Fréttatíminn - 08.03.2013, Blaðsíða 16
Allt skóla- og frístundastarf tekur mið af mannrétt-
indastefnu borgarinnar og reynt er að vinna gegn óæski-
legum staðalmyndum og klámvæðingu.
É g kvarta ekki sjálfur undan allri þeirri góðu þjónustu og viðmóti, sem ég hef ætíð
notið alls staðar hjá heilsugæsl-
unni, hvenær sem ég hef þurft á
henni að halda. Hins vegar hefur
mér margsinnis verið sagt, að það
eigi ekki alltaf það sama við ef að
það er kona, sem að óskar eftir að-
stoðinni. Getur það virkilega verið
að þetta sé rétt?
Jafnræði kvenna og karla
Það er tíðrætt um að konur njóti
ekki sömu kjara og karlar. Ég
hef sjálfur rekið fjölmennt fyrir-
tæki, þar sem að allir nutu sömu
möguleika til frama, allt eftir
ástæðum og verðleikum hvers og
eins. Laun fylgdu stöðu viðkom-
andi, sama hvort kynið átti í hlut
og gaf ég út starfsmannahandbók
þar sem þetta kom skýrt fram. Ég
hef aldrei skilið að annað eigi að
viðhafa, enda annað óheiðarlegt
og óskynsamlegt og ekki gott að
byggja upp lið eða samstarfshóp,
þar sem jafnræði ríkir
ekki.
Sömu laun fyrir
sömu vinnu
Það er í mannsins eðli
að konur og karlar eru
ekki eins og því henta
sum störf gjarnan öðru
kyninu betur. Það þarf
ekki að útlista það. Ég
hef því oft spurt sjálfan
mig, þegar talað er
um meint launamis-
rétti kynjanna, hvort að skýringin
liggi ekki einkum í því, að verið sé
að bera saman epli og appelsínur,
en hef aldrei fengið viðhlítandi
skýringu þar á. En hitt væri ekki
gott, ef verið er að greiða mismun-
andi laun fyrir sömu störf á sama
vinnustað.
Breytum til góðs
Það er sama hvar á það er litið, að
þá eru öfgar sjaldnast réttmætar.
Ef að það er þannig, að raunveru-
leg mismunun á sér
stað, þá er það skylda
manna að lagfæra það.
Mér finnst að forsvars-
menn fyrirtækja ættu
að hugsa til þess, hve
mikilvægt það er að
fá það besta úr öllum
og skapa góð teymi og
skynsemi þess að veita
stöðuhækkanir sínar og
launakjör með það að
markmiði. Ég veit það
ekki og ætla ekki að
ásaka, en ef að það er mismunun
í gangi hjá læknum og hjúkrunar-
liði á sjúklingum eftir kyni, aldri
þeirra eða hvaðeina, þá er það aug-
ljóslega hið allra alvarlegasta mál,
sem að með ráðum og dáð verður
að uppræta. Það hlýtur að vera, að
allt réttsýnt fólk sé því sammála.
XG - Hægri grænir, flokkur fólks-
ins vill taka á öllum slíkum málum
hjá hinu opinbera, ef hann nær
nægilegu brautrargengi til þess að
geta haft áhrif þar á.
Konur og karlar
Fá þau sömu þjónustuna
í heilbrigðisgeiranum?
Kjartan Örn
Kjartansson
Fyrrverandi forstjóri
S kilaboð til barna og unglinga frá margvíslegum miðlum eru fjöl-breytt. Afþreyingariðnaðurinn,
tískuheimurinn, auglýsingar, bíómyndir
og tónlistarmyndbönd draga gjarnan upp
mynd af fólki sem tæpast nokkur getur
uppfyllt. Aðgengi barna og unglinga að
ofbeldisfullu klámi er mikið og aftur-
haldssamar og brenglaðar staðalmyndir
um hlutverk kynjanna eru síður en svo á
undanhaldi. Margar mælingar benda til
þess að unga fólkið eigi erfitt með að fóta
sig í þessari bylgju skilaboða. Ranghug-
myndir um hlutverk kynjanna, útlitskröf-
ur og kynhegðun eru staðreynd, fyrstu
skref kynlífsreynslunnar geta verið sár
því bæði strákar og stelpur hafa orðið fyrir miklum
áhrifum fyrirmynda úr afþreyingar og klámiðnaði,
sem eiga lítið sameiginlegt með raunveruleikanum.
Óraunhæfar kröfur og óljós mörk valda hugarangri,
stúlkur virðast vera meira útsettar fyrir kröfunum
sem birtist m.a. í merkjanlega meiri kvíða í þeirra
hópi, lélegu sjálfsmati og í verstu tilfellum átröskun
og öðrum neikvæðum birtingarmyndum útlitsdýrk-
unar.
