleiri CN turninn gnæfir yfir háhýsabyggðinni í miðborg Toronto. n ærri helmingur þeirra sex milljóna manna sem búa í Toronto er ekki fæddur í Kanada og í borginni eru töluð meira en 180 tungumál. Þessi stórborg býður því upp á mjög fjöl- skrúðugt mannlíf, ólík hverfi og frábæran mat frá öllum heimsins hornum. Hér er tveggja daga dag- skrá fyrir þá sem vilja sjá margt en verja sem minnstum tíma í leigu- bílum og lestum. Dagur 1 Hakað við turninn Í rúma þrjá áratugi var hinn 553 metra hái CN Tower hæsti turn í heimi. Daglega taka þúsundir manna lyftu upp í glerkúluna á hæð númer 114 þaðan sem útsýnið yfir borgina og Ontario vatn er kyngimagnað og 3700 króna virði. Til að minnka líkurnar á langri bið í afgreiðslunni er skynsamlegt að koma snemma og kaupa miða á net- inu. Það er opið frá níu að morgni og fram til ellefu á kvöldin. Tískuhverfið Þegar komið er niður á jörðina á ný er haldið í vestur eftir Front Street, upp Spadina Avenue og inn King Street. Þar er hjarta Fashion District sem var áður þekkt fyrir blómlega fataframleiðslu en nú eru það búðirnar sem hafa tekið yfir. Le Select Bistro er einskonar stofnun meðal matgæðinga í Toronto. Vinsælt bístró í hádeginu Frakkinn Frédéric Geisweiller hefur staðið vaktina lengi á Le Sel- ect bistróinu sínu við 432 Wellings- ton Street West. Hann vísar fólki til sætis á þessum fallega veitingastað sem hann hefur innréttað í gamalli prentsmiðju. Hádegisseðillinn er sneisafullur af stórum og smáum klassískum frönskum réttum, t.d. Croque Monsieur (14 dollara) og Confit de Canard (18 dollara). Á kvöldin kostar þriggja rétta máltíð um 50 dollara (5800 kr). Staðurinn er stór en það borgar sig að gera boð á undan sér, sérstaklega á kvöldin og ef þú vilt sitja úti. Ontario Art Gallery Stjörnuarkitektinn Frank Gehry er einn þekktasti sonur Toronto og það lá því vel við að fá hann til byggja við eitt af helstu listasöfnum borgarinnar. Afraksturinn er af- skaplega þægileg safnabygging sem rúmar nokkrar ólíkar sýningar og auðvitað kaffihús, veitingahús og verslanir. Kínahverfið og Kensington market Það eru fjögur hverfi í Toronto sem gera tilkall til Chinatown nafn- bótarinnar en svæðið sem liggur rétt vestan við Ontario Art Gallery er aðal Kínahverfi borgarinnar. Hér eru búðir og veitingastaðir merktir með kínverskum táknum og alls kyns varningi er stillt út á stétt. Við Kínahverfið blandast Kens- ington market, þekktasti mark- aður borgarinnar, en hann minnir um margt á Camden markaðinn í London þar sem fókusinn er á notuð föt og mublur. Hér standa hlið við hlið veitingafólk og kaupmenn sem eiga ættir að rekja til allra heimsins horna. Bar Isabel Það er hægt að fá tapas mjög víða en við College Street númer 797 hefur kokknum tekist sérstaklega vel að útbúa þessa þekktu spænsku rétti með skemmtilegum brag. Matseðillinn er breytist reglulega en þeir sem vilja borða vel og mikið á óformlegum en fjörugum veitingastað verða ekki sviknir af Bar Isabel. Hér borgar sig að panta borð því staðurinn er mjög vinsæll. Dagur 2 Mest sótta safnið Bygging Royal Ontario Museum setur sterkan svip á Bloor street í norðurhluta miðborgarinnar og því er víða haldið fram að safnið sé eitt af skyldustoppunum í Toronto. Ár- lega borga rúmlega milljón gestir sig inn á sýningar tengdar risaeðl- um, steingervingum og manninum í nútíð og fortíð. Það er tilvalið að fá sér léttan hádegisverð á kaffihúsi safnsins áður en lengra er haldið. Það er gaman að heimsækja nýlistasafnið Art Gallery of Ontario sem er rétt við Kínahverfið í Toronto. Stórverslanir við Bloor Street Nokkrar af þekktustu verslunar- keðjum heims eru nágrannar Royal Ontario Museum við Bloor Street. Og þar sem búðaráp er hluti af borgarferðum margra þá er ekki ólíklegt að sumir vilji gefa sér tíma hér til að kanna úrvalið. Eitt vinsælasta og fjörugasta hverfi borgarinnar er West Queen West. Aðalfjörið í Toronto Eftir að stórar keðjur eins og H&M og Starbucks fóru að koma sér fyrir á vesturhluta Queen street flúðu litlu verslanirnar og veitingastað- irnir enn vestar á götuna þar sem áður þótti alls ekki fínt að búa. Í dag er vestasti hluti Queen Street hins vegar rómaður fyrir hugmynda- auðgi þess athafnafólks sem hefur opnað þar búðir, gallerí, bari, hótel og veitingastaði. Það er því ekki úr vegi að rölta rólega niður Queen Street W frá Bathurst Street og niður að Gladstone Avenue og velja sér staði til að kynnast nánast. Þeir sem vilja búa á þessu vinsæla svæði ættu að bóka herbergi á Gladstone Hotel eða Drake Hotel. Á ferðavefnum Túristi.is má lesa meira tengt ferðalögum til Toronto. Tveir dagar í Toronto Það er flogið beint frá Keflavík til stærstu borgar Kanada allt árið um kring. Kristján Sigurjónsson heimsótti Toronto nýverið. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.