Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 57

Fréttatíminn - 11.10.2013, Qupperneq 57
heilsa 57Helgin 11.-13. október 2013 Omega fitusýrur fyrir alla! Styrkurinn fellst í mýktinni Omega fitusýrur fyrirbyggja bólgu- og hjartasjúkdóma, hjálpa við að stjórna þyngdinni, efla sjón og taugaboð til heila. Omega fitusýrur eru taldar góðar við þunglyndi, geðhvarfasýki, ADHD, lesblindu og einhverfu. Omega fitusýrur gera húðina mjúka og viðhalda raka í húðinni. Fjölbreytt úrval fyrir alla fjölskylduna af hágæða Omega fitusýrum úr sjávar og jurtagrunnum fást í Gula miðanum, Solaray, Efalex og Udo‘s choice í lyfja-, heilsuvöru- og matvöruverslunum. Nánar á www.heilsa.is C M Y CM MY CY CMY K A4_fitusýrur.pdf 1 10/9/2013 6:18:31 PM Þ ó að ég sé titluð grasalæknir þá starfa ég meira eins og kennari. Ég get kennt fólki og frætt fólk um það hvað það getur gert til þess að hjálpa sjálfu sér. Það ert þú sem finnur og veist hvað er að gerast í þínum eigin lík- ama Læknir er í raun í hlutverki kennara sem getur hjálpað þér en þú ert þinn besti læknir, þú hefur valið,“ segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir sem hefur rekið Jurta- apótekið við Laugaveg í um níu ár. Kolbrún hefur unnið við grasa- lækningar í alls 20 ár en aðeins þrír grasalæknar eru búsettir á Ís- landi. „Það eru mun fleiri sem hafa þessa menntun sem eru búsettir erlendis og koma ekki aftur heim,“ segir Kolbrún. Kolbrún mun flytja á næstunni Jurtaapótekið frá Laugavegi í Skip holt 33 þar sem hún mun opna stærri búð og hafa framleiðsluna á sama stað. Í nýja Jurtaapótekinu verður boðið upp á nýjar vörur en Kolbrún segir að stundum þurfi hún að fara í framleiðslu á vörum sem hreinlega vanti á markaðnum. „Þetta er líf mitt og yndi, ég bara elska þetta starf. Ég tel mig vera heppna að geta unnið alla daga við eitthvað sem mér finnst mjög skemmtilegt,“ segir Kolbrún. Um tveggja mánaða bið er eftir tíma í ráðgjöf hjá Kolbrúnu og hef- ur það verið um langan tíma. Segir hún að stundum sé aðeins of mik- ið álag en Kolbrún er líka þriggja barna móðir. Kolbrún býður einnig upp á fría ráðgjöf í búðinni hluta úr degi. Kolbrún lærði grasalækningar í einkaskóla í Bretlandi en nú er námið fjögurra ára háskólanám og líkist að miklu leyti læknisfræði en í náminu er kennd til dæmis sjúk- dómafræði, sjúkdómagreiningar, lífeðlisfræði, líffærafræði, lífefna- fræði og lyfjafræði ásamt því að starfa með náminu á grasalækna- stofu í tvö ár. Kolbrún segir stærstan hluta við- skiptavina á aldrinum 45 til 65 ára og meirihlutann konur. „Þetta er aldurinn þegar líkaminn byrjar að klikka og fólk kemst ekki upp með hvað sem er og getur ekki haldið áfram að gera einhverja vitleysu,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir skoðanir al- mennra lækna mismunandi og að þeir séu eins misjafnir og þeir eru margir. „Sumir heimilislæknar eru meðvitaðir um það sem ég er að gera og eru ánægðir þegar fólki líð- ur betur og finnst það flott en það eru alltaf einhverjir sem út af þekk- ingarleysi telja að það eigi ekki að nota jurtalyf með öðrum lyfjum og eru neikvæðir þó að þeir viti ekki hvað þetta gerir,“ segir Kolbrún. Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér vörum í Jurtaapótekinu segir Kolbrún að gott geti verið að byrja á grænu bombunni. „Þá ertu að taka inn fullt af næringarefnum en það er oft gott að hreinsa líkamann. Það hafa allir gott af því að taka inn jurtir sem hjálpa líffærunum að hreinsa sig. Það er svo margt sem við erum að gera sem er ekki gott fyrir okkur. Það er svo mik- ið af aukaefnum og eiturefnum í matnum sem við vitum ekki um og mikil mengun í umhverfinu. Það er mjög gott að taka stundum aðeins til í líkamanum hjá sér og sleppa til dæmis mjólkurvörum, sykri og hvítu hveiti á meðan. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is  Heilsa GrasalækninGar vinsælar Þú ert þinn besti læknir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir veit aðeins um þrjá aðra menntaða grasalækna sem starfandi eru á Íslandi. Um tveggja mánaða bið er í ráðgjöf hjá Kolbrúnu en alltaf hefur verið mikið að gera frá því að hún kom heim frá námi árið 1993. Jurtaapótekið hennar mun flytja frá Laugavegi í Skipholt 33 nú í október. ,,Þetta er líf mitt og yndi, ég bara elska þetta starf,'' segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. Ljósmynd/Hari,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.