Áhrif foreldra
Áhrifavaldar í lífi barna og unglinga eru foreldrar,
skólinn, jafningjar og vinir, aðilar sem vinna með
frítímann, fjölmiðlar og markaðsöflin. Hver og einn
þeirra gegnir mikilvægu hlutverki en grundvallar-
atriði er að þekkja vel í hverju það felst. Foreldrar
eru mikilvægustu fyrirmyndir barna og félags-
mótun, þ.m.t. mótun kynverundar, hefst um leið og
barn kemur í heiminn. Rannsóknir hafa sýnt fram á
að foreldrar eru að meðaltali tveimur árum of seint
á ferðinni þegar kemur að því að ræða við börn sín
um kynlíf. Rannsóknir sýna líka að fræðsla foreldra
er mikilvægust og kynfræðslan þarf að eiga sér stað
áður en börn verða kynþroska. Leggja
ber áherslu á jákvæðar hliðar kynlífs,
ábyrgð, mörk og virðingu. Það kemur
mörgum foreldrum á óvart að flest börn
sjá klám á netinu í fyrsta sinn á aldrinum
10-13 ára, mikið af því er mjög ofbeldis-
fullt sem getur haft verulega neikvæð
áhrif á börn og unglinga.
Kynjafræði í kennaramenntun
Reykjavíkurborg býr yfir miklum mann-
auð í starfsfólki sem leggur alúð í að
styrkja sjálfsmynd barna og unglinga
með margvíslegum hætti. Í samstarfi við
samtök foreldra hefur borgin styrkt nám-
skeið fyrir fjölskyldur um kynfræðslu og
kynhegðun og mörg verkefni í skóla- og frístund-
astarfi lúta að upplýstri umræðu um flókna tilveru
ungs fólks í dag. Allt skóla- og frístundastarf tekur
mið af mannréttindastefnu borgarinnar og reynt er
að vinna gegn óæskilegum staðalmyndum og klám-
væðingu. Þriggja ára verkefni sem snýr að jafnrétt-
isfræðslu til alls starfsfólks skóla- og frístundasviðs
stendur yfir. Borgin tekur alvarlega þá lagaskyldu
að fræða nemendur frá unga aldri um jafnréttismál
og samþætta kynjasjónarmið í öllu starfi. Fræðsla til
kennara og starfsfólks sem vinnur með börnum er
skref í þá átt enda þarf starfsfólk að búa yfir þekk-
ingu á jafnréttismálum til að geta miðlað henni. Á
skólum hvílir nú sú ljúfa skylda að innleiða grunn-
þætti menntunar, með nýjum aðalnámskrám. Einn
þeirra er jafnréttisfræðsla. Lykillinn að því er að
kynjafræði verði skyldufag í kennaranámi, öðruvísi
er erfitt að ætlast til þess að kennarar sinni jafn-
réttisfræðslu, eða samþætti hana sínum greinum.
Grunnurinn er þekking og án hennar tekst okkur
ekki vel upp í baráttunni gegn áhrifum klámvæðing-
ar og óæskilegra staðalmynda á börn og ungmenni.
Jafnrétti í bráð og lengd verður ekki náð öðruvísi.
Vinna gegn óæskilegum staðalmyndum og klámvæðingu
Borg stelpna og stráka
Oddný Sturludóttir
borgarfulltrúi og
formaður skóla- og
frístundaráðs
Það er í mannsins eðli að konur og karlar eru ekki eins
og því henta sum störf gjarnan öðru kyninu betur. Það
þarf ekki að útlista það.
RENAULT KANGOO DÍSIL
EYÐSLA 4,9 L / 100 KM*
VINSÆLIR
ENDA SPARNEYTNIR ATVINNUBÍLAR
RENAULT TRAFIC DÍSIL
EYÐSLA 6,9 L / 100 KM*
RENAULT MASTER DÍSIL
EYÐSLA 8,0 L / 100 KM*
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
6
5
6
4
*
E
yð
s
la
á
1
0
0
k
m
m
ið
a
ð
v
ið
b
la
n
d
a
ð
a
n
a
k
s
tu
r.
BL ehf. Sævarhöfða 2 / 525 8000
Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622
Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – Bílasala Akureyrar / 461 2533
www.renault.is
RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR.
Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu.
Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli
þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki
síst þægindi.
TRAFIC STUTTUR
VERÐ FRÁ: 3.418.327 KR. ÁN VSK.
2,0 DÍSIL - 115 HÖ VERÐ: 4.290.000 KR. M. VSK.
MASTER MILLILANGUR
VERÐ FRÁ: 4.292.821 KR. ÁN VSK.
2,3 DÍSIL - 125 HÖ VERÐ: 5.390.000 KR. M. VSK.
KANGOO II EXPRESS
VERÐ: 2.541.833 KR. ÁN VSK.
1,5 DÍSIL - 90 HÖ VERÐ: 3.190.000 KR. M. VSK.
16 viðhorf Helgin 8.-10. mars 2